Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Landakirkja Fimmtudagur 7. janúar Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. Sunnudagur 10. janúar Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta með miklum söng, sögu, leik og lofgjörð. Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni á þrettánda. Kl. 20.00 Fyrsti fundur ársins hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju/ KFUM&K í Safnaðarheimlinu. Mánudagur 11. janúar Kl. 13.30 Fermingarfræðsla Kl. 14.30 Fermingarfræðsla Kl. 17.00 Kirkjustarf fatlaðra. Kl. 20.00 Tólf spora andlegt ferðalag. Framhaldshópur Þriðjudagur 12. janúar Kl. 13.45 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 STÁ (1.-3. bekkur) Kl. 16.30 NTT (4. og 5. bekkur) Kl. 16.30 LK-Movie (6. og 7. bekkur) Kl. 20.00 Gídeon fundur Kl. 20.00 Samvera hjá Kvenfélagi Landakirkju Miðvikudagur 13. janúar Kl. 10.00 Bænahópur Kl. 10.00 Kaffistofan Kl. 17.30 Kyrrðarbæn Kl. 19.30. OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Viðtalstímar presta Landakirkju eru í Safnaðarheimilinu alla virka daga milli 11.00 og 12.00. Vaktsími er 488 1508. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíulestur og bænastund, Höldum áfram með Hebreabréfið. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma. Guðni Hjálmarsson prédikar, lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Mánudagur til laugardags kl. 20:00 Bænavika, biðjum fyrir landi, þjóð og fl. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Væri ekki ónýtt að drekka eina rauðvín með salvador Dalí Í miðri jólaösinni í enda desember fór fram skákþing Vestmannaeyja. Hinn gamalkunni skákmaður, stefán gíslason, sigraði og er því skák- meistari Vestmannaeyja 2015. stefán hefur lengi teflt með Taflfélaginu og tekið þátt í flestum mótum þess síðustu áratugi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur hinn eftirsótta titil. stefán hlaut 4 vinninga af 5 mögulegum og varð einn efstur á skákþinginu. stefán er því Eyjamaður vikunnar. Nafn: Stefán Gíslason. Fæðingardagur: 6. janúar 1950. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Makalaus í augnablik- inu að minnsta kosti, en bý með kettinum Góða Dátanum Svejk. Uppáhaldsmatur: Piparsteik a la Pálmi Lór. Uppáhalds vefsíða: https://www. facebook.com/ArtGuide/?pnref=- story Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Góð gömul Blues lög eru toppurinn. Aðaláhugamál: Skák, menning og list. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Það væri ekki ónýtt að drekka eina rauðvín með Salvador Dalí og Monulísu. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Tæland. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni: Gamanþættir og vísindaþættir. Hefur þú stundað skák lengi? Lærði mannganginn af pabba um 5 ára aldur, en fór ekki að tefla fyrir alvöru fyrr en 12 ára. Hvað er það skemmtilegasta við skákina? Félagsskapurinn og skákbrögðin á þeim hvítu og svörtu reitum.Stefán Gíslason er Eyjamaður vikunnar Íbúð til leigu Lítil stúdíóíbúð til leigu. Hentar fyrir einn einstakling, laus í janúar. Uppl. í s. 698-2993 ------------------------------------------- Íbúð óskast Lítil fjölskylda óskar eftir 3-4 herbergja íbúð til langtímaleigu sem fyrst. Nánari upplýsingar í síma 665 9014. ------------------------------------------- Til leigu 2ja herbergja íbúð til leigu að Illugagötu 7, jarðhæð, laus strax. Einnig til leigu tvö herbergi. Hjá sama aðila fást gefins túbusjónvörp. Uppl í s.899-2582, Árný ------------------------------------------- Stúlku vantar í þrif Ég er öryrki og vantar stúlku í þrif einu sinni í viku, til bráðabirgða. Uppl. í s.893-4016. Óskar Ísak Brynjarsson fæddist þann 12. apríl 2015. Foreldrar hans heita Brynjar Ólafsson og Ragnheiður Lind Geirsdóttir. Þau eru búsett í Kópavogi. nýr Eyjamaður Jólin eru senn á enda og við tekur frábær fjölskylduhátíð sem allir bíða eftir og þá sérstaklega börnin, Þrettándagleðin. Flest börn eru spennt yfir þeim furðuverum sem þá mæta, vinum sínum jólasvein- unum og Grýlu og Leppalúða og er spennan yfirþyrmandi hjá flestum Við erum einstaklega heppin að hafa jólaendinn svona frábæran eins og hann er. Hátíðin er einstök og setur skemmtilegan svip á menn- ingu Vestmannaeyja. Fólk flykkist ofan af landi til að sjá og upplifa þetta kvöld, kveðja jólasveinana sem komu og gáfu flestöllum börnunum eitthvað fallegt í skóinn, sjá