Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Side 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Leoncie, hélt tónleika á Háaloftinu fyrir fullu húsi. Leoncie var í skýjunum yfir aðsókninni og móttökunum, sagði þetta hafa verið einhverja stærstu upplifun sína á ferlinum, auk þess sem hún lofaði aðbúnað á Hótel Vestmannaeyjum og fiskinn hjá Einsa kalda. Vilja stækkun Hraunbúða Á aðalfundi Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum var skorað á bæjarstjórn Vestmannaeyja og bæjarráð að hlutast til um að strax verði ráðist í framkvæmdir við stækkun Hraunbúða. Bentu eldri borgarar á að þörfin aukist með hverjum degi og nú séu 29 íbúar í Eyjum, sem fengið hafa vistunar- mat, á biðlista eftir plássi á Hraunbúðum. Brúðargjafirnar til Krabbavarnar Þau Sólrún Gunnarsdóttir og Gylfi Viðar Guðmundsson, kafteinn á Hugin VE, létu loks verða af því að ganga í það heilaga eftir margra ára óvígða sambúð. Þau tilkynntu að þau vildu engar gjafir en ef gestir vildu styrkja Krabbavörn í Vest- mannaeyjum, væru framlög vel þegin. Það bar góðan árangur og afhentu brúðhjónin Krabbavörn 700 þúsund krónur að brúðkaupi loknu. Tólf Eyjafyrirtæki framúrskarandi Fyrirtækið Creditinfo veitir árlega viðurkenningu þeim íslenskum fyrirtækjum sem að mati þeirra og samkvæmt styrkleikaprófi eru framúrskarandi. Að þessu sinni voru 577 fyrirtæki á listanum og af þeim tólf frá Vestmannaeyjum. Efst þeirra voru Ísfélagið í 12. sæti og Vinnslustöðin í því 18. Hin fyrirtækin voru Huginn ehf., Dala Rafn ehf., Skipalyftan ehf., Ós ehf., Frár ehf., Ufsaberg ehf., Vélaverk- stæðið Þór ehf., Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf., Lending ehf. og Steini og Olli byggingaverktakar ehf. Þess má geta að alls eru hátt í 33 þúsund fyrirtæki á íslensku hlutafélagaskránni en aðeins 577 stóðust styrkleikaprófið eða 1,7% fyrirtækjanna. Vestmannaeyjahlaupið það besta Vestmannaeyjahlaupið er skipulagt götuhlaup, sem alla jafna fer fram í septembermánuði og hefur notið sívaxandi vinsælda bæði heima- manna sem og fólks ofan af landi. Hlaupið 2014 var það fjórða í röðinni og nú fengu aðstandendur þess góða viðurkenningu, þegar vefurinn hlaup.is tilkynnti að samkvæmt einkunnum sem hlaupararnir sjálfir gefa, hefði Vestmannaeyjahlaupið verið valið það besta í flokki götuhlaupa á landinu. Stútar og stautar Hér áður fyrr var algengt í skýrslum frá lögreglu að talað væri um „stúta undir stýri“ og var þá átt við að viðkomandi hefði verið undir áhrifum áfengis við akstur. Hin síðari ár virðist sem „stútum“ hafi fækkað en þeirra í stað komið „stautar undir stýri“ og þá vísað til að viðkomandi hafi verið undir áhrifum ávana- eða fíkniefna. Þegar tölur frá lögreglu eru skoðaðar, kemur í ljós að nokkru fleiri stautar eru teknir á ári en stútar. Svo má um það deila hvort sú þróun er betri eða verri. Um miðjan febrúar var einn stautur stöðvaður í Vestmanna- eyjum og um sömu helgi lagt hald á um 150 grömm af þrenns konar fíkniefnum í fórum manns sem var að koma til Eyja með Herjólfi. Sá var í framhaldinu handtekinn og vistaður í fangageymslu en hann mun vera það sem kallað er „góðkunningi lögreglu“. Trúnaðarbrestur Útibússtjóra