Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Síða 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Árið 2015 var gott ár á Rauðagerði. Fastir liðir áttu sinn sess, eins og söngkeppni, Stíll og ferð okkar á Samfesting standa helst upp úr sem viðburðir. Lopasokkamótið er alltaf jafnvinsælt, einnig kepptum við í CRUD og FIFA. Stelpu- og strákakvöld eru haldin einu sinni á ári, þar sjáum við alltaf ný andlit. Brjóstsykurs- og karamellugerð er alltaf vinsæl enda fátt betra en að borða glænýtt nammi, sem þú býrð sjálfur til. Í sumar tók ungmenna- ráðið okkar á móti Svíum og Ítölum, í verkefninu Loving Life á vegum Erasmus+. Unglingaráðið okkar fór á Landsmót Samfés í október, þar sem þau sátu námskeið í SEXTING, en í janúar munu þau halda námskeið hér í Eyjum fyrir unglingadeildina. Mikill meirihluti barna í Vestmannaeyjum gerir sér ferð, vikulega eða oftar í félagsmið- stöðina sína en frá því að við opnuðum í september hafa 130 börn af unglingastigi komið í opið starf. Heimsóknirnar, það sem af er starfsárinu, voru 2276 um áramót, á 83 opnunardögum. Tölur sem þessar hljóta að segja okkur að við séum að gera eitthvað rétt! Það má reikna með að starfið á Rauðagerði verði töluvert öðruvísi en fyrri ár, vegna mikilla breytinga á opnunartímum og þjónustu. Mannabreytingar verða miklar í kjölfarið á breytingunum, enda ekki á allra færi að vinna fimm kvöld í viku allan veturinn. USSS, söngkeppni suðurlands, verður haldin strax í janúar og virðist allt stefna í krúttlega skemmtiferð í Flóahreppinn. Árlega menningar- ferðin okkar á Samfestinginn verður í mars og komast færri með en vilja. Um páskana mun svo Ungmenna- ráðið loka verkefninu Loving Life með því að fara til Svíþjóðar. Við áramót er gott að horfa um öxl og líta jafnframt fram á veginn. Árið 2015 hófst með ágreiningi við meiri- hlutann um áherslur varðandi fjár- veitingar til aldraðra og fatlaðra. Við í E-listanum vildum setja þá fjár- muni, sem eyrnamerktir voru Fisk- iðjunni, í fjárhagsáætlun 2015 í mál- efni aldraðra og fatlaðra. Við urðum undir í baráttunni þá en dropinn holar steininn. Í síðustu fjár- hagsáætlun bar svo við að 200.000.000 kr. voru settar í Hraun- búðir og ég er sannfærður um að ef ekki hefði komið til málefnaleg bar- átta okkar á síðasta ári hefði meiri- hlutinn aldrei sett fjármunina í Hraunbúðir heldur haldið áfram að hlaða undir eigin gæluverkefni. Það merkilega er að samkvæmt upplýsingum, sem ég hef aflað mér frá Framkvæmdasjóði aldraðra, hef- ur Vestmannaeyjabær aldrei sótt um úr þeim sjóði frá 2008 fyrr en núna. Vafalaust hefði meirihlutinn látið Hraunbúðir drabbast áfram niður ef ekki hefði komið til baráttu okkar fyrir þessum hagsmunum aldraðra. Þetta er því skýrt og augljóst dæmi um hvernig minnihlutinn getur haft jákvæð áhrif þótt oft þurfi að bíða eftir réttlætinu. Almennt talað er samstarfið gott, en vandinn er sá að sjónarmiðin eru oft svo gerólík. Við viljum forgangsraða í þágu fjöl- skyldna eins og frístundakortin okk- ar eru gott dæmi um. Kannske mun D-listinn sjá að sér árið 2016 líkt og með Hraunbúðir og koma sjálfur fram með hugmyndina um frí- stundakortin á næsta ári. Ég verð að segja að mér er sama hvaðan hug- myndin er sögð koma, bara ef hægt er að láta stjórnmálin snúast um að þjónusta bæjarbúa. Sjálfum fannst mér skemmtilegasti tími ársins þegar ÍBV varð bikar- meistari í handbolta 2015. Úrslita- leikurinn var ótrúlegur og algerlega vonlaust að sitja kyrr yfir leiknum, heldur gekk maður milli herbergja og varð algerlega heltekinn. En að fara niður á bryggju og sjá nánast hálfan bæinn samfagna var ógleym- anleg stund. Almennt talað er árið 2015 gjöfult ár. Fyrirtækjum í sjávarútvegi geng- ur vel og það smitar út frá sér til alls samfélagsins. Því miður hefur þó ekki allt verið okkur hagfellt. Á árinu féll Sparisjóðurinn, þetta