Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. september 2015 ÍBV liðið fór vel af stað í Olís deild kvenna þegar deildin hófst á laugardaginn. Sigruðu Fram sem er spáð öðru sæti en ÍBV er spáð því fimmta. Ester Óskarsdóttur, fyrirliða ÍBV, líst vel á deildina og veturinn sem framundan er en telur að deildin verði mun jafnari í ár en áður. „Mér líst nokkuð vel á veturinn, okkur var spáð fimmta sæti sem er bara fínt, spá er alltaf bara spá. Þetta eru bara lið á blaði en þarf alls ekki að endurspegla stöðuna í lok tímabils,“ sagði Ester. Hver eru markmið liðsins fyrir tímabilið? „Að minnsta kosti einn titill, er það ekki rökrétt? Við viljum að sjálfsögðu vera ofar en neðar. Einnig er alltaf gott að ná í topp fjóra svo við fáum heimaleikjarétt- inn í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar. Svo er markmiðið að komast einning í „final four“ í bikarkeppn- inni.“ ÍBV hefur misst sjö leikmenn en aðeins fengið einn leikmann til liðs við sig. Ester segir að hópurinn hafi að sjálfsögðu þynnst við þessar breytingar en allar í hópnum eru nokkuð heilar í dag. „Við náum í tvö lið á æfingum sem er mjög mikilvægt. Svo krossum við fingur, vonum að við verðum heppnar og sleppum við stórvægileg meiðsli. Þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Ester. Eru komnar nýjar áherslur með nýjum þjálfara? „Að sjálfsögðu koma alltaf einhverjar nýjar áherslur. Sem er bara jákvætt. Þjálfaraskipti eru til þess að breyta og bæta eitthvað.“ Í fyrsta leik mættu stelpurnar Fram sem spáð var öðru sæti, spiluðu frábærlega og sigruðu 21-24 og segir Ester að liðið geti tekið mikið með sér úr þeim leik. „Vörnin var frábær, það voru allar sem lögðu sig 100% fram í þetta verkefni, innan vallar sem og á bekknum. Bekkur- inn á mikið hrós skilið. Liðsheildin, baráttuviljinn og gleðin var til staðar og það er eitthvað sem ætlum að halda áfram að vinna með, það fleytir okkur langt.“ Ester Óskarsdóttir, fyrirliði: Gott að ná í topp fjóra og fá heima- leikjaréttinn :: Markmiðið að komast einnig í „final four“ í bikarkeppninni GÍGja ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Hanboltahjónin Ester Óskarsdóttir og Magnús Stefánsson framlengdu samninga sína við ÍBV í sumar. Hér eru þau við undirskriftina ásamt dóttur sinni Bríet Ósk, Valgerði Guðjónsdóttur handknattleiksráðs- konu og Ingólfi Arnarssyni, herra Pepsi í Vestmannaeyjum. Verkamenn  Vinnslustöðin hf. óskar eftir að ráða  skilvindumann og verkamenn í  Fiskimjölsverksmiðju  Meginverkefni:   Vinna í framleiðslu á mjöl og lýsi  m.a. í vaktavinnu.   Ýmis viðhaldsverkefni.  Hæfniskröfur:   Hæfni í mannlegum samskiptum   Frumkvæði og sjálfstæði í  vinnubrögðum   Heiðaleiki og nákvæmni   Stundvísi og reglusemi    Í  umsóknum  þurfa  að  koma  fram  ítarlegar  upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf.      Upplýsingar gefur Unnar Hólm  aðstoðarverksmiðjustjóri, unnarh@vsv.is / 692‐ 1281. Þú sækir um með því að senda tölvupóst á  vsv@vsv.is  eða í gegnum heimasíðu VSV,  www.vsv.is.  Umsóknarfrestur rennur út  fimmtudagin 24. september  nk.    Vinnslustöðin hf..  Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjar  Sími 488 8000 • vsv@vsv.is  • www.vsv.is  V Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma mín, dóttir okkar og systir okkar Dóra Björk Gústafsdóttir lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 13. september s.l. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 26. september kl. 13.00. Jón Ólafur Daníelsson, Daníel Freyr Jónsson, Svava Björk Daníelsdóttir, Tanja Rut Jónsdóttir, Guðný Ósk Jónsdóttir, Einar Þór Jónsson, Guðný I. Óskarsdóttir, Einar Steingrímsson, Gústaf Andrésson, Guðrún Erla Gústafsdóttir, Alfreð Halldórsson, Gústaf Adolf Gústafsson, Guðný Halldórsdóttir, Dóra Hrönn Gústafsdóttir, Valdimar Tryggvason og aðrir aðstandendur. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Margrét Kristjánsdóttir Brekastíg 25 / s. 481-2274 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kristniboðssjóður HvítasunnuManna Sigurbjörg Jónasdóttir sími 481-1916 Anna Jónsdóttir sími 481-1711 Magnús Jónasson sími 481 2444 Allur ágóði rennur til kristniboðs. Minningarkort sigurðar i. Magnússonar björgunarfélags vestMannaeyja Emma Sigurgeirsdóttir s. 481-2078 Þóra Egilsdóttir s. 481-2261 Sigríður Magnúsdóttir s. 481-1794 Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389 Minningarkort krabbavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Guðbjörg Erla Ragnarsd Brekastíg 30 / sími 588 3153 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219 Minningasjóður ingibjargar Marinósdóttur - ÞroskaHjálp í vestMannaeyjuM- Ólöf Margrét Magnúsdóttir s. 861-3245 Unnur Baldursdóttir s. 481-2081/897-2081 Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.