Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 „Nú eru allir framhaldsskólar landsins að ganga í gegnum umfangsmiklar breytingar á námskrá og förum við ekki varhluta af þeim. Ein af þeim er að nú eru skil milli kennslu og hefðbundinna prófdaga afnumin. Meiri fjölbreytni er því orðin í námsmatinu en áður og byggir matið í mörgum áföngum á jafnri vinnu nemenda yfir alla önnina. Til að mæta þessu voru haldnar tvær námsmats- og verkefnatarnir á önninni. Sú hin fyrri var sjötta til níunda október og sú seinni nú í desember,“ sagði Björgvin Eyjólfsson, aðstoðarskóla- meistari Framhaldsskólans þegar hann fór yfir starfið á haustönn. „Reynsluna af þessu metum við síðan og ákveðum hvort framhald verður á. Augljóst er þó að mikilvægi þess að nemendur mæti vel í skólann og sinni náminu af kostgæfni alla önnina eykst við þessar breytingar. Minna svigrúm er því fyrir vinnu utan skólans og hægt er að gleyma því að fá frí til utanlandsferða á skólatíma. Starfið á haustönn var samt sem áður tiltölulega hefðbundið. Samstarfinu við skólann í Tallin var fram haldið og fóru fjórir kennarar auk skólameistara í vel heppnaða heimsókn þangað í október.“ Nokkur fækkun nemenda varð á haustönn og er það í takt við þær samfélagslegu breytingar sem landsbyggðin tekst nú á við þar sem ungu fólki fækkar með hverju árinu sem líður. Námið hófu 234 nemendur í mismörgum einingum. „Rúmlega 90% þessara eininga skiluðu sér til prófs og telst það ásættanlegt,“ sagði Björgvin. Fab lab Meðal annars sem hann nefndi var að Sigríður Hulda Jónsdóttir hélt námskeið fyrir kennara um árangursrík samskipti í nóvember. Flutningi Fab lab smiðjunnar undir stjórn Nýsköpunarstofu og Frosta Gíslasonar lauk nú í sumar. „Smiðjan starfar nú hér í skólanum af fullum krafti og væntum við okkur mikils af samstarfinu,“ sagði Björgvin. Ýmsir fræðslufundir hafa verið haldnir fyrir nemendur á önninni og má þar nefna fyrirlestur um hættur internetsins og vandamál sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun fólks. Af félagsstarfi nemenda er það að segja að haldið var nýnemaball í ágúst, miðannarball í október og lokaball í nóvember. Einnig tóku nemendur upp þá nýbreytni að halda kvikmyndakvöld og spila- kvöld í samkomusal skólans. Mæltist það vel fyrir og var þátttaka góð, að sögn Björgvins. Með góða skólasókn Á önninni fengu 80 nemendur einingu fyrir góða skólasókn og er það svipað hlutfall og á síðustu önn. Til að fá skólasóknareiningu þarf raunmæting nemenda að vera yfir 90%. Skapast hefur sú venja að veita nemendum með frábæra raunmætingu fría innritun á næstu önn og að þessu sinni eru það 5 nemendur. Þessir nemendur eru þau: Eydís Ögn Guðmundsdóttir Mirra Björgvinsdóttir Guðný Charlotta Harðardóttir Maríanna Ósk Jóhannsdóttir Víðir Gunnarsson. Útskriftarnemar Birta Marinósdóttir, félagsfræðibraut. Dagur Arnarsson, viðskipta- og hagfræðibraut. Daníel Freyr Jónsson, félagsfræðibraut. Díana Dögg Magnúsdóttir, náttúrufræðibraut. Hafsteinn Gísli Valdimarsson, náttúrufræðibraut. Hallgrímur Heimisson, félagsfræðibraut. Hlynur Georgsson, vélstjórnarbraut. Magnea Jóhannsdóttir, náttúrufræðibraut. Nökkvi Dan Elliðason, náttúrufræðibraut. Rakel Ýr Eydal Ívarsdóttir, félagsfræðibraut. Sigrún Agatha Árnadóttir, félagsfræðibraut. Sigurður Grétar Benónýsson, félagsfræðibraut. Svanur Páll Vilhjálmsson, náttúrufræðibraut. Af breytingu mannahalds er það að segja að Hjördís Friðjónsdóttir sneri til baka úr námsleyfi og Gunnar Friðfinnsson fór í leyfi til framhalds- náms, Kristjana Ingibergsdóttir kom í starf stuðningsfulltrúa á starfsbraut og Ólafur Friðriksson tók að sér stundakennslu í hönnun skipa. Breyting var gerð á skipulagi ræstinga og hættu þar þrír starfs- menn. Einnig var starf kaffikonu á kennarastofu aflagt. Díana Dögg Magnúsdóttir, dúx skólans ávarpaði gesti fyrir hönd nýstúdenta og byrjaði á að óska öllum til hamingju með daginn. „Á stundum sem þessari þegar settum markmiðum hefur verið náð og komið er að útskrift togast á í okkur sem hér höfum stundað nám síðastliðin ár sérkennileg blanda af gleði þess sem uppsker, eftirvænt- ingu þess sem veit að eitthvað óþekkt og spennandi er í vændum, eftirsjá þess sem veit að tíminn sem liðinn er kemur ekki aftur og þakklæti þess sem veit hvað átt hefur. Nú er skólaárum okkar hér í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum lokið. Skólaárum sem hafa fært okkur nemendurna nær markinu að aukinni þekkingu og auknum þroska,“ sagði Díana Dögg. „Það er litlum samfélögum eins og Vestmannaeyjum mikilvægt að hafa öflugan framhaldsskóla sem gerir ungmennum kleift að stunda nám í sinni heimabyggð, búa áfram í foreldrahúsum í stað þess að fara sextán ára gömul að heiman til náms með tilheyrandi kostnaði. Öflugur framhaldsskóli dregur úr brottflutningi fólks og þar með fólksfækkun. Ef ekki væri fram- haldsskóli í Eyjum og ungmenni þyrftu að fara annað til að ná sér í menntun yrði erfitt að manna íþróttaliðin hér svo og aðra félagsstarfsemi. Með tilkomu akademíunnar hafa tengsl skólans og íþróttanna aukist mikið. Það er frábært að þeir nemendur sem það vilja fá tækifæri til að stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Þetta hefur gagnvirk áhrif, kemur sér vel fyrir bæði íþróttamanninn og íþróttafé- lagið. Útskriftardagurinn er dagur gleðinnar og stoltsins af farsælum verklokum, dagur nýrra markmiða og nýrra væntinga. Fátt er eins gefandi og að hafa lagt á sig við nám og uppskorið af því, bætt við sig þekkingu og getu til þess að takast á við ný og krefjandi verkefni. Það sem maður öðlast í náminu verður ekki af manni tekið, það er bara maður sjálfur sem getur kastað frá sér þekkingu sinni. Takk fyrir okkur og megi Framhalds- skólinn í Vestmannaeyjum halda áfram að vaxa og eflast,“ sagði Díana Dögg að endingu. FíV :: Björgvin Eyjólfsson, aðstoðarskólameistari :: nokkur fækkun nema: Breytingar auka mikilvægi þess að nemendur mæti vel í skólann :: Það að sinna náminu af kostgæfni alla önnina eykst við þessar breytingar :: Minna svigrúm er því fyrir vinnu utan skólans Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is FíV :: Díana Dögg flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema: Gleði, eftirvænting, eftirsjá og þakklæti Vel var mætt á útskriftina frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum nú rétt fyrir jólin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.