Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. september 2015 Tinna Tómasdóttir er talmeina- fræðingur með aðstöðu á HSU Vestmannaeyjum. Það er nóg að gera og til hennar leitar fólk á öllum aldri. Tinna lærði í Danmörku. „Ég útskrifaðist frá Syddansk Universitet í Odense í byrjun árs 2012. Þetta er þriggja ára BA nám og tveggja ára mastersnám en fyrir var ég með kennarapróf,“ sagði Tinna þegar hún var spurð um námið. En af hverju talmeinafræði? „Mér hefur alltaf þótt talmeina- fræði mjög spennandi. Að fá tækifæri til að vinna með börnum með málþroskavanda og fullorðnum með tjáskipta- og málerfiðleika eftir áföll og sjúkdóma, heillaði mig..“ Tinna, sem er í sambúð með Bjarna Ólafi Marinóssyni, verkefna- stjóra hjá Vestmannaeyjabæ, sagði það alltaf hafa verið stefnuna að flytja aftur heim að loknu námi. „Ég vissi að það vantaði talmeinafræð- ing í Vestmannaeyjum og við erum bæði fædd og uppalin hér. Ég byrjaði að vinna hjá bænum en er núna sjálfstætt starfandi með skrifstofu á HSU hér í Eyjum þar sem ég er með talþjálfun. Nú kem ég inn í Grunnskólann og leik- skólana sem verktaki fyrir bæinn og sinni þar greiningum og ráðgjöf.“ Tinna sagði nóg að gera. „Það er alveg brjálað að gera og langir biðlistar, upp undir eitt ár eftir að fólk er búið að fá greiningu,“ sagði Tinna sem er ánægð í starfi. „Talmeinafræðin er skemmtilegt starf og gefandi en líka krefjandi. Ég er í góðu sambandi við læknana hér. Eftir greiningu þarf tilvísun frá þeim til að komast að í þjálfun og þessi tengsl flýta fyrir öllu ferlinu. Svo hafa læknar leitað til mín t.d. þegar börn hafa ekki komið vel út úr málþroskaprófum eða óskað eftir ráðgjöf ef sjúklingar þurfa mál- örvun eftir til dæmis áföll og þá er gott að vera á staðnum,” sagði Tinna að endingu. Tinna Tómasdóttir, talmeina- fræðingur er með þjónustu á HSU: Alveg brjálað að gera og langir biðlistar :: Upp undir eitt ár eftir að fólk er búið að fá greiningu Thelma Gunnarsdóttir sálfræð- ingur er nýtekin við starfi á HSU í Vestmannaeyjum, sem er ný þjónusta, í samstarfi við HSU á Selfossi. Hún starfaði hjá Vestmannaeyjabæ sem sál- fræðingur við skóla og félags- þjónustu frá árinu 2007 en fékk löggildingu sem sálfræðingur í byrjun árs 2008. Til viðbótar stundaði Thelma sérnám í hugrænni atferlismeðferð árin 2012 og 2013. Hún er nú í ársleyfi frá störfum þar. Í núverandi starfi hjá HSU er henni ætlað að sinna meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Að auki rekur Thelma sálfræðistofu fyrir fullorðna sem einnig er staðsett á sjúkrahúsinu. Þar sinnir hún m.a. þjónustuþegum Virk starfsendurhæfingar auk þeirra sem leita til hennar upp á eigin spýtur. „Það var nóg að gera hjá Vest- mannaeyjabæ og mér líkaði vel að starfa þar. Starfið var að stórum hluta fólgið í greiningum og ráðgjöf vegna barna í leik- og grunnskóla auk virks samstarfs við félags- þjónustu. Þar vann ég með góðu fólki bæði í Ráðhúsi og í skólunum sem ég veit að ég á eftir að sakna. Það starf leggst ekki af þó ég flytji mig um set. Það er fullur vilji til að halda þar uppi góðri þjónustu, búið er að auglýsa stöðuna og hugsan- lega býðst mér að taka verkefni þar áfram. Mér fannst spennandi að fá að breyta til og vinna í teymi með öðrum sálfræðingum þegar ákveðið var að bjóða upp á sálfræðiþjónustu við HSU hér í Eyjum,“ segir Thelma sem er í 50% starfi við stofnunina. „Ég kem til með að vinna með teymi á Selfossi sem í eru tveir reyndir sálfræðingar, Ari Berg- steinsson og Íris Böðvarsdóttir auk Eyglóar Aradóttur, barnalæknis. Okkur er ætlað að sinna tilvísunum frá læknum, skóla og félagsþjón- ustu vegna barna og unglinga að 18 ára aldri. Teymið sinnir öllu Suðurlandi, frá Þorlákshöfn að Höfn. Eftir að heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum var færð undir HSU var ákveðið að bæta við hálfri stöðu sálfræðings sem yrði staðsettur í Eyjum og að hluta til á Selfossi segir Thelma”. En er hálft starf nóg? „Þetta er a.m.k. hálfu starfi meira en áður var. Almennt er stefnt að aukinni sálfræðiþjónustu á heilsugæslu- stöðvum svo mögulega verður starfshlutfallið aukið í framtíðinni. Ég geri ráð fyrir að það taki tíma að þróa starfið hér og finna út hver þörfin er. Sjálf er ég aðeins búin að vera hér í tvær vikur og er enn að setja mig inn í hlutina. Þetta er aðeins öðruvísi umhverfi og áherslur en ég er vön en í grunninn eru störfin lík. Á Selfossi er áralöng reynsla á þessari þjónustu sem verður áhugavert að kynnast nánar og fá að nýta okkur hér.