Sparisjóðs Vestmanna- eyja á Selfossi var sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests en brot hans áttu sér stað á árinu 2014. Hann hafði starfað hjá útibúinu á Selfossi allt frá því að það var opnað, árið 2000. Sjúkraflug nær daglega Mikið var um sjúkraflug til Vestmannaeyja bæði í janúar og febrúar. Á fyrstu 47 dögum ársins voru alls farin 20 sjúkraflug og fyrstu tvær vikur febrúar var sjúkraflug nær daglegur viðburður. Þá upplýsti Mýflug, sem sér um sjúkraflugið, að langoftast hefði verið flogið sjúkraflug til Vest- mannaeyja af öllum stöðum árið 2014. Með verstu veðrum í sögunni Óhætt er að segja að veður hafi verið í rysjóttara lagi þennan veturinn, mjög hörð veður og meiri snjór en allajafna. Versta veðrið gerði sunnudaginn 21. febrúar, austan fárviðri með snjókomu. Mesti tíu mínútna meðalvindur fór í 46,2 m á sek. og sló upp í 56,6 m á sek. Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur sagði þetta það mesta í sögu sjálfvirkra mælinga á Stórhöfða og á topp tíu yfir mesta vindhraða frá árinu 1949. Fiskiðjan eða Hraun- búðir Nokkur ágreiningur varð í bæjar- stjórn vegna þeirrar ákvörðunar meirihlutans að verja verulegu fé til að endurgera húsnæði Fiskiðjunnar. Áætlanir gerðu ráð fyrir að þar yrði m.a. til húsa í framtíðinni starfsemi Þekkingarseturs og Sæheima. Fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar töldu hins vegar heppilegra að nota það fjármagn til stækkunar á Hraunbúðum. Tvenn verðlaun Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, var heldur betur í sviðsljósinu við afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu. Fyrst var hann verðlaunaður fyrir popplag ársins 2014 og síðan kallaður á svið á ný sem Bjartasta vonin í poppi og rokki. Mannabreytingar á Eyjafréttum Gísli Valtýsson, prentari og framkvæmdastjóri Eyjafrétta, ákvað að láta af störfum eftir áratugastarf hjá fyrirtækinu. Við starfi hans tók Ásta Sigríður Guðjónsdóttir. Um sama leyti var Guðrún Mary Ólafsdóttir ráðin sem blaðamaður hjá Eyjafréttum. Viðdvöl Ástu varð ekki löng á blaðinu, hún hætti störfum í september og tók þá Guðrún Mary við starfi fram- kvæmdastjóra. Tveir bikarmeistaratitlar Að jafnaði er ekki mikið fjallað um íþróttir í þessum annál, ekki vegna þess að annálaritara þyki þær ómerkilegri en önnur umfjöllunar- efni, heldur rýmisins vegna, og fyrr á tíð var ætíð sérstakur íþróttaannáll í blaðinu. En ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á síðustu helgina í febrúar. Þá var keppt í bikarúrslitum í handbolta og tveir bikarar komu til Eyja. Þriðji flokkur kvenna ÍBV sigraði Selfoss sannfærandi, 24:18 og meistara- flokkur karla ÍBV bar sigurorð af FH með minnsta mun 23:22. Það var því mikið um dýrðir og mannfjöldi á bryggjunni þegar liðin komu heim með Herjólfi. Að auki léku þriðji flokkur karla og meistaraflokkur kvenna í úrslita- keppni bikarsins en urðu að sætta sig við tap. Engu að síður mjög góður árangur hjá handboltafólki ÍBV. MARS Mars og Góa snemma á ferð Yfirleitt hefst sauðburður ekki fyrr en í maí. Hann hófst þó þetta árið tveimur mánuðum fyrr hjá þeim Ingibjörgu og Garðari í Þorlaugar- gerði þegar ein ærin bar tveimur lömbum þann 