Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 20
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19 VikuTILBoð 10. til 28. september 2015 SuSHI frá osushi kemur til okkar á föstudögum kl. 17.00 með flugi! Tökum pantanir ! Nestle barnamatur verð nú kr 298,- verð áður kr 388,- Sigdal hrökkkex verð nú kr 498,- verð áður kr 598,- Þrif heimilisklútar verð nú kr 368,- verð áður kr 458,- Maryland kex verð nú kr 158,- verð áður kr 198,- Búrf hrossabjúgu 4 stk verð nú kr 279,- verð áður kr 558,- Glútenfría hrískökur verð nú kr 149,- verð áður kr 218,- Ballerinakex verð nú kr 228,- verð áður kr 298,- Sveitabiti 1 kg verð nú kr/kg 1198,- verð áður kr/kg 1578,- Búrf bláberjalæri verð nú kr/kg 1398,- verð áður kr/kg 1898,- Hagnaður Ísfélags Vestmanneyja árið 2014 var 24,8 milljónir dollara, eða sem nemur tæpum 3,2 milljörðum íslenskra króna. Eignir samstæðunnar í lok árs voru 279,8 milljónir dollara, eða um 36,8 milljarðar íslenskra króna. Bókfært eigið fé í árslok var 130,6 milljónir dollara, eða tæpir 17 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall félagsins var 48,1%. Þetta kemur fram á Vísi.is og sagðist Stefán Friðriksson, framkvæmda- stjóri Ísfélagsins engu hafa við þetta að bæta. Ísfélagið er með starfsemi í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Skip félagsins eru uppsjávarskipin Álsey VE, Heimaey VE og Sigurður VE og togskipin Dala Rafn VE og Suðurey VE. Sigurður VE bættist í flota félagsins á síðasta ári og er eitt öflugasta uppsjávarskip landsins. Laun og launatengd gjöld sam- stæðunnar voru 25,8 milljónir dollara, rúmir 3,3 milljarðar íslenskra króna. Ársverk samstæðu voru samtals 283, ársverk móður- félags voru 270 og fækkaði um 20 milli ára. Hluthöfum fækkaði um tvo á árinu og voru 137 í lok árs. ÍV fjárfest- ingarfélag ehf. á um 88% útistand- andi hlutafjár og er eini hluthafi félagsins sem á yfir 10% hlut. ÍV samstæðan á dótturfélögin Dala Rafn ehf. og Fiskmarkað Þórshafnar ehf. Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda samstæðunnar á árinu 2014 námu 1,4 milljónum dollara, eða 180 milljónum íslenskra króna. Aflahlutdeild og aflamark Ísfélags- ins var á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 31. ágúst sl., í loðnu tæp 20%, norsk-íslenskri síld, 20,2%, og síld 13,2%. Í stjórn eru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður, Guðbjörg M. Matthíasdóttir, Sigurbjörn Magnússon, Þórarinn Sigurðsson og Einar Sigurðsson. Stjórnendur félagsins eru Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri, Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og Örvar Guðni Arnarson fjármálastjóri. Framleiðslustjórar í Vestmannaeyjum eru Björn Brimar, framleiðslustjóri í frystihúsi og Páll Scheving, fram- leiðslustjóri í mjölverksmiðju. Framleiðslustjórar á Þórshöfn eru Rafn Jónsson, framleiðslustjóri í mjölverksmiðju og Siggeir Stefáns- son, framleiðslustjóri í frystihúsi. Ísfélag Vestmannaeyja :: Hagnaður 3,2 milljarðar: Laun og launatengd gjöld rúmir 3,3 millj- arðar íslenskra króna :: Ársverk samstæðu samtals 283 :: Fækkaði um 20 milli ára Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Um síðustu helgi fóru allar starfskonur á Sóla á Hjallaráð- stefnu til Reykjavíkur. Sólasystur voru uppábúnar í anda 100 ára kosningaafmælis kvenna sem var þema ráðstefn- unnar. Þær hlýddu á mörg spennandi erindi, m.a. kynjafyrirlestur með Svandísi Önnu, Magga Pála var með kraftmikið erindi og Jóhann Ingi sálfræðingur sömuleiðis. Þar sem siglt var í Þorlákshöfn á fimmtudaginn þurftu þær að biðja foreldra að aðstoða sig í lok dags. Helga Björk, leikskólastýra, sagði að á Sóla væru einstakir foreldrar og vildi senda bestu þakkir til þeirra. Sólasystur á Hjallaráðstefnu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.