Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. september 2015 lokahóf yngri flokka Fimmtudag 17. september kl. 17:00 á Hásteinsvelli Iðkendur mætið í keppnistreyjunum því við ætlum að taka hópmynd. Einnig hvetjum við foreldra til að mæta með krökkunum. Slegið verður upp grillveislu að loknu hófinu. Árgangsmót ´86 árgangsins í Eyjum fór fram helgina 4. til 5. september. Föstudagurinn hófst með fyrirpartýi fyrir hvorn skóla, Barnaskóla og Hamarsskóla. Á eftir var haldið í veislu uppi á Háalofti. Þar sá Einsi kaldi um veitingar eins og honum einum er lagið. Skemmtiatriðin voru fjölbreytt, Hanna og Dóra kennarar voru með skemmtisögur af liðinu síðan úr unglingadeildinni, Una Þorvalds tók nokkur lög, spurningakeppni var milli liða og ný nefnd kölluð á svið. Laugardagurinn hófst á því að lögð voru blóm á leiði Önnu Ragnheiðar skólasystur okkar og hennar minnst. Eftir það var fyllt á orkubirgðirnar með dýrindis súpu í boði Einsa kalda áður en haldið var af stað í ratleik. Liðin frá deginum áður voru send af stað í alls kyns verkefni sem fólust meðal annars í því að syngja í karioki, keppni í boðhlaupi síðan var endaði á 900 Grillhús í pizzupartýi. Um kvöldið skellti fólk sér svo í búning og hélt niður á Skipasand í svakalegt partý. Úrslit úr ratleik dagsins voru kynnt en það var Hvíta liðið sem bar sigur úr býtum. Síðan var það enginn annar en Ingó veður- guð sem sá um fjörið langt fram eftir nóttu og allir fóru sáttir heim að lokum. Nefndin vill þakka öllu þessu fáránlega skemmtilega fólki í árgangi 86 og mökum þeirra fyrir frábæra helgi og við hlökkum til næsta móts! Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í liðinni viku án þess þó að um alvarleg mál hafi verið að ræða. Töluverður erill var um helgina og nokkuð um að lögreglan þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástands þess. Þá var eitthvað um að kvartað væri yfir hávaða í tengslum við skemmtanahald fólks. Að morgni 7. september sl. var óskað eftir aðstoð lögreglu að húsi hér í bæ vegna veikinda. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndi einn, sem var gestkomandi í húsinu, að hindra lögreglu í að sinna verkum sínum. Endaði það með því að gesturinn var hand- tekinn og fékk hann gistingu í fangageymslu lögreglu. Má hann búast við að mál hans endi hjá ákæruvaldinu. Sá veiki var hins vegar fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Töluverð ölvun var í gangi í umræddu húsi. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki. Eins og í mörgum áhugamanna- félögum miðast starfsemi Tafl- félags Vestmannaeyja að mestu við haust- og vetrarmánuðina. Nú er starfsemin í haust að hefjast og fara hraðskákæfingar af stað annað kvöld, fimmtudaginn 17. septem- ber kl. 20.00 í Skákheimilinu að Heiðarvegi 9 a jarðhæð. Nýir og eldri félagsmenn velkomnir. Verið er að leggja hönd á dagskrá haustsins en teflt verður á fimmtu- dagskvöldum. Þetta kemur fram í frétt frá félaginu. Fram að áramótum er áformað að halda skákþing og nokkur hraðskákmót og einnig munu félagar fara yfir eftirminni- legar skákir. Aðstaða í Skákheim- ilinu að Heiðarvegi 9 er til fyrirmyndar og gerist ekki betri annars staðar. Undanfarin ár hefur starfsemi TV verið með miklum blóma sem útilokað er að toppa. Skákkennsla og unglingastarf var einn af mestu burðarásum í starfi TV og mikil þörf að koma skák- kennslu í gang á nýjan leik. Miklar breytingar hafa orðið í forystusveit félagsins síðustu ár og öflugir einstaklingar flutt úr bæjarfélaginu en eru áfram félagsmenn og í góðu sambandi. Félagið mun senda eina sex manna sveit á Íslandsmót skákfélaga 2015 til 2016, en fyrrihluti mótsins fer fram 25.-27. sept. nk. í Rimaskóla í Reykjavík. Vegna mikillar vinnu við skipulagningu og þátttöku í Íslandsmótinu var ákveðið sl. vor að senda ekki sveit í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga en þar hefur átta manna sveit félagsins, sem skipuð hefur verið innlendum og erlendum skákmeisturum, verið í 2-3 sæti nokkur undanfarin ár. Aðalfundur TV var haldinn 5. sept. sl. Ægir Páll Friðbertsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og voru honum færðar þakkir fyrir mikið og gott starf. Í stjórn voru kjörnir Arnar Sigurmundsson, formaður, Karl Gauti Hjaltason, gjaldkeri, Sigurjón Þorkelsson, ritari, Þórarinn Ingi Ólafsson og Stefán Gíslason. Skoðunarmaður var kjörinn Ægir Páll Friðbertsson. Arnar hefur lengi verið viðloðandi Taflfélagið og var síðast formaður fyrir 53 árum. Eftir rétt ár verða liðin 90 ár frá stofnun fyrsta Taflfélags Vestmanna- eyja, en stofnfundur þess var haldinn 29. ágúst 1926. Ákveðið var að minnast þessa merka atburðar í skáksögu Eyjanna í september 2016 og var kosin sérstök afmælis- nefnd á aðalfundinum. Þau sem mættu: Neðsta röð frá vinstri: Brynjar, Jan, María, Hafþór, Hildur Dögg og Davíð Þór. 2. röð frá vinstri: Aníta, Garðar, Kristín, Sigríður Ósk, Erla Signý, Kristjana, José, Anna Ester, Grétar Þór, Eva María, Birna, Thelma, Steinunn Hödd, Hjördís, Helena Ósk, Hilmar og Guðrún. 3. röð frá vinstri: Guðrún Lena, Lárus, Bryndís, Hafliði, Birgir Már, Björgvin Már, Jóhann, Ólafur Stefnir, Hallur, Orri, Einar Páll, Tinna, Bjarni Geir, Guðjón Vídalín, Alexandre, Þorgils Orri og Ragnar. Árgangur '86 fór að sjálfsögðu á kostum Hauststarfsemi Taflfélagsins að fara af stað: Eftir rétt ár verða liðin 90 ár frá stofnun fyrsta Taflfélags Vestmannaeyja :: Ægir Páll hættir sem formaður :: Arnar Sigurmundsson tekur aftur við eftir 53 ár Páll Magnússon og Karl Gauti Hjaltason á skákmóti þar sem þeir tefldu fyrir hönd Taflfélags Vestmannaeyja. Lögreglan :: Helstu verkefni vikunnar: Truflaði lögreglu við að sinna veikum manni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.