Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Helga Kristín Kolbeins, skóla- meistari byrjaði á að nefna breytingar á skólastarfinu í ræðu sinni og nefndi m.a. að í haust hafa farið fram ítarlegar kann- anir meðal nemenda á líðan þeirra, hvernig þeim líkar námið, brottfallsskimun auk hefðbundins áfangamats þar sem nemendur meta kennsluna í þeim áföngum sem þeir leggja stund á. „Samhljómur er í niðurstöðum og almennt er það meirihluti nemenda sem svarar því að þeir vinni vel í kennslustundum, læri heima, mæti vel, finnist mátulegt vinnuálag og séu ánægðir með verkefnin sem þeir vinna og kennarana sem kenna þeim. Þeim finnst samt að kennarar mættu sýna meiri stuðning og hvatning forráðamanna mætti vera meiri,“ sagði Helga Kristin. „Við nýtum niðurstöðurnar til að meta hvað gera megi betur. Það að hlusta á raddir nemenda er að vinna með þeim og fá þá til að vinna með okkur. Það er ekki það sama og láta allt eftir þeim og leyfa þeim að hafa námið bara eins og þeim sýnist, lýðræði snýst ekki um það. Við þurfum að kenna nemendum okkar að bera ábyrgð á námi sínu og um leið að bera virðingu fyrir því sem þeir eru að gera. Niðurstöður kannanna gefa einnig til kynna að nemendum Framhalds- skólans líður betur, þeir eru hamingjusamari, glíma við minna þunglyndi, kvíða og svefnleysi en nemendur annarra framhaldsskóla, sem þátt tóku í sömu könnun en nemendur okkar eru með neikvæð- ara viðhorf og sýna skólanum sínum minni hollustu.“ Nauðsynlegt að kynna skólann Helga Kristín sagði það vera sameiginlegt hlutverk kennara og stjórnenda á næsta skólaári að vinna enn frekar að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur til framtíðar. „Skólann þarf að kynna í nærsamfélaginu. Við þurfum að kynna vel fyrir hvað við stöndum, hvað fer fram í skólanum og hvernig við erum að skila nem- endum okkar áfram í háskóla og til atvinnulífsins. Við höfum alltaf sagt að FÍV sé góður skóli fyrir alla nemendur og við það viljum við standa. Þegar við skoðum brautskráningarhlutfall skólans, þá erum við þar fyrir miðju. Skoðaður var árgangur sem innritaðist árið 2007 og hversu hátt hlutfall hafði útskrifast sjö árum seinna. Við ætlumst að sjálfsögðu til þess að nemendur leggi sig fram en við horfum ekki á einkunnir, stétt eða stöðu þegar við tökum nemendur inn í skólann – við viljum geta boðið nemendum okkar upp á fjölbreytileika því það er það sem bíður nemenda okkar í framtíðinni. Fjölbreytileikinn er einmitt það sem margir okkar nemenda nefna sem einn af helstu kostum skólans. Sú hæfni sem nemendur okkar fá við að takast á við breytingar og kynnast ólíku fólki, sem stefnir í fjölbreyttar áttir, er veganesti sem styrkir þá til framtíðar.“ Ekki nóg að tala Helga Kristín sagði oft talað um það á hátíðar- og tyllidögum að efla þurfi iðn- og tækninám en enginn útskýri frekar hvað það er og hvað þurfi til. Iðn- og tækninám kallar á meiri tækjabúnað en hefðbundið bóknám. „Það er því mikil lyftistöng fyrir þróun skólans að Nýsköpunarmið- stöð sé flutt hingað til okkar. Framhaldsskólar landsins hafa eins og aðrar stofnanir þurft að spara og lítið hefur verið keypt af tækjum inn í skólana. Tækjabúnað skólanna þarf að efla og ein leið til þess er að fá atvinnulífið í lið með okkur og vonast ég til að okkur takist með hjálp góðra velunnara skólans að efla tækjakostinn. Í dag er uppgangur og bjart yfir málmiðnaðinum í landinu og vöntun á starfsmönnum með góða menntun á því sviði. Framundan eru spennandi tímar fyrir málm- og véltæknigreinar. En það nægir ekki að bjóða upp á nám og aðstöðu það þarf einnig nemendur, nemendur þurfa að vilja leggja fyrir sig iðnnám. Staðreyndin er sú að afskaplega fáir nemendur sækja um að læra iðnnám. Einnig er það áhyggjuefni hversu hátt hlutfall verknámsnema klárar ekki námið. Það eru allt of margir sem byrja, taka sér hlé frá námi og klára það ekki. Einnig of margir sem eru að reyna að taka námið með vinnu, láta síðan vinnuna í forgang, námið situr á hakanum og þeir heltast úr lestinni.