Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Side 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 setur Vestmannaeyja um að komið verði upp námi við starfandi háskóla á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi. Ásamt Elliða, bæjarstjóra, undirrituðu þrír ráðherrar þennan samning, þau Illugi Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Óþægindi samfara verkfalli Verkfall félaga í BHM, sem kom til framkvæmda í apríl, hafði nokkur áhrif á starfsemi Heilsugæslunnar. Geislafræðingar voru í verkfalli og sinntu aðeins bráðatilfellum og einnig var skert þjónusta í blóð- prufum vegna þessara verkfallsað- gerða. Ekki skapaðist hættuástand meðan á verkfallinu stóð en ýmis óþægindi voru því samfara. Snorri sýknaður Snorri Óskarsson, oftast kenndur við Betel í Vestmannaeyjum, stóð í ströngu norður á Akureyri þar sem hann er búsettur. Orð, sem hann lét falla um samkynhneigð, urðu til þess að honum var vikið úr starfi sem kennari. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði þá uppsögn ólögmæta og þá höfðaði Akureyrarbær mál gegn Snorra. Héraðsdómur Norðurlands sýknaði svo Snorra í dómi sínum. Snorri var að vonum ánægður með þau málalok og sagðist ekki eiga von á að þeim dómi yrði áfrýjað. Enginn kemur til Eyja Ekkert hafði verið siglt til Land- eyjahafnar það sem af var ári og um miðjan apríl var ekki útlit fyrir að þær siglingar myndu hefjast fyrr en einhvern tíma í maí. Tvö dýpkunar- skip voru að störfum en gekk brösótt vegna veðurs, sjólags og bilana. Fólk í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum var langþreytt á ástandinu enda höfðu mörghundruð afbókanir borist í mat og gistingu og tjón þessara aðila tilfinnanlegt. Magnús Bragason, hótelhaldari á Hótel Vestmannaeyjum, sagði að 240 gistinætur hefðu verið afbók- aðar í mars og væntanlega yrðu þær fleiri í apríl. Og Hólmgeir, veitinga- maður á 900 Grill, sagði: „Það er lágmark að hægt sé að sigla í Landeyjahöfn þegar veður er gott en svo er ekki í dag. Landið er fullt af ferðamönnum en enginn kemur til Eyja. Maður er að verða langþreyttur á þessu.“ 98% samþykktu verkfall Í atkvæðagreiðslu um verkfalls- boðun hjá félagsmönnum Drífanda, var yfirgnæfandi meirihluti því samþykkur. Alls voru 298 því samþykkir eða 98% þeirra sem atkvæði greiddu. Ótímabundið verkfall átti því að skella á 26. maí. Ekki kom þó til þeirra aðgerða þar sem samningar tókust milli deiluaðila fyrir þann tíma. Dagur bókarinnar Í Safnahúsinu létu menn sér ekki nægja að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna í fjölmörgum sýningum og uppákomum. Fleiri uppákomur flutu með og á sumar- daginn fyrsta var hátíðlegur haldinn Dagur bókarinnar, alþjóðlegur dagur bóka og höfundaréttar. í Safnahúsinu var metnaðarfull dagskrá undir yfirskriftinni Bók Íslands, sagnaarfurinn í nútímanum. Þar fjallaði Vésteinn Ólason, prófessor, um kvenhetjur Eddu- kvæðanna og bar þær saman við kvenhetjur Íslendingasagnanna; Einar Kárason, rithöfundur, ræddi um átök sín við Sturlungu og Guðni Ágústsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, ræddi um ástríðuna til sagnaarfsins. Þessi dagskrá bætti enn einni fjöður í hatt Safnahúss- fólks. Blítt og létt bæjarlistamaður Hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að þá er tilnefndur Bæjar- listamaður Vestmannaeyja. Í ár var það sönghópurinn Blítt og létt sem hlaut þá tilnefningu. Þetta var í annað sinn á árinu sem hópurinn hlaut slíka viðurkenningu en í janúar hlaut hann einnig Fréttapýra- mídann fyrir framlag til menningar- mála. Færðu gestum birtu og yl Salurinn í Eldheimum hefur haslað sér völl sem góður tónleikastaður. Það sannaðist enn á ný á sumar- daginn fyrsta þegar Eyjamennirnir Rúnar Kristinn Rúnarsson og Silja Elsabet Brynjarsdóttir héldu þar tónleika ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, píanóleikara. Aðsókn var mjög góð og í umsögn um tónleikana sagði að þau hefðu fært gestum birtu og yl í hjarta meðan kaldur norðanvindurinn blés fyrir utan. Kenneth Máni á Háaloftinu