Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Uppgjör við 2015 og markmiðin fyrir 2016 hamingjUsamari nemendUr í fív >> 14 >> 16 Vestmannaeyjum 6. janúar 2016 :: 43. árg. :: 1. tbl. :: Verð kr. 450 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Áramótin fóru vel fram og venjunni samkvæmt í Vestmannaeyjum. Gamla árið var kvatt með brennu í Hásteinsgryfju og flugeldasýningu í umsjá Björgunarfélags Vestmannaeyja. Ný árið var svo boðið velkomið með hefðbundnum sprengingum. Í samtali við Adolf Þórsson, formann Björgunar- félagsins, sagði hann að flugeldasalan hefði verið á pari við síðustu ár. „Við erum alltaf sáttir en erum mjög sáttir í ár.“ Adólf sagðist ekki hafa heyrt af neinum slysum á fólki sem er ánægjulegt. Flugeldasalan verður svo opin fyrir þrettándagleðina á föstudaginn milli kl 13:00 og 19:00. M yn d / Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on Tekist á um ráðningu nýs slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlitsmanns: Öllum verkferlum fylgt :: bæði skráðum og óskráðum :: segir Ólafur Þór Snorrason framkvæmda- stjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs :: Bara „sumum“ fulltrúum kynntar fyrirhugaðar breytingar, segir minnihlutinn :: Málið aldrei rætt í ráðum Um áramótin lét af störfum sökum aldurs Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, eftir 44 ára starf. Við stöðu slökkviliðsstjóra tók Friðrik Páll Arnfinnsson en Stefán Örn Jónsson er áfram varaslökkvi- liðsstjóri. Flestir eru sammála um ágæti Friðriks Páls í stöðuna en ekki eru allir sáttir með hvernig staðið var að ráðningunni. Vefur Eyjafrétta hefur logað af skrifum að undanförnu vegna þessa. Allt hófst þetta á grein Georgs Eiðs Arnarssonar þann 30. desember. En þar segir hann m.a: „Þessu til viðbótar ganga síðan sögusagnir út um allan bæ um að starf slökkviliðsstjóra, sem hættir núna um áramótin vegna aldurs, standi ekki vara-slökkviliðsstjóra til boða, sem starfað hefur í slökkviliði Vestmannaeyja í yfir 40 ár, né heldur eigi að auglýsa stöðuna, heldur standi til að setja þetta mikilvæga starf í hendurnar á einhverjum úr hirðinni í kring um bæjarstjórann.“ Í kjölfarið kviknaði mikil umræða í bænum um ráðninguna. Í framhald- inu sá Stefán Örn Jónsson vara- slökkviliðsstjóri sig knúinn til að skrifa. Þar sver hann af sér að hafa verið boðin staðan heldur eingöngu tilkynnt um hver tæki við stöðunni. Þessu svarar Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, með grein. Þar kemur meðal annars fram að þegar slökkviliðsstjóri lét af störfum vegna aldurs þá var mat hans að rétt væri að sameina aftur stöðu slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlitsmanns. „Þannig kynnti ég afstöðu mína fyrir mínum yfirmönnum sem og fulltrúum í fagráðinu. Á báðum stöðum fékk ég stuðning við þessi áform.“ Svo virðist þó sem eingöngu fulltrúum meirihluta hafi verið tilkynnt þetta. Greinarskrifin, sem sprottið hafa af þessu máli, má lesa í heild sinni á blaðsíðum 2 og 6 í blaði vikunnar. annáll ársins 2015 :: fyrri hlUti >> 9

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.