Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Side 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Á síðasta ári eignuðumst við bikarmeistara í meistaraflokki karla í handbolta og þá átti meistara- flokkur kvenna gott tímabil. Meistaraflokkur kvenna í fótbolta átti ágætt tímabil en tímabilið hjá strákunum var okkur erfitt. Við erum mjög stolt af því að eiga 4 lið í úrvalsdeildunum enn eitt árið. Við áttum marga unga og efnilega krakka í yngri landsliðum Íslands og spiluðu margir af leikmönnum félagsins landsleiki fyrir Íslands hönd. Sendum við lið til keppni á Íslandsmót/bikarkeppni í öllum flokkum karla og kvenna og uppskárum þrjá titla. Hátíðir félagsins gengu mjög vel, gestir okkar á Þrettándanum voru margir og þrátt fyrir erfiða veðurspá þá var nokkuð fjölmennt í göngunni og veðrið framar björtustu vonum. Þjóðhátíðin var einnig fjölmenn og var hátíðin ein af stærstu hátíðum sem félagið hefur staðið að. Gestir okkar voru upp til hópa mjög flottir og voru mættir til Eyja til að skemmta sér og sínum. Mót félagsins skiptu um nöfn á árinu en nú heita þau Orkumótið, Tm mótið i Eyjum og Eyjablikksmótið. Tm mótið hefur farið stækkandi síðustu ár en mótið er fyrir 5. flokk kvenna í fótbolta. Orkumótið hefur verið fullbókað síðustu ár og var engin breyting þar á í sumar en mótið er fyrir 6. flokk karla í fótbolta. Eyjablikksmótið er handboltamót sem er fyrir 5. flokk karla og kvenna og er það fyrsta mót tímabilsins í handboltanum. Segja má að á þessum mótum hafi félagið tekið á móti 2500 leikmönnum sem og auðvitað töluverðu af foreldrum og þjálfurum auk okkar iðkenda sem að sjálfsögðu voru á þessum mótum. Árið var félaginu að öllu jöfnu gott rekstrarlega, rúmlega fjörutíu manns eru á launaskrá að jafnaði á mánuði og eru stöðugildin okkar rúmlega 30. Við höfum á undanförnum árum verið að velta um hálfum milljarði á ári og keyptum vörur og þjónustu af fyrirtækjum og stofnunum í Eyjum fyrir 150 milljónir á árinu 2015. Við erum stolt af því að vera stór hluti af frábæru samfélagi sem er hér í Eyjum og viljum leggja okkar af mörkum til að gera samfélagið okkar enn betra. Árið 2015 var Eyjamönnum í flesta staði gott. Atvinnulífið hélt áfram að styrkjast og dafna og er nú orðið sérlega áberandi hversu öflugan sprota Eyjamenn eiga í ferðaþjón- ustu. Sú atvinnugrein hefur í dag alla burði til að vaxa til hliðar við - og ásamt - sjávarútvegi. Afrek... ...á sviði menningar og íþrótta voru víða og ljóst að Eyjamenn eru öflugir á þeim sviðum sem öðrum. Við Eyjamenn erum ríkir. Ríki- dæmi okkar samanstendur meðal annars af öflugu leikfélagi, sterkri lúðrasveit, fjölmennum kórum, stórri sveit myndlistarfólks, rithöfundum, grafískum hönnuðum og fleira. Við erum einnig með úrvalsdeildarlið í fótbolta og handbolta, bæði karla og kvenna. Við bjóðum upp á æfingar í frjálsum, fimleikum, sundi, blaki, badminton, karate og þar fram eftir íþróttagötunni. Klúbbastarf er gríðarlega öflugt og skemmtanir vel sóttar. Í Eyjum er maður manns gaman. Við vorum... ... reglulega minnt á að víða eru blikur á lofti hvað tilveru okkar Eyjamanna varðar. Samþjöppun í sjávarútvegi er hvött áfram af ofurskattlagningu og eftir standa sjávarbyggðirnar með einhæfara atvinnulíf og færri störf. Sam- göngur á sjó eru hér í algerri pattstöðu. Áfram er siglt á elsta skipi sem verið hefur í áætlun milli lands og Eyja í höfn sem ekki stenst þær kröfur sem gerðar voru til hennar. Þannig verður það þar til eitthvað verður gert. Heilbrigðis- þjónusta er minni en þörf er á og fæðingaþjónusta hefur nánast verið lögð af. Í þessum vanda... ....