Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Í ár eru 43 ár frá upphafi Heima- eyjargossins. Það er meira en við hæfi að minnst dagsins í Eld- heimum. Á dagskránni verða nokkur tónlistaratriði við hæfi sem og sögur úr gosinu. Þeir sem vilja flytja tónlist eða segja frá sér eða sínum á þessari ögurstundu eru beðnir að hafa samband á eldheimar@vestmannaeyjar.is eða 488-2700. Dagskráin í heild verður auglýst þegar nær dregur. Fréttatilkynning: Minn- ingarn- ar lifa :: Sögur og tón- list í Eldheimum - 23. jan. kl 21.00 Ég er ekkert öðruvísi en allir hinir og nýti svona tímamót eins og þegar nýtt ár gengur í garð í að endur- skipuleggja og aðeins fara yfir mál- in. Hvort ég standi svo við það eða fari eftir hlutunum er hins vegar annað mál… Við höfum sett svo mikla pressu á okkur að „have it all“ að athygli á hverju og einu sem við gerum er að verða af skornum skammti. Við erum alltaf að multitaska, vinna, læra, sinna okkar hlutverkum í fjöl- skyldunni, fallegt heimili, góður matur, þú veist…. „við getum þetta allt“. Þegar sonur minn fæddist og líða tók að eins árs afmælinu hélt ég af einhverjum ástæðum að með því að koma honum í heiminn væri ég orðin kökuskreytingameistari. Til að gera langa sögu stutta þá eyddi ég rúmum 3 klst í að skreyta kökuna, það voru engin ung börn í veislunni hans og afmælisbarnið sjálft hafði lítinn sem engan áhuga á kökunni og mun ekki muna eftir henni. Þetta er bara ein af þessum pressum, barnið varð að fá flotta afmælisköku sem fyrirmyndarmóðir hans bakaði. Einbeiting Við erum alltaf að multitaska, sinna mörgu í einu og í rauninni finnst manni maður bara ekki vera að standa sig ef maður er ekki að gera allt á sama tíma. Athygli í hverju og einu verkefni er því alltaf að verða minni og minni með árunum sem skilar sér í verra verki. Að sökkva sér í aðeins eitt verkefni í einu, læra um það, skilja það og fyrst og fremst að klára það, það er að monotaska. Skilvirkni Ég er alltaf með alltof mörg verkefni undir hendinni og ég veit svo vel ef ég skila ekki nógu vel af mér sem gefur mér bara samviskubit og pirr- ing. Hversu oft missir þú athyglina bara út af símanum þínum (instag- ram, snapchat, facebook). Monotasking snýst um einbeitingu að einu verkefni frá byrjun til enda, sem skilar sér í jákvæðri skilvirkri vinnu. Hægt er að stokka verkefnið upp, klára einn og einn part í einu og þá er hægt að fara í kaffi eða kíkja á stöðuna í símanum, svona í staðinn fyrir að gera það á fimm mínútna fresti. Þetta er hvetjandi, að setja upp svona „reglu“ þá ertu 100% í verkefninu allan tíman. Gæði Um leið og athygli og skilvirkni koma saman verður vinnan sem þú vinnur að hágæða afurð, þú lagðir þið vel fram með fulla athygli. Monotasking snýst samt ekki um að þú eigir að hætta að gera helm- inginn af því sem þú ert að gera heldur að minnka óþarfa áreiti svo um munar. Einnig finnst mér vert að nefna að fyrir nokkrum mánuðum kom fram að margir foreldrar horfa meira á símaskjáinn sinn heldur en í augun á börnunum sínum. Ég ætla aldrei að gleyma þessu, við þurfum flestöll að geyma símann oftar ein- hvers staðar annars staðar, ég er þar engin undantekning. Ekki bara þeg- ar við erum með börnunum okkar, líka fjölskyldu og vinum. Ég ætla eftir bestu getu með þetta að leiðarljósi inn í nýja árið, svo kemur bara í ljós hvernig gengur að monotaska en ekki multitaska. Megi nýja árið færa ykkur gleði og hamingju. Sara Sjöfn Grettisdóttir Monotasking er nýja multitasking sara sjöfn grettisdóttir Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300 s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is Með áskrift af Eyjafréttum færðu vikulegar fréttir, heim að dyrum, af öllu því helsta sem um er að vera í Vestmannaeyjum eða tengist Eyjum á einn eða annan hátt. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig nálgast blaðið þitt á Eyjafrettir.is hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka nýjustu fréttirnar frá Eyjum um leið og þær gerast. Áskrift af blaði Eyjafrétta kostar aðeins 1.745 kr. á mánuði. Vertu með á nótunum og skráðu þig í áskrift núna á vef Eyjafrétta eða í síma 481-1300. ERtU EKKi ÖRUgglEga Í ÁsKRift af fRÉttUM ÚR EYJUM

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.