Ekki var þó líklega hægt að tala um birtu og yl í sýningu Kenneths Mána í meðförum Björns Thors, á Háaloftinu. Ekki beint gleðiboð- skapur, heldur stórskemmtileg sýning þar sem leikið er á allan tilfinningaskalann; salurinn ýmist lá í hláturskrampa eða þá að stutt var í tárin. Kvöddu Eyjar með söknuði Í lok apríl kvöddu Gunnar Magnús- son, handboltaþjálfari ÍBV og fjölskylda hans Vestmannaeyjar. Með söknuði, eins og þau orðuðu það. Á þeim tveimur árum sem Gunnar þjálfaði ÍBV liðið tókst honum að gera piltana bæði að Íslands- og bikarmeisturum. Gunnar sagði að fyrir utan erfiðar sam- göngur hefði það komið sér mest á óvart hve samheldnin er mikil í Eyjum og mikið af góðu og almennilegu fólki hérna. MAí Loksins fært í Landeyjahöfn Loksins föstudaginn 1. maí sigldi Herjólfur frá Eyjum til Landeyja- hafnar. Þá voru liðnir nákvæmlega 158 dagar frá því að skipið sigldi þangað síðast. Reyndar stóð dýrðin ekki lengi yfir því strax mánudag- inn eftir varð skipið að sigla til Þorlákshafnar. En þetta boðaði betri tíð og forstöðumaður Eldheima sagði að um helgina hefði fjöldi gesta á dag farið úr tíu manns upp í hundrað. Bílaumboð í Goðahrauninu Suðurhluti hússins að Goðahrauni 1 hefur hýst ýmsa starfsemi. Nú síðast var þar húsgagnaverslunin Reynistaður sem flutti út í vetur. En húsnæðið stóð ekki lengi autt. Þau Ómar Steinsson og Arndís Kjartans- dóttir keyptu húsið og hyggjast vera þar með ýmsa starfsemi, m.a. bílaumboð fyrir B&L. Slæmur kostur Útvegsmenn í Vestmannaeyjum voru langt í frá ánægðir með frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld sem lá fyrir alþingi. Samkvæmt þeirra útreikningum myndi veiðigjaldið þar með hækka um 45% á fyrirtæki í Vestmanna- eyjum eða um rúmlega hálfa milljón á hvern íbúa í Eyjum. Töldu þeir þetta slæman kost. Endurnýttu ónýtar bækur Þó svo að útkoma úr samræmdum prófum í grunnskólum sé ekki alltaf eins og menn vildu helst hafa hana, dylst þó engum að í grunnskólum landsins er unnið gott starf. Og stundum er farið út fyrir hefðbund- inn ramma námsskrárinnar. Nemendur í 8. til 10. bekk Grunn- skólans í Eyjum unnu skemmtilegt verk á vormánuðum. Þá fengu þau ónýtar bækur frá Bókasafninu og útbjuggu þrívíddarskúlptúra úr þeim. Það var Drífa Þöll Arnar- dóttir, kennari, sem stjórnaði því verki. Síðan héldu nemendurnir sýningu á verkum sínum í Safna- húsinu. Ljósmyndir af konum úr Eyjum Og enn sem fyrr var nóg um að vera í Safnahúsinu. Sísí Högnadóttir opnaði í maí ljósmyndasýningu, tileinkaða konum í Vestmanna- eyjum. Sísí valdi úr nokkur þúsund myndum, 218 myndir af 419 konum. Þessi sýning þótti einkar skemmtileg. Bonafide opna stofu í Eyjum Eyjamennirnir Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson, sem eiga og reka lögmannsstofuna Bonafide Lögmenn í Reykjavík, ákváðu að færa út kvíarnar og opna stofu í Vestmannaeyjum. Og liðsmaður þeirra í Eyjum var líka ættuð héðan, Aníta Óðinsdóttir, lögfræðingur. Nýr liðsmaður Pacta Og breytingar urðu á fleiri stöðum í lögmennskunni. Páley Borgþórs- dóttir, sem starfað hafði á lög- mannsstofunni Pacta, lét af störfum þar þegar hún tók við embætti lögreglustjóra. Við því tók Sigurður Árnason, lögfræðingur sem áður hafði starfað hjá Arctic lögmönnum í Reykjavík. ÍBV 70 ára Þann 6. maí voru 70 ár frá stofnun Íþróttabandalags Vestmannaeyja og var þess minnst á ýmsan hátt. M.a. var saga félagsins rakin í átta síðna sérblaði sem fylgdi Eyjafréttum á afmælisdaginn en Gísli Valtýsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyja- frétta sá um þá samantekt. Vel heppnaður Starfadagur Í maí gengust Grunnskólinn, Framhaldsskólinn og Viska fyrir svonefndum Starfadegi í Fram- haldsskólanum. Þá kynntu fulltrúar frá fyrirtækjum og stofnunum í Vestmannaeyjum hin ýmsu störf fyrir nemendum Framhaldsskólans og Grunnskólans sem og öðrum áhugasömum bæjarbúum. Áhersla var lögð á að kynna störf sem krefjast menntunar og alls 57 starfsgreinar kynntar. Þessi kynning þótti heppnast mjög vel og margir áhugasamir um hin ýmsu störf sem þarna voru