öllum má þó finna þann ótvíræða kost að hann er fyrst og fremst mannanna verk. Sé til þess vilji er hægt að gera á þeim breytingar og hindra frekari skaða. Það á að vera sjálfsagt og eðlilegt að íbúar sjávarbyggða og fyrirtækin þar njóti þess þegar vel gengur í sjávarút- vegi. Ofurhár skattur á sjávarút- vegsfyrirtækin er í dag lands- byggðaskattur sem erfitt er að una. Frá örófi alda hafa samgöngur við Vestmannaeyjar verið erfiðar og þannig verður það áfram í nánustu framtíð. Öllum má þó ljóst vera að tvennt þarf tafarlaust að koma til. Það þarf tarfarlaust að ráðast í smíði á nýrri ferju og smíðatíma hennar þarf að nota til að gera breytingar á Landeyjahöfn. Þar er sennilega stærsta hagsmunamál okkar í dag. Heilbrigðisþjónusta í Eyjabyggð á síðan að vera jafn sjálfsögð og vatn og rafmagn. Það kann að vera að það sé eitthvað dýrara að veita þá þjónustu í stórri byggð umluktri af sjó en það verður þá svo að vera. Verkefni ársins 2016... ...verða víðtæk og margs konar. Höfuðáhersla verður þar lögð á uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og fatlaða. Fjöliðjan Heimaey (verndaður vinnustaður) verður byggð upp og þjónustan þar efld. Stefnt er að byggingu á íbúðum sérhönnuðum fyrir fatlaða. Fjármagn hefur verið tekið frá í byggingu nýrrar deildar fyrir fólk með heilabilun (Alzheimer) við Hraunbúðir, fjölga á herbergjum við Hraunbúðir og stefnt er að bygg- ingu nýrra þjónustuíbúða fyrir aldraða. Þá standa vonir til þess að hægt verði að finna tæknilegar og hagkvæmar lausnir í sorpmálum og er þar sérstaklega horft til þess að hefja á ný sorpbrennslu í Vest- mannaeyjum. Að lokum verður mikil áhersla lögð á uppbyggingu á fræða- og nýsköpunarumhverfi og í því samhengi eru miklar vonir bundnar við hið nýja háskólanám sem verið er að undirbúa sem og stofnun sjávarklasa í Fiskiðjunni. Hvað vettvang stjórnmála... ...varðar má öllum ljóst vera að meirihluti sjálfstæðismanna mun halda áfram þeirri ábyrgu og ákveðnu framgöngu sem einkennt hefur hann. Átök um málefni eru í senn eðlileg og mikilvæg. Persónu- legt skítkast og árásir á einstaka embættismenn eða kjörna fulltrúa eru hins vegar skaðlegar og vinna gegn þeim hagsmunum sem kjörnum fulltrúum er ætlað að vinna að. Á komandi ári mun meirihluti sjálfstæðismanna áfram leggja áherslu á virðingu fyrir jafnt samherjum sem andstæðingum og þrátt fyrir vaxandi vilja minni- hlutans til að hefja á ný þann leðjuslag sem lengi einkenndi samfélag okkar Eyjamanna þá munu sjálfstæðismenn ekki leggjast í þá for. Vestmannaeyjar eru... ... sterkt samfélag. Þar býr gott fólk sem ætíð er tilbúið að leggja lykkju á leið sína fyrir samfélagið. Við viljum koma vel fram hvert við annað og við viljum rétta þeim hálparhönd sem á þurfa að halda. Þótt verkefnin séu mörg, og sum hver stór, þá er því ekki að kvíða á meðan Eyjamenn búa því yfir þori, þreki og samstöðu sem tryggt hefur velferð okkar í gegnum aldirnar. Gleðilegt nýtt ár Það eru forréttindi að vinna í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Fallegasta stað í heimi, sem lætur engan ósnortinn. Það er ekki hægt að segja annað en að hér hafi fólk gripið tækifærin, sem til urðu í ferðaþjónustu við opnun Land- eyjahafnar fyrir 5 árum. Ég man vel eftir umræðunni um hvort Vestmannaeyjabær