Grýlu og Leppalúða og vona að þau taki ekki einhvern með sér upp í fjall. Öll tröllin eru hræðileg en samt svo spennandi að hitta. Já það langar öll börnin að koma við, labba með og tala við þessa rauðklæddu karla, ljótu tröllin og grimmu Grýlu. Hinum megin við bandið standa mörg hundruð börn og bíða spennt eftir að einhver af þessum fígúrum labbi framhjá þeim og heilsi þeim, klappi þeim á kollinn og TAKI eftir þeim. Ég á sjálf þrjár stelpur sem bíða spenntar og hræddar eftir eftir- tektinni. Alltaf eru einhver börn sem fá að labba með jólasveinunum og einhverjum tröllum en stað- reyndin er sú að það virðist bara vera í boði fyrir suma, sem mér finnst mjög skrítið og velti því fyrir mér hvort hátíðin sé ekki fyrir alla. Erum við að kenna börnunum okkar að sumir eigi skilið að vera með og leiða jólasveininn en aðrir ekki? Hvernig á að útskýra fyrir 4 - 9 ára barni að það megi ekki fara hinum megin við bandið, að það sé bannað, og svo horfir það á besta vininn hinum megin við bandið að leiða tröll eða jólasvein? Eða þá börnin sem standa í hnapp við bandið og eru svo óheppin, já ég segi bara óheppin, að við hliðina á þeim stendur einhver þekktur einstaklingur eða sonur/dóttir þekkts einstaklings og öll tröllin, jólasveinar, Grýla og Leppalúði koma og heilsa þessum einstakling eins og hann standi bara aleinn þarna og enginn í kring og sjá ekki að það er fullt af börnum sem standa með eftirvæntingu í augun eftir að fá smá athygli frá þessum furðuverum. Hin börnin sperrast upp og bíða eftir klappi, halló-i eða einhverju, en ekkert kemur og tröllið gengur framhjá án þess að líta við öðrum börnum en þeim sem þau þekkja og hafa jafnvel heilsað þeim með nafni, djókað í þeim eða gert eitthvað annað sem telst sniðugt. Ég veit alveg að tröllin þekkja suma betur en aðra en við verðum að gæta þess að þau upplifi ekki þennan mismun og þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju alltaf er verið að atast í vininum eða kallinum sem þau lentu við hliðina á, og þeim alltaf heilsað en svo er ekki litið við þeim. Að þeim finnist þau ekki utanveltu af því að vissir mega bara labba inn á svæðið og leiða jólasveininn, en ekki þau. Ég hef bannað mínum að fara inn á þar til eitt árið að ég ákvað að leyfa þeim að fara inn á, þar sem fleiri voru inni á. Um leið var komið með þau strax til baka og sagt að það væri ekki leyfilegt að fara inn fyrir bandið en á meðan voru fjölmörg börn inni á svæðinu. Mig langar að njóta þrettándans með börnum mínum og fjölskyldu. Mig langar að þurfa ekki að banna þeim eitthvað sem á að vera bannað en aðrir komast upp með að gera. Mig langar að sama gangi yfir öll börn sem koma, að upplifa gleðina sem fylgir Þrettándanum. Auðvitað eru ekki allir sem vilja fara inn fyrir bandið en ef það á að leyfa einum, leyfið þá öllum. Það hlýtur að vera hægt að koma því við að þeir sem vilja fái kannski að fara einn hring með jólasveininum eða smá spöl, bara svo þau standi nú ekki og suði í foreldrunum um að fá að fara inn fyrir, þannig að við þurfum ekki að koma með einverjar fáránlegar afsakanir fyrir því af hverju þau megi ekki fara inn á svæðið en öðrum sé það leyfilegt. Það þarf svo lítið til að gleðja blessuð börnin, bara eitt klapp á kollinn eða eitt HALLÓ. Því langar mig að biðla til allra þeirra sem komið geta skilaboðum til jólasveinanna, tröllanna, Grýlu og Leppalúða að það eru svo mörg börn sem bíða og bíða eftir smá eftirtekt, klappi á kollinn eða smá stríðni. Ég hef heyrt að sumir hafa farið heim með tárin í augunum af því að jólasveinninn heilsaði ekki eða að tröllið tók ekki eftir þeim í öll þessi skipti sem þau fóru framhjá en heilsuðu hins vegar fullorðna manninum sem stóð við hliðina á þeim eða jafnvel bara besta vininum sem þau voru með, til þess að njóta Þrettándans. Spennan sem hafði magnast upp fyrir þessum furðuverum varð að engu, þau fóru svekkt heim og voru jafnvel hálf fúl út í mömmu og pabba fyrir að leyfa þeim ekki að fara inn á svæðið. Er það ósk mín að þetta verði lagað, svo að öll börn fái að njóta þess sem Þrettándinn býður upp á. Það ætti ekki að vera mikið mál að laga þetta, bara ef viljinn er fyrir hendi. Með ósk um gleðilegt nýtt ár til ykkar allra og tilhlökkun til Þrettándans. Salóme Ýr Rúnarsdóttir. salóme Ýr rúnarsdóttir Leyfum öllum börnum að njóta Þrettándanns

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.