kynnt. Spáð falli Fótboltavertíðin hófst í maí. Í árlegri spá var karlaliðinu spáð falli úr efstu deild en konunum 6. sæti. Ekki var sú spá fjarri lagi, karlaliðið átti í verulegu basli allt sumarið og rétt náði að halda sæti sínu í deildinni en konurnar sigldu heldur lygnari sjó og enduðu í 5. sæti. Verkföll lama flutninga Verkfallsaðgerðir Starfsgreinasam- bandsins, sem Verkalýðsfélagið Drífandi í Vestmannaeyjum er aðili að, höfðu talsverð áhrif á daglegt líf í Eyjum eins og raunar víðar á landinu. Þetta voru stutt verkföll og lömuðu m.a. flutninga hingað. Nokkuð bar á vöruskorti í versl- unum vegna þessa. Ítalskur matur og tónlist Einsi kaldi og hans fólk bauð upp á nýbreytni í matarmenningunni í Eyjum með ítölsku kvöldi á föstudegi í maí. Þar var ítalskur matur og drykkur í öndvegi sem og ítölsk tónlist, flutt af Höllu Margréti Árnadóttur, óperusöngkonu og Svetlönu Makedon, píanóleikara. Þær stöllur buðu reyndar upp á eins konar forrétt að þessari veislu með sérstökum tónleikum á fimmudagskvöld í Safnaðarheim- ilinu þar sem flutt var ítölsk óperutónlist. Tanginn opnaður Tanginn, nýr veitingastaður við Básaskersbryggju, var opnaður í maí. Eitt helsta aðdráttarafl staðarins, auk ljúffengra rétta, var frábært útsýni yfir höfnina enda var hann vel sóttur þetta sumar, bæði af innlendum og erlendum gestum. FÍV hástökkvari ársins Starfsfólk og nemendur Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum höfðu ástæðu til að kætast í maí. Þá var skólinn í hópi þriggja stofnana sem fengu viðurkenninguna Hástökkvari ársins í árlegri könnun um Stofnun ársins og SFR, VR og efnahags- og fjármálaráðuneytið standa fyrir. Markmið þessarar könnunar er að veita stjórnendum og starfsmönnum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi sem og aðhald í rekstri. Framhaldsskólinn hækkaði sig um 40 stig frá því í samsvarandi könnun í fyrra. Eyjakonur í íþróttum Enn ein sýningin sem tengist konum, var opnuð í Sagnheimum. Að þessu sinni voru það Eyjakonur í íþróttum í 100 ár. Við opnun þeirrar sýningar flutti Eyjakonan Þórhildur Ólafsdóttir, íþróttafræð- ingur, einkar athyglisvert erindi um umfjöllun fjölmiðla á þriggja ára tímabili, um knattspyrnu karla og kvenna. Þar kom fram að umfjöll- unin var níu sinnum meiri um karlana. Ein af frumkvöðlunum Á hvítasunnunni var svo opnuð sýning á verkum Jóhönnu Erlends- dóttur frá Ásbyrgi en hún var ein sú fyrsta í hópi kvenna í Vestmanna- eyjum sem lagði stund á myndlist. Rótarýklúbburinn 60 ára Rótarýklúbbur Vestmannaeyja fagnaði 60 ára afmæli sínu. Formaður klúbbsins, Stefán Sigurjónsson, sagði að hin síðari ár hefði félögum fækkað í klúbbnum og í raun stæði klúbburinn nú á eins konar krossgötum. Í lok maí bauð svo klúbburinn upp á áhugavert erindi í Sagnheimum í tilefni afmælisins þegar Margrét Arnar- dóttir flutti erindi um vindmyllur og hagkvæmni raforkuvinnslu með vindorku. Keyptu tvö skip Vinnslustöðin festi kaup á tveimur uppsjávarveiðiskipum af HB Granda, Ingunni AK og Faxa RE. Auk þess keypti Vinnslustöðin 0,67% aflahlutdeild í loðnu. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar sögðu þetta gert til að styrkja fyrirtækið í uppsjávarveiðum. Tveimur eldri skipum Vinnslu- stöðvarinnar var lagt, Ísleifi VE og Kap VE og fengu nýju skipin nöfn þeirra. Ólafur Freyr dúxaði Framhaldsskólanum var slitið í maí. Alls útskrifaðist 31 stúdent frá skólanum að þessu sinni og er það með stærstu hópum sem útskrifast hafa frá upphafi. Hæstu meðal- einkunn á stúdentsprófi hlaut Ólafur Freyr Ólafsson, 9,45. Vel heppnuð Óskarsvaka Andi Óskars heitins á Háeyri sveif yfir vötnum á Háaloftinu á föstudagskvöldi í maí. Þá mætti hingað Pálmi Gunnarsson með frítt lið hljóðfæraleikara á jasskvöldi, Óskarsvöku, sem var tileinkað minningu Óskars sem var jass- geggjari af guðs náð alla tíð. Á hverju vori „dimmittera“ stúdentsefni Framhaldsskólans, uppáklædd í hinar ýmsu múnderingar. Fyrir kemur að óviðkomandi aðilar lauma sér inn í myndatökuna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.