og ferðaþjón- ustan hér væru yfirhöfuð tilbúin í að taka við ferðamannafjöldanum sem kæmi í kjölfar nýju hafnarinnar. Hafi einhver haldið að við réðum ekki við þetta þá hefur heldur betur annað komið í ljós. Hér hefur þjónustustigið vaxið með eftir- spurninni. I dag státar bærinn af einu glæsilegasta hóteli landsins, fjölda góðra gististaða, bestu veitingastöðum landsins, ein- stökum íþróttamannvirkjum, fjölbreyttri afþreyingu og söfnum. Ég vil auðvitað nefna sérstaklega það sem stendur mér næst, sem eru Eldheimar. Safnið hefur fengið mikinn meðbyr. Um 30.000 ánægðir gestir á liðnu ári, sem er mun meira en nokkur þorði að vona og svo Hönnunarverðlaun Íslands, sem er bæði mikil viðurkenning og auglýsing fyrir safnið. Í Eyjum er allt klárt fyrir mun fleiri ferðamenn, en því miður eru samgöngurnar ennþá þannig að öll hin metnaðarfulla uppbygging nýtist ekki allt árið og skilar þar með ekki tekjum og störfum á ársgrundvelli. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að horfa á ferðamennina hverfa um leið og óöryggið með siglingarnar byrjar þegar líður á haustið, vitandi af þeim mikla ferðamannafjölda sem er á landinu yfir vetrarmánuðina. Nú er að vona að Landeyjahöfn opnist sem allra fyrst, það er óásættanlegt að búa við ótryggar samgöngur langt fram í maí eins og raunin var á síðsta ári. Að þessu sögðu er ég annars bjartsýn á það sem framundan er á nýju ári. Það sem er mér efst í huga frá árinu 2015 er allt það góða fólk sem ég hef kynnst á árinu. Það er mikill fjársjóður fólginn í því að fá að kynnast eldri borgurum Vestmanna- eyja sem eru upp til hópa bráð- skemmtilegt fólk. Opnun á Kviku, félagsaðstöðu Félags eldri borgara, þann 1. desember er eitthvað sem við öll í Eyjum getum verið stolt af, það skiptir svo gríðarlega miklu máli að huga vel að kynslóðinni sem byggði upp samfélagið og gerði það að því sem það er í dag. Það hefur einnig verið margt skemmtilegt gert á Hraunbúðum á árinu, farið í kaffihúsaferðir, goslokahátíðin færð til okkar, haldið þjóðhátíðarpartý, jólahlað- borð og ýmiss konar tilbreyting í boði. Það er líka fjársjóður fólginn í því frábæra starfsfólki sem vinnur á Hraunbúðum og ég hef orðið þess aðnjótandi að kynnast. Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því hversu dýrmætt og óeigingjarnt starf þetta fólk vinnur. Allt með sama markmiðið, að láta eldra fólkinu okkar líða sem best. Framundan á árinu eru mörg spennandi verkefni sem tengjast vinnunni. Ég er mjög glöð yfir því að nú sé verið að teikna viðbygg- ingu við Hraunbúðir ásamt því að unnið sé að því að bæta aðstöðu fyrir dagfólkið okkar. Það er líka spennandi starfsemi framundan í Kviku og mótun á starfi þar í samvinnu við Félag eldri borgara. Það verður markmið ársins 2016 að bjóða eldri borgurum, sem eru langt frá því að vera einsleitur hópur, fjölbreytta þjónustu og mæta þannig ólíkum þörfum og óskum. Elliði Vignisson bæjarstjóri. Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi, deildarstjóri í öldrunarmálum Dóra Björk Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri ÍBV Árið 2015 hjá ÍBV Gott ár að baki, enn betra ár í vændum :: víða eru þó blikur á lofti sem bregðast þarf við Markmið að láta fólkinu líða vel Aðsóknarmet í Eldheimum og víðar :: Frábæru ferðaári lauk með lokun Landeyjahafnar Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi og safnstjóri Eldheima.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.