3. mars. Þessi snemmbornu lömb hlutu nöfnin Mars og Góa í tilefni árstímans. Innflutningsbann á Hugin og Vinnslustöðina Rússar sýndu aðeins klærnar þegar Tollabandalag Rússlands ákvað að setja innflutningsbann á sjö íslensk fyrirtæki, þar af tvö frá Vestmanna- eyjum, Hugin og Vinnslustöðina. Talið var að með þessu væru Rússar að sýna óánægju sína með þátttöku Íslendinga í viðskiptaþvingunum ESB og Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sögðust svo sem ekkert vera að fara á límingunum vegna þessara aðgerða. Aftur á móti reyndist þetta aðeins forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Um haustið settu Rússar innflutningsbann á nær öll íslensk matvæli sem var mun alvarlegra mál. Fjölsótt Blúsbræðra- messa Kirkjusókn hefur farið mjög þverrandi hin síðari ár, bæði í Vestmannaeyjum sem og víðar á landinu. Ekki hefur þó þurft að kvarta yfir lítilli kirkjusókn í þau skipti sem svonefndar tónlistar- messur hafa verið haldnar í Landakirkju. Nokkrar slíkar hafa verið haldnar á undanförnum árum og eitthvert ákveðið þema þá ríkjandi í tónlistinni, svo sem Elvis Presley og James Bond. Að þessu sinni var boðið til Blúsbræðramessu á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar og var þétt setinn bekkurinn í Landa- kirkju. Hundruð tonna sópuðust burt Í ljós kom að ofsaveðrið sem gerði í lok febrúar hafði ekki aðeins valdið tjóni á mannvirkjum heldur höggvið skörð í náttúruna. Stór gróðurþekja austan í Stórhöfða hafði sópast burt og hundruð tonna af jarðvegi horfið. Kunnáttumenn voru sammála um að brýn þörf væri að lagfæra svæðið þannig að ekki hlytist af meira tjón. Hraðskreiðar og krappar lægðir Og meira af tíðarfari. Flestir voru sammála um að veðurfar það sem af var vetri hefði verið óvenju erfitt. Lægðir, hraðskreiðar og krappar og lítið hlé milli þeirra. Þessu fylgdi ofsafengið veður og mikill vindur, oft yfir 40 metra á sekúndu. Þetta staðfestu veðurfræðingarnir Einar Sveinbjörnsson og Trausti Jónsson og sjómenn á Eyjaflotanum tóku undir það, tíðin hefði verið með eindæmum stirð og oft á tíðum aðgæsluveður. Samgöngur úr lagi Þetta afleita tíðarfar hafði að sjálfsögðu sín áhrif á samgöngur milli lands og Eyja. Landeyjahöfn hafði verið lokuð frá því um haustið og ferðir Herjólfs til Þorlákshafnar voru ítrekað felldar niður. Þetta bitnaði bæði á þeim sem þurftu að ferðast á milli og einnig á þeim fyrirtækjum í Vestmannaeyjum sem eiga allt sitt undir samgöngum vegna vöruflutninga, þar á meðal fiskvinnslufyrirtækjunum. Grímur kokkur sagði þetta búið að vera skelfilegt ástand og spurning hversu lengi fyrirtæki í matvælavinnslu héldu það út. Raunfærnimat í sjómennsku Símenntunarmiðstöðin Viska kynnti nýtt tækifæri fyrir starfandi sjómenn til að mennta sig. Það nefnist Sjósókn og er sniðið fyrir sjómenn sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi. Nú býðst þeim svonefnt raunfærnimat í ýmsum greinum sem tengjast sjómennsku ásamt möguleikum á námi meðfram vinnu. Valgerður í Visku sagðist vonast til að með þessu værum við á upphafsreit í ferð til aukinnar menntunar íslenskra sjómanna. Fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins, sem fæddist í Eyjum, kom ekki