“ Thelma hefur meðfram vinnu verið með sálfræðistofu fyrir fullorðna á sjúkrahúsinu frá byrjun síðasta árs og því heldur hún áfram. „Það var hluti af sérnámi í HAM að hafa fullorðna í meðferð og þar upphófst sú vinna. Nú í lægra starfshlutfalli sé ég fram á að geta sinnt því betur,“ segir Thelma að lokum. Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur :: Ný þjónusta :: 50% starf :: Ráðgjöf fyrir börn og unglinga: Stefnt að aukinni sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum :: Mögulega verður starfshlutfallið aukið í framtíðinni :: Rekur líka sálfræðistofu fyrir fullorðna Thelma Gunnarsdóttir, sálfræðingur. Tinna Tómasdóttir, talmeinafræðingur. Á HSU Vestmannaeyjum er starfandi mjög öflugur hópur sjúkraþjálfara, þau eru fimm í tæplega fjórum stöðugildum. Deildin hefur verið að eflast frá því Elías Jörundur Friðriksson og Anna Ólafsdóttir hófu störf 1994 og 1995. Anna Hulda Ingadóttir byrjaði 2004, Kolbrún Sól Ingólfsdóttir 2006 og Hildur Sólveig Sigurðardóttir 2007. Starfsemi sjúkraþjálfara í Vest- mannaeyjum er mjög fjölbreytt en hlutverk þeirra er fyrst og fremst að greina og meðhöndla hreyfitruflanir og orsakir þeirra, hjá fólki sem er allt frá því að vera rúmliggjandi á sjúkrahúsum til þess að vera keppnisfólk í íþróttum. Þar að auki fást sjúkraþjálfarar við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem með truflun á hreyfingu geta raskað lífi einstaklingsins. Sjúkraþjálfun á sjúkradeild og heilsugæslu Starfsemi sjúkraþjálfara við Heilbrigðisstofnunina er í raun margþætt. Á sjúkradeild sinna sjúkraþjálfarar endurhæfingu inniliggjandi sjúklinga. Á sjúkra- deild HSU Vestmannaeyjum eru þau með daglega setleikfimi, sinna pöntun hjálpartækja og fara í heimilisathuganir þegar þess gerist þörf. Einn sjúkraþjálfari starfar í hlutastarfi sem hreyfistjóri á heilsugæslunni og sinnir hreyfi- seðlaverkefninu en það felst í því að læknir ávísar einstaklingum í hreyfingu með eftirliti sjúkraþjálf- ara þar sem hreyfing hefur sam- kvæmt vísindalegri reynslu getað dregið úr fjölmörgum einkennum m.a. ýmissa hjarta- og æðasjúk- dóma og andlegra sjúkdóma. Sjálfstætt starfandi Sjúkraþjálfararnir eru þess utan sjálfstætt starfandi og taka við skjólstæðingum sem vísað er af læknum í sjúkraþjálfun vegna ýmissa vandamála. Sjúkraþjálfarar eru einnig með hina ýmsu leikfimishópa á borð við hjarta- og lungnahóp, gigtarhóp og sundleikfimishóp. Einnig hafa Elías og Hildur Sólveig verið að taka út vinnustaði, kenna hléæfingar og fræða um réttar vinnustellingar, Elías hefur t.a.m. verið að kenna á námskeiði fyrir fiskverka- fólk þar sem slík störf geta verið einhæf og líkamlega lýjandi og bendir hann á leiðir til að vinna gegn því. Sjúkraþjálfararnir eru sammála um að sjúklingar leiti til þeirra í meira mæli áður en farið er t.d. inn á Reykjalund til undirbúnings fyrir dvölina þar og jafnframt er starfsfólk Landspítala farið að útskrifa sjúklinga fyrr heim en tíðkaðist hér áður í kjölfar stórra aðgerða og því nauðsynlegt að fólk fái viðeigandi endurhæfingu í sinni heimabyggð. Þau eru einnig í samstarfi við Virk sem miðar að því að hjálpa fólki að komast út á vinnumarkaðinn. Vestmannaeyingar eru vel settir með sjúkraþjálfun og fjölgun í faginu hefur verið í réttu hlutfalli við þá vitundarvakningu sem orðin er í samfélaginu, að fólk leiti sér fyrr aðstoðar í stað gömlu leiðar- innar, að harka af sér sem leiðir oft af sér enn verri vandamál. Að sama skapi hefur orðið mikil viðhorfs- breyting hvað varðar almenna hreyfingu og koma sjúkraþjálfarar gjarnan að ráðleggingum varðandi þjálfun, taka þol- og styrktarpróf og aðstoða við gerð þjálfunaráætlana, sjá um endurhæfingu í kjölfar álagsmeiðsla og svo mætti lengi telja. Sjúkraþjálfararnir eru öll sammála um að starfið sé fjölbreytt og afskaplega þakklátt. HSU :: Öflugur hópur sjúkraþjálfara: Fjölgun í réttu hlutfalli við þá vitundar- vakningu sem orðin er í samfélaginu :: Fólk leitar sér fyrr aðstoðar í stað gömlu leiðarinnar, að harka af sér Sjúkraþjálfarar á HSU í Vestmannaeyjum. Frá vinstri, Elías Jörundur Friðriksson, Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, Anna Hulda Ingadóttir, Anna Ólafsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.