gamla og merka fyrirtæki, og var yfirtekið af Landsbankanum. Þetta var ótrúlegt áfall og ótrúlegt að aldrei hafi kviknað á viðvörunar- ljósum. D-listinn hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að hafa fjárfest í Sparisjóðnum stuttu fyrir fall hans og þar með valdið því að bæjarsjóð- ur tapaði stórum fjárhæðum. Á árinu 2016 ætlar E-listinn sér áfram að stunda hagsmunabaráttu fyrir bæjarfélagið. Við einsetjum okkur að standa vörð um barnafjöl- skyldur, halda áfram að berjast fyrir frístundakortunum enda um ótrúlega brýnt hagsmunamál að ræða fyrir fjölskyldur. Við náðum árangri fyrir aldraða með því að fá D-listann til að sækja loksins í Framkvæmdasjóð aldraðra og eins munum við berjast fyrir bættum hag öryrkja. Þá stendur nú yfir vinna með aðalskipulag Vest- mannaeyja fyrir næstu 20 árin. Hér er frábært tækifæri til að skapa enn betra bæjarlíf. Hvað umhverfismálin áhrærir, ætl- um við okkur að fá meirihlutann til að láta af því stórkostlega hirðuleysi sem hér viðgengst svo víða. Eldfell- ið okkar er orðið okkur til vansa, svæði víða um bæinn eru óslegin og almennt talað vantar meiri metnað. Þá eru málefni sjúkrahússins komin í öngstræti. Það er grundvallaratriði í samfélagi okkar að heilbrigðis- málin séu í góðu lagi en þegar börn geta ekki lengur fæðst í heimabyggð þá höfum við farið áratugi aftur á bak í þróuninni. Samt ætti D-listinn að geta fengið heilbrigðisráðherrann til að huga að þessum málum, en kannske má ekki styggja flokks- bróður. Ég er sannfærður um að árið 2016 verður gott ár fyrir Vestmannaeyjar. Það er margt jákvætt að gerast í samfélagi okkar þótt samgöngurnar séu að sliga okkur nú um stundir. En nóg um það í bili. Ég óska Vestmannaeyingum öllum gleðilegs árs og vona að við munum áfram sem hingað til standa saman í öllu því sem eflir og bætir mannlíf Vestmannaeyja. Þegar litið er til baka yfir árið 2015 kemur í ljós að margt var vel gert sem áfram má byggja á til fram- tíðar. Staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er góð og laun á vinnumarkaði hækkuðu verulega í vor og bætur almannatrygginga hækkuðu um 7% umfram verðbólgu um áramót. Það er því mikilvægt að halda haus og missa ekki niður kjarabæturnar með hækkandi verðbólgu og verðlagi. Þar verða allir að leggja sitt af mörkum til að halda fengnum hlut. Vörugjöld hafa verið afnumin, tollar felldir niður um áramót sem eiga að skila sér í betri afkomu heimilanna. Það er mikilvægt að þessar lækkanir skili sér til neytenda og vel verður fylgst með því að það gerist. Heilbrigðismál Heilbrigðismálin eru sá málaflokkur sem skiptir alla landsmenn miklu máli ekki síst í Vestmannaeyjum. Ég tek eftir því að starfsandi og starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum gengur vel eins og víðast annars- staðar í kjördæminu. Starfsfólkið er ákveðið í því eins og áður að gera sitt besta til að tryggja þá bestu þjónustu sem því er unnt að veita á hverjum tíma. Jákvæð teikn eru á lofti og mikilvægt að sameining heilbrigðistofnunarinnar skili sér með festu í starfseminni, auknu öryggi og þjónustu fyrir fólkið hvar sem er á starfssvæðinu. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á áframhaldandi jákvæðar fréttir af heilbrigðismálum í Eyjum. Utanspítalaþjónusta eins og sjúkraflutningar eru snar þáttur í öryggi íbúa á landsbyggðinni og sá þáttur sem mikilvægt er að efla og ég bind vonir um að aukin menntun sjúkraflutningamanna muni skila sér í auknu öryggi íbúanna. Samgöngur Þau miklu vonbrigði sem Eyjamenn hafa upplifað vegna vandamála tengdum siglingum til Landeyja- hafnar er það mál sem hvert mannsbarn í Eyjum hefur skoðun á. Mín skoðun er alveg klár í þessu máli. Ég vil að fengnir verði sérfræðingar sem ekki komu að hönnun og uppbyggingu Land- eyjahafnar til að yfirfara forsendur hafnargerðarinnar og koma með tillögur um