fyrr en 23. mars. Það var drengur, 15 merkur og 54 cm á hæð. Foreldrar hans eru Hlynur Már Jónsson og Hulda Sif Þórisdóttir. Reyndar hafði Hulda verið send til Reykjavíkur til að fæða en sá stutti ákvað að draga komu sína á langinn, líklega ákveðinn í að fæðast í sinni heimabyggð. Því var Hulda send heim til Eyja á ný þar sem hún fæddi drenginn og gekk allt að óskum. Óöryggi og óþægindi Þetta leiddi hugann að því hve óviðunandi staða verðandi foreldra er í Eyjum. Nánast heyrir til undantekninga að konur í Eyjum fæði börn sín hér. Öryggisins vegna er þeim beint upp á fastalandið, oftast til Reykjavíkur. Þetta hefur bæði óþægindi og kostnað í för með sér og samkvæmt athugunum og útreikningum Eyjafrétta getur sá kostnaður verið allt frá 150 þúsund krónum upp í rúma milljón með vinnutapi og öðrum kostnaði. Þetta þótti þeim sem við var rætt óviðunandi ástand og töldu flestir að með þessu væri fólki mismunað eftir búsetu. Hættuleg gatnamót Í vikulegum skýrslum lögreglu er jafnan getið um umferðaróhöpp. Í annarri viku marsmánaðar sagði þar að þrjú umferðaróhöpp (árekstrar) hefðu orðið; tvö þeirra á gatnamót- um Heiðarvegar og Kirkjuvegar og eitt á mótum Illugagötu og Kirkjuvegar. Á þessum gatnamótum verða hvað flest umferðaróhöpp í Vestmannaeyjum þó svo að á báðum stöðum sé stöðvunarskylda. Oft hefur verið rætt um að koma upp umferðarljósum eða hringtorgi á þessum varasömu gatnamótum en málið aldrei komist af umræðustig- inu. Vilja afnema orlof húsmæðra Bæjarráð tekur jafnan fyrir á fundum sínum hin aðskiljanlegustu mál. Í mars fundaði ráðið og hvatti m.a. alþingi til að afnema lög um orlof húsmæðra. Raunar var hið sama samþykkt á fundi bæjar- stjórnar á kvenréttindadaginn 2008 en ekki orðið við því. Í ályktun bæjarráðs segir að lögin, sem sett voru árið 1972, séu tímaskekkja og ekki í þeim anda sem nú sé unnið eftir. Ekki á útleið að svo stöddu Og það var fleira sem bæjarráð fjallaði um í marsmánuði, m.a. annars áframhaldandi aðild Vestmannaeyjabæjar að SASS, Samtökum sunnlenskra sveitar- félaga. Þar kom fram að kostnaður bæjarins vegna þátttöku í því samstarfi er 11,5 milljónir króna í ár. Bæjarráð taldi SASS öflugan og góðan samstarfsvettvang fyrir sunnlenska sveitarstjórnarmenn og bæjarstjóri upplýsti að Vestmanna- eyjabær væri ekki á útleið þaðan að svo stöddu. Bætti svo við að aðildin væri til endurskoðunar og það væru hagsmunir Eyjamanna sem réðu för. Dagurinn minn Fríða Hrönn Halldórsdóttir, sem sagt var upp störfum hjá Starfsorku nokkrum vikum fyrr, gaf út bók sem nefndist Dagurinn minn, sjálfshjálparbók eða leiðsögn inn í daginn. Hún sagði að bókin væri, eins og nafnið benti til, ætluð sem aðstoð við þá sem ættu í erfið- leikum með daglegt líf og væri kannski eigið uppgjör hennar eftir erfitt tímabil í lífinu. Ólga á vinnumarkaði Talsverð ólga var á vinnumarkað- inum á þessum vetrarmánuðum vegna kjaramála og náði að sjálfsögðu til Vestmannaeyja. Arnar Þessir krakkar á Sóla fóru um bæinn og breiddu út boðskap vináttunnar. Dreifðu miðum og á miðanum sem blaðamaður Eyjafrétta fékk, stóð: Farðu ekki langt í leit að vináttunni. Líttu þér nær.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.