“ Verðum að standa okkur betur Í ávarpi sínu til nemenda sagði Helga Kristín að menntun ungs fólks þurfi að vera þannig að það geti nýtt sér öll þau tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér. „Við verðum að standa okkur betur í að hugsa til framtíðar. Ég hef áhyggjur af því að á meðan að stofnuð eru á Íslandi að meðaltali þrjú til fjögur ný fyrirtæki á hverja 500 íbúa á ári þá eru einungis stofnuð eitt til tvö ný fyrirtæki í Vestmannaeyjum á hverja 500 íbúa. Við verðum að horfast í augu við að atvinnuþátt- taka okkar er að breytast. Ef við ætlum að vera tilbúin að mæta nýjum tímum og geta nýtt okkur þá tækni sem er í boði, þarf miklu meira en orðin tóm. Við verðum að láta námið vera í forgangi og gera einstaklingana hæfa til að takast á við störf framtíðarinnar. Ég fagna því að á nýju ári stefnir í að boðið verði upp á staðbundið háskólanám í Eyjum.“ Glæsilegir íþróttamenn Á haustönn útskrifuðust 13 nemendur af fjórum námsbrautum sem hafa allar sameiginlegan kjarna. Námið er mislangt og hefur tekið þá mislangan tíma að ljúka því. „Skólinn er búinn að slíta barnsskónum og í útskriftinni í dag eru margir í hópnum sem eiga systkini, foreldra og meira að segja ömmu sem hafa útskrifast frá skólanum. Við sáum einnig áðan, þegar Dóra Björk var að veita einstaklingum viðurkenningar frá ÍBV, að í skólanum eru margir afburða íþróttamenn, 30% af útskriftarhópnum spila með landsliði, tæp 10% af nemendahóp Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum er í úrtakshóp eða æfingahóp á vegum landsliða í einhverri íþróttagrein. Markmið skólans er að bjóða fjölbreytt og gott nám, sem mætir kröfum nemenda og nærsamfélags- ins á hverjum tíma. Það er mikil- vægt að í Vestmannaeyjum sé starfræktur sjálfstæður framhalds- skóli, ef skólinn yrði gerður að útibúi annars skóla þá er alltaf hætta á því að áherslur skólastarfsins tækju mið af því umhverfi þar sem höfuðstöðvarnar eru staðsettar, en ekki af þeim aðstæðum sem ríkja hér í Vestmannaeyjum. Menntun ungs fólks á að hafa forgang, við þurfum öll sem samfélag að sameinast um verk- efnið og aðstoða unga fólkið við að forgangsraða.“ Hafið staðið ykkur vel Helga Kristín þakkaði nemdnum samstarfið, þau hefðu staðið sig vel og verið skólanum til sóma. „Til hamingju með árangurinn ykkar. Þótt við höfum verið að verðlauna sum af ykkur hér áðan þá eruð þið öll sigurvegarar. Þið hafið náð takmarki ykkar. Sum ykkar hafa þurft að leggja á sig mikla vinnu, blóð, svita og tár til að ná þessum áfanga en það dugði til því hér standið þið nú. Verið stolt af árangri ykkar og horfið björtum augum til framtíðar. Verið trú landi ykkar og uppruna og farið vel með tungumálið okkar. Berið virðingu fyrir fjölskyldu ykkar og vinum og því samferða- fólki sem verður á vegi ykkar í framtíðinni. Fyrst og fremst, berið virðingu og umhyggju fyrir ykkur sjálfum og þeim verkefnum sem þið takið að ykkur í framtíðinni. Ég vona að þið eigið góðar minningar frá tíma ykkar hér í skólanum. Á framhaldsskólaárum kynnumst við oft á tíðum okkar bestu vinum sem við eigum ævilangt þótt leiðir skilji á vissan hátt nú við brautskráningu. Viðhaldið vináttunni hvert til annars Ég minni ykkur á að þið eruð ekki laus við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum þó að þið séuð að útskrifast héðan í dag. Þið eruð alla ævi nemendur skólans og hann er stoltur af ykkur eins og þið eruð stolt af ykkar skóla og nú er það ykkar að nota hvert tækifæri til að tala vel um hann,“ sagði Helga Kristín sem að endingu þakkaði starfsfólki skólans fyrir þessa önn. „Að stjórna skóla eins og FÍV er ekki einnar konu verk, samheldinn starfsmannahóp þarf líka til. Þá vil ég þakka skólanefnd og Illuga Gunnarssyni, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, fyrir traustið til að leiða skólastarfið í FÍV næstu ár.“ FíV :: Helga Kristín Kolbeins, skólameistari segir nauðsynlegt að kynna skólann betur og það sem þar fer fram: nemendum FíV líður betur og eru hamingjusamari en nem- endur annarra framhaldsskóla :: Glíma við minna þunglyndi, kvíða og svefnleysi :: Með neikvæðara viðhorf og sýna skólanum sínum minni hollustu Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Helga Kristín ásamt útskriftarnemum. Efsta röð frá vinstri, Sigurður Grétar, Hallgrímur, Hlynur, Rakel Ýr, Sigrún Agatha. Önnur röð f.v. Dagur, Hafsteinn Gísli, Díana Dögg, Birta. Fremst f.v. Svanur Páll, Daníel Freyr, Nökkvi Dan og Magnea.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.