úrbætur sem tryggja notkun Landeyjahafnar allt árið, sem er ekki í hendi í dag. Niður- stöður slíkrar úttektar verða síðan hönnunarforsendur fyrir nýjum Herjólfi. Kunnugir segja mér að slík könnun kosti 100-200 mkr. sem er ekki stór peningur ef miðað er við þær 2,000 milljónir sem farið hafa í sanddælingu í og við Landeyjahöfn frá opnun hafnarinnar og Vegagerð- in er engu nær um framhaldið. Ég hvet ráðamenn til að hafa það þrek sem til þarf að endurskoða forsendur Landeyjahafnar sem algjörlega hafa brugðist vonum Eyjamanna um tryggar samgöngur allt árið. Einnig þarf að skoða með hvaða hætti er hægt að auka og tryggja flugsamgöngur við Eyjar, en flugfélagið Ernir hefur sinnt því verkefni með miklum sóma og ánægju Eyjamanna. Nýsköpun Það liggur fyrir að störfum í fiskveiðum og vinnslu muni fækka á næstu árum. Það mun gerast með aukinni hagkvæmni og nýsköpun í veiðum og vinnslu sem enn er innistaða fyrir í Eyjum. Við sjáum þegar færri, öflugri og fullkomnari fiskiskip sem eru með færri menn í áhöfn. Vinnslan er í sífelldri þróun og þar munu afköstin og verðmæta- sköpunin halda áfram að aukast en starfsfólkinu fækka. Jákvæðu afleiðingarnar ættu að vera betri afkoma fyrirtækjanna og mögu- leikar til að greiða færri starfs- mönnum betri laun. Neikvæðu afleiðingarnar eru fækkun starfa og hvar það fólk á að leita sér að nýjum starfsettvangi. Ég hef sagt það við forystumenn í atvinnulífi í Eyjum að mikil ábyrgð hvílir á fyrirtækjunum að leggja reynslu og fé í uppbyggingu nýrra atvinnu- tækifæra og nýsköpunar sem skapað getur fjölda vel launaðra starfa í Eyjum. Bæjarfélagið er lykilaðili í slíkri uppbyggingu sem tengiliður atvinnulífs, menntastofn- ana og aðila í nýsköpun og klasasam- starfi eins og Sjávarklasans. Upp- bygging Þekkingarseturs Háskólans og Fiskiðjunnar er mjög gott skref í þá átt, fyrirmyndin er til, reynslan er til staðar og það þarf ekki að vaða yfir marga læki til að leita svaranna. Það má ekki gleyma því sem vel er gert og þakka fyrir það. Í Eyjum er gríðarleg þekking og reynsla þjónustufyrirtækja við sjávarútveginn og atvinnulífið og ég tel þá aðila ekki síður lykilaðila í frekari uppbyggingu nýsköpunar sem mun í enda dagsins efla þau fyrirtæki enn frekar og treysta starfsemi þeirra til framtíðar. Í mínum huga er fjölgun vel launaðra starfa í Eyjum stærsta mál samfélagsins á næstu misserum og árum. Árangurinn af því verkefni ræðst af samstarfsvilja og sameigin- legri sýn atvinnulífs og sveitar- félagsins. Náist sú samstaða, koma allir í mark sem sigurvegarar. Lokaorð. Í stuttum pistli er aðeins minnst á það helsta. Ég er bjartsýnn fyrir hönd Eyjamanna á framtíðina, hún er að mestu undir þeim sjálfum komin. Sterkt samfélag sem byggir á traustu atvinnulífi, sterkum einstaklingum, sögu sem allir geta verið stoltir af og stóru Eyjahjarta, nær þangað sem það ætlar sér. Gangið þá vegferð saman, fyrir opnum tjöldum í takt, þá farnast öllum vel. Ég vil þakka þeim mikla fjölda Eyjamanna sem leita til mín um margvísleg mál og fyrir að veita mér þá ánægju að geta orðið að liði. Ég er tilbúinn að halda því áfram. Þakka samstarfið á liðnu ári og óska Eyjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Nýsköpun og fjölgun vel laun- aðra starfa mikilvægasta málið :: Samgöngu- og heilbrigðismálin áfram í brennidepli Á tímamótum eins og nýju ári rifjum við upp það liðna og förum yfir málin. Hvort sem það er á persónulegu nótunum, vinnan eða samfélagið. Eyja- fréttir fengu nokkra einstaklinga til að gera upp árið í nokkrum orðum. Uppgjör við 2015 og markmiðin fyrir 2016 Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Almennt talað var árið 2015 gjöfult ár Stefán Jónasson oddviti E- Listans í bæjarstjórn Líf og fjör í Rauðagerði Sigþóra Guðmundsdóttir forstöðumaður Rauðagerðis.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.