Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. september 2015 Það var áfall í augum margra Eyjamanna þegar Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja (HSVE) var sameinuð Heilbrigðsstofnun Suðurlands (HSU) síðasta haust. Áður en það gerðist hafði rekstur HSVE dregist verulega saman frá árinu 2008. Sólar- hringsvakt á skurðstofunni var hætt 2013 og starfsfólki hafði fækkað. Fastráðnum læknum fækkaði og eiginfjárstaðan var neikvæð um rúmar hundrað milljónir. Það má því segja að reksturinn hafi verið í hálfgerðri upplausn þegar HSVE sam- einaðist HSU sem sumir vilja kalla hreina yfirtöku því öllu sé stjórnað frá Selfossi. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þjónustan er ekki eins góð og æskilegt er og gjörsamlega óþolandi að verðandi mæður og fjölskyldur þeirra skuli þurfa að eyða dögum og jafnvel vikum uppi á landi þegar fæðing er í vændum. Það er ekki síður ömurlegt að búa á eyju vitandi það að ekki er til staðar bráða- þjónusta skurðlæknis og svæfingalæknis. En þarna er ekki við starfsfólk eða stjórnendur stofnunarinnar að sakast, við verðum að sækja á stjórnmálamennina og koma því til skila með ákveðnum hætti að við sættum okkur ekki við óbreytt ástand. Ítrasta krafa er að hér verði fullkomin bráðaþjón- usta og sjúkraflugvél. Þetta er ekki vandamál Eyjamanna einna því íslenska heilbrigðiskerfið hefur tekið dýfu frá hruni 2008 en virðist vera að rofa til og það verðum við að gæta þess að vera með í pakkanum þannig að við fáum þá þjónustu í heilbrigðismálum sem okkur ber. Það getur tekið ár en aldrei má slá af kröfunum, sem er fullmannaður spítali og bráðaþjón- usta. Eins og nefnt er hér að framan voru Eyjamenn ekki sáttir við þá stöðu sem nú er í heilbrigðismálum. Þær eru margar sögurnar sem fara um bæinn um að þjónustu sé ábótavant og sjaldan sé sami læknirinn til staðar. Því verður ekki á móti mælt að læknum sem búsettir eru í Vestmannaeyjum hefur fækkað en sú þróun var búin að eiga sér stað fyrir sameiningu. Eflaust hefði mátt gera betur í tíð gömlu stofnunarinnar að halda í lækna og fá hingað nýja en við ramman reip er að draga því þetta er sama þróun um allt land. Tekur á að snúa henni til betri vegar. Það sem við verðum að gera er að horfast í augu við stöðuna eins og hún er. Er hún eins slæm og af er látið? Í dag er stofnunin, auk fastráðinna lækna, mönnuð af læknum sem ýmist vinna í verktöku eða eru í hlutastarfi. Reglulega koma hingað sérfræð- ingar og fram- undan er fjölbreyttari þjónusta, m.a. sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga og fjölskyldur þeirra og sérfræðimóttöka kvensjúkdóma- læknis. Styrkur stofnunarinnar í Eyjum er að eiga öflugt fólk. Hjalti Kristjánsson, heimilislæknir, stendur hér enn vaktina og það sama gera Eydís Ósk Sigurðardóttir, rekstrarstjóri í Vestmannaeyjum og Guðný Bogadóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslu. Anita Ársælsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, er nýtekin við starfi hjúkrunardeildarstjóra á sjúkradeild og einnig er búið að ráða nýjan aðstoðarhjúkrunardeildarstjóra sem kemur ofan af fastalandinu en á ættir að rekja til Eyja. Hjörtur Kristjánsson er framkvæmdastjóri lækninga á HSU, þ.e.a.s. fyrir stofnunina í heild sinni. Styrmir Sigurðsson, sjúkraflutningamaður með meiru, var sl. vor ráðinn sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá HSU á öllu Suðurlandi. Ásamt fleiru góðu fólki eru þetta lykilstarfsmenn hjá HSU og búsettir í Vestmannaeyjum sem skiptir máli. Nýjustu tíðindi eru síðan að búið er að ráða tvo nýja heilsugæslulækna sem koma inn eftir áramót og verða með búsetu í Eyjum. Eftir að sameining varð að veruleika virðist þjónusta heil- brigðisstofnunarinnar smám saman vera að eflast eftir brotlendingu í kjölfar hrunsins. Mikilvægt er að halda áfram þeirri uppbyggingu og sækja fast úrbætur hvað varðar fæðingarþjónustu og fyrirkomulag sjúkraflugs. Samantekt Eyjafrétta á sameiningu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands: Margt hefur breyst til betri vegar og bætt og meiri þjónusta handan hornsins Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Þær eru margar sögurnar sem fara um bæinn um að þjónustu sé ábótavant og sjaldan sé sami læknirinn til staðar. Því verður ekki á móti mælt að læknum sem búsettir eru í Vestmannaeyjum hefur fækkað en sú þróun var búin að eiga sér stað fyrir sameiningu. Eflaust hefði mátt gera betur í tíð gömlu stofnunarinnar að halda í lækna og fá hingað nýja en við ramman reip er að draga því þetta er sama þróun um allt land. Tekur á að snúa henni til betri vegar. ” HSU í Vestmannaeyjum er fjölmennur vinnustaður og hér má sjá hluta starfsfólksins sem var að störfum í gærmorgun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.