Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Page 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Í smærri samfélögum þar sem allir þekkja alla verður gjarnan deila um ráðningar í opinber störf. Er þetta ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki síðasta sem það gerist. Þess vegna er mikilvægt að verkferlar séu skráðir og fyrirfram ákveðnir. Þá er einnig til bóta ef pólitískir fulltrúar koma sem minnst nálægt ráðningu starfsmanna í almennum störfum. Pólitíkin kemur ekki nærri ráðningu á almennum starfsmönnum Ólíkt því sem margir halda þá er það þannig hjá Vestmannaeyjabæ að þar fara framkvæmdastjórar og forstöðumenn, eftir umboði, með ráðningar í störf. Ekki pólitískir fulltrúar eða bæjarstjóri. Í skráðri starfsmannastefnu segir: „Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunar- stöður svo sem framkvæmdastjóra fagsviða. Framkvæmdastjórar ráða aðra starfsmenn.“ Þetta eiga allir sem sitja í nefndum og ráðum að vera upplýstir um og því hreinlega óheiðarlegt að reyna að gera pólitíska fulltrúa ábyrga fyrir ráðningum eða starfsmanna- málum almennt. Best væri því að taka alla pólitík strax út úr um- ræðunni. Hún kemur hvergi nærri ráðningum né starfsmannamálum. Þar sem verið var að sameina störf, bar ekki að auglýsa Á seinustu dögum hefur sprottið upp nokkur umræða um ráðningu í stöðu slökkviliðsstjóra. Almenna reglan er sú að það beri að auglýsa allar stöður hjá Vestmannaeyjabæ áður en ráðið er í þær. Undantekn- ing er m.a. þegar stjórnandi lætur af störfum, ber framkvæmdastjóra að.. „meta þörf fyrir ráðningunni, þ.e. hvort hægt sé að hagræða í rekstri annaðhvort með tilfærslu á þeim starfsmönnum sem fyrir eru eða með því að leggja starfið niður.“ Það var og er mat undirritaðs sem framkvæmdastjóra umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja- bæjar að þegar slökkviliðsstjóri lét af störfum vegna aldurs þá væri rétt að sameina aftur stöðu slökkviliðs- stjóra og eldvarnaeftirlitsmanns. Slíkt myndi skila hagræðingu og styrkja faglega stöðu beggja hlutverka. Þannig kynnti ég afstöðu mína fyrir mínum yfirmönnum sem og fulltrúum í fagráðinu. Á báðum stöðum fékk ég stuðning við þessi áform. Þeim starfsmanni sem fyrir er verði boðið starfið Ástæðan fyrir því að þeim starfs- manni sem hingað til hefur farið með eldvarnareftirlit var boðin sameinuð staða slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns, var því einfaldlega sú að hann var fyrir í hluta af þessari stöðu. Honum var sem sagt boðið að halda áfram störfum í breyttu starfi. Fordæmi þessa eru víða og þarf undirritaður ekki að vísa í annað en eigið starf því þegar staða framkvæmdastjóra var sameinuð við stöðu hafnarstjóra var honum boðið að gegna því áfram í breyttri mynd. Slíkt var þá sem nú gert án auglýsingar. Einnig eru nýleg dæmi rekstrarstjóra Hraunbúða og forstöðumanns Hamars hæfingastöðvar þar sem störfum var breytt eða þau sam- einuð öðrum. Ef ekki hefði verið farin þessi leið hefði hugsanlega þurft að segja upp starfsmönnum eða störfum að hluta. Rétt og sanngjarnt 1. Það er rétt og sanngjarnt að líta til þess að við þessa ráðningu var öllum verkferlum - bæði skráðum og óskráðum - fylgt. 2. Það er því rétt og sanngjarnt að til baka verði dregin brigsl um að bæjarstjóri eða aðrir sem tengjast stjórnmálum hafi verið að hygla einhverjum úr meintri „hirð“ sinni. Hvorki bæjarstjóri né aðrir pólitískir fulltrúar tóku beinar ákvarðanir um þessa ráðningu. 3. Það er rétt og sanngjarnt að líta til þess að sá sem kemur nú til með að gegna stöðu slökkviliðs- stjóra og eldvarnaeftirlits var áður í hluta þeirrar stöðu en bætir nú við sig ábyrgð og verkum og verður staðan mjög svipuð þeirri stöðu sem fyrrverandi slökkviliðsstjóri gegndi þar til hann óskaði eftir að minnka við sig starfshlutfall, sem var veitt á grundvelli sömu reglna og greint var frá í upphafi. 4. Það er rétt og sanngjarnt að líta til þess að við sem vinnum sem embættismenn fyrir Vestmanna- eyjabæ, berum hag Vestmanna- aeyja fyrir brjósti. Við erum heiðarleg og viljum vinna störf okkar af sanngirni og réttsýni. Það getum við illa gert ef pólitísk afstaða þarf að liggja að baki öllum okkar ákvörðunum í starfsmannamálum. Að lokum óska ég öllum gleðilegs nýs árs. Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar Nýr slökkviliðsstjóri :: Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs: Öllum verkferlum bæði skráðum og óskráðum fylgt Í yfirlýsingu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar vegna ráðning- ar á slökkviliðsstjóra þar sem segir: „Það var og er mat undirritaðs sem framkvæmdastjóra umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja- bæjar að þegar slökkviliðsstjóri lét af störfum vegna aldurs þá væri rétt að sameina aftur stöðu slökkviliðs- stjóra og eldvarnareftirlitsmanns. Slíkt myndi skila hagræðingu og styrkja faglega stöðu beggja hlutverka. Þannig kynnti ég afstöðu mína fyrir mínum yfirmönnum sem og fulltrúum í fagráðinu. Á báðum stöðum fékk ég stuðning við þessi áform.“ Undirritaðir vilja af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: Ráðning slökkviliðsstjóra hefur aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis- og skipulagsráði eða hafnar- og framkvæmdaráði. Öðru hefur verið haldið fram í fjöl- miðlum. Nauðsynlegt er að starfsmenn Vestmannaeyjabæjar vandi vinnu sína og greini rétt frá. Stefán Jónasson oddviti E- Listans og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Georg Eiður Arnarson varabæjarfulltrúi E-listans og fulltrúi í hafnar- og framkvæmdaráði. Nýr slökkviliðsstjóri :: Yfirlýsing vegna ummæla framkvæmda- stjóra umhverfis- og framkvæmda- sviðs Vestmannaeyjabæjar: Aldrei rætt í fagráðum bæjarins Vegna skrifa fulltrúa E-listans um sameiningu starfs slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlitsmanns, vilja undirritaðir taka fram að fram- kvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja- bæjar upplýsti okkur um fyrirhug- aðar breytingar er varða sameiningu starfs slökkviliðsstjóra og starf eldvarnaeftirlitsmanns. Líkt og hann hélt fram í grein sinni í Eyjafréttum.is og Eyjar.net. Þetta gerði hann, okkur til upplýsinga líkt og hann gerir með mörg önnur mál sem í gangi eru innan sviðsins, utan dagskrár, á fundum ráðsins. Því er rétt, eins og fram kemur í grein framkvæmdastjóra, að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhug- aðar breytingar og einnig er rétt, eins og fram kemur í skrifum fulltrúa E-listans, að „Ráðning slökkviliðsstjóra hafi aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis- og skipulagsráði eða hafnar- og framkvæmdaráði. „Enda ber framkvæmdastjóra engin skylda til að leita samþykkis pólitískra fulltrúa á slíku þar sem starfs- mannamál falla ekki undir valdsvið ráðsins. Hins vegar er alrangt að halda því fram að öðru hafi verið haldið fram í fjölmiðlum. Nauðsyn- legt er að pólitískir fulltrúar vandi vinnu sína og greini rétt frá. Sigursveinn Þórðarson formaður framkvæmda- og hafnarráðs Jarl Sigurgeirsson varaformaður framkvæmda- og hafnarráðs. Formenn framkvæmda- og hafnarráðs: Vorum upplýstir um sameiningu starfanna Vegna skrifa Sigursveins Þórðar- sonar, formanns og Jarls Sigurgeirs- sonar, varaformanns framkvæmda- og hafnarráðs, þar sem fram kemur að framkvæmdastjóri sviðsins hafi upplýst þá, formenn ráðsins, um fyrirhugaðar breytingar varðandi starf slökkviliðsstjóra. Það getur verið rétt, en þær voru aldrei kynntar undirrituðum, eins og kemur réttilega fram hjá formönnunum! Í yfirlýsingu formannanna segir: „Því er rétt eins og fram kemur í grein framkvæmdastjóra að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar og einnig er rétt eins og fram kemur í skrifum fulltrúa E-listans að „Ráðning slökkviliðsstjóra hafi aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis og skipulagsráði eða hafnar og framkvæmdaráði.”” Finnst þessum ágætu formönnum rétt af framkvæmdastjóra sviðsins að segja í skrifum sínum að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar ef hann hefur eingöngu kynnt þær sumum fulltrúum ráðsins? Okkur finnst það rangt og það beri einfaldlega að leiðrétta! Öll laus störf skulu auglýst Í starfsmannastefnu Vestmannaeyja- bæjar segir orðrétt: „Öll laus störf hjá Vestmanna- eyjabæ önnur en afleysingarstörf skulu auglýst í samráði við viðkomandi stjórnendur.“ Væri kannski ráð að formennirnir könnuðu hvort starf slökkviliðs- stjóra hefði verið auglýst til umsóknar? Svo er líka spurning hvort ekki sé eðlilegt að ræða það í fagráðum ef sameina á störf? Er nokkuð bannað að hafa skoðun á því? Stefán Jónasson Georg Arnarson Nýr slökkviliðsstjóri :: Yfirlýsing vegna ummæla formanna framkvæmda- og hafnarráðs: Kynnti „sumum“ fulltrúum fyrirhugaðar breytingar Eyjafréttir - vertu með á nótunum! Stefán Örn Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.