Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Hafsteinn Briem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV nú á dögunum. Hafsteinn var lykilmaður í liði ÍBV á síðasta tímabili og var valinn besti leik- maður ÍBV á lokahófinu. Hafsteinn ólst upp í HK en hefur einnig leikið með Val, Haukum og Fram. Blaðamaður Eyjafrétta setti sig í samband við Hafstein sem var að vonum sáttur með nýjan samning. „Mér líst mjög vel á metnaðinn hjá klúbbnum fyrir komandi tímabil. Við erum ansi þunnskipaðir eins og er en ég hef fulla trú á því að við verðum með sterkan mannskap þegar mótið byrjar næsta vor,“ sagði Hafsteinn en ásamt því að stunda fótboltann hefur hann sest á skólabekk og lærir viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hafsteinn flutti til Vestmannaeyja í febrúar 2014 og líkaði vel. „Það er frábært að vera í Eyjum, algjör paradís á sumrin. Þar getur maður verið knattspyrnumað- ur allan sólarhringinn og það gerði mér klárlega gott síðasta sumar. Það er vel hugsað um mann og ég held að þetta sé fullkominn staður fyrir leikmenn sem vilja ná lengra. Planið var að fjölskyldan kæmi svo í maí en það gekk því miður ekki upp. Ég byrjaði hins vegar í skóla í haust og var því með annan fótinn upp á landi síðustu tvo mánuði keppnistímabilsins.“ Gekk vel persónulega á síðasta tímabili Þegar tal okkar Hafsteins berst að síðasta tímabili segir hann að það hafi verið vonbrigði hvað stigasöfn- una varðar en að honum hafi gengið vel persónulega. „Það var mikið rót á leikmannahópnum og þjálfara- teyminu sem skilaði sér í mjög sveiflukenndum úrslitum,“ sagði Hafsteinn en hann er fullur tilhlökkunar með að vinna með Bjarna Jóhannssyni, nýjum þjálfara ÍBV. „Með Bjarna fylgir ákveðinn kraftur og hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er topp- þjálfari.“ Hvaða væntingar hefur þú til næsta tímabils? „Það er erfitt að segja til um það eins og staðan er núna. En eftir að hafa talað við Bjarna og stjórnar- menn er ég ekki í nokkrum vafa að við eigum eftir að gera betur en síðasta sumar. Ef við fáum stuðningsmenn félagsins á okkar band verður hægt að gera mjög skemmtilega hluti er ég viss um.“ Íþróttir u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Knattspyrna | Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins 2015 Það kom fáum á óvart að Heimir Hallgrímsson skyldi vera kjörinn þjálfari ársins 2015 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Heimir fékk 215 stig í kjörinu en niðurstöður voru kynntar í Hörpu miðvikudaginn 30. desember. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, fékk 69 stig en hann varð heimsmeistari á dögunum. Heimir náði ótrúlegum árangri með íslenska landsliðið sem hann stýrir ásamt Lars Lagerback. Saman stýrðu þeir félagar liðinu inn á Evrópumótið sem fram fer í júní á þessu ári. Þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskt karlalandslið fer á stórmót og því um ótrúlegan árangur að ræða. Knattspyrnuráð ÍBV gekk á dögunum frá samningi við Óskar Jósúason en hann mun taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá meistaraflokki og 2. flokki félags- ins. Óskar er fæddur og uppalinn í Eyjum þar sem hann spilaði upp yngri flokkana með ÍBV, Tý og Þór. Þá var Óskar á mála hjá ÍBV árin 1998 til 2002. Hann lék t.a.m. í leik gegn Leiftri um titilinn meistari meistaranna árið 1998. Óskar hefur undanfarin ár starfað við Grunn- skóla Vestmannaeyja þar sem hann hefur hlotið gott orð fyrir störf sín sem kennari. Hjálmar Jónsson, sem gegndi starfinu síðustu misseri, ákvað að taka ekki slaginn á ný með stjórninni. Knattspyrna | óskar Jósúa- son fram- kvæmda- stjóri knatt- spyrnudeild- ar karla :: Hefur störf seinna í janúar Knattspyrna | Skogsrud farinn í C-deild í Noregi Tom Skogsrud, fyrrum leikmaður ÍBV, hefur ákveðið að halda í C-deildina í Noregi þar sem Moss FK hafði áhuga á honum. Það er ljóst að ÍBV mun sakna Toms sem lék átján leiki í fyrra með liðinu. Áður hafði Tom verið í unglinga- liðum Manchester City og Rangers. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við lið Moss FK en þar eru menn spenntir fyrir honum. Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu segir Tom vera góðan leikmann, í góðu formi og hann geti spilað sem miðjumaður og varnarmaður. Unglingurinn Sandra Erlings- dóttir hefur leikið vel með Füchse Berlin í þýsku Bundesligunni á tímabilinu. Sandra er einungis sautján ára gömul en hefur samt átt fast sæti í leikmannahópi liðsins á tímabilinu. Þýska deildin er ein sú sterkasta í Evrópu og jafnvel í heiminum en samkvæmt EHF er deildin sú sjötta sterk- asta, til samanburðar er íslenska deildin í 26. sæti. Lið Söndru byrjaði tímabilið illa og tapaði fyrstu fimm leikjunum, liðið hefur þó unnið fimm næstu og situr því um miðja deild. Sandra hefur komið við sögu í átta leikjum en í þeim hefur hún komist á blað fimm sinnum. Á dögunum var Sandra einnig valin mikilvægasti leikmaður æfingamóts þar sem U-18 ára landslið Íslands var að spila. Það er þó ekki alltaf dans á rósum að vera að spila í eins sterkri deild og þeirri þýsku en fjölskylda Söndru fór í frí til Íslands yfir áramótin. Sandra var ekki með í för en tveir leikir voru á næstunni hjá Füchse, hvor sínum megin við áramótin. Þar spilaði liðið við Göppingen og Celle en báðir leikirnir unnust örugglega. Gegn Celle komst Sandra ekki á blað en nældi sér þó í eina tveggja mínútna brottvísun. Síðasta mark hennar kom í sigri á Rosengarten-Buchholz í sjöundu umferð. Eldgamalt dagblað í Berlín sem nálgast 150 ára afmæli sitt, veitti Söndru athygli í vikunni þar sem lítið viðtal var tekið við hana. Þar er sérstaklega tekið fram að um dóttur Erlings Richardssonar sé að ræða en hann virðist ekkert vera að kippa sér upp við aðstæður og segir meðal annars: „Ég er ekkert stressaður fyrir hennar hönd, sömu sögu er ekki hægt að segja um konuna mína sem er hrikalega stressuð.“ Þá er einnig spjallað við Söndru þar sem hún segist hafa spilað handbolta síðan hún var sex ára, þá hafi hún æft og spilað fótbolta samhliða handbolta upp að 15 ára aldri. Hún segist einnig hafa vonað að pabbi hennar fengi ekki starfið í fyrstu þar sem hún hafi eignast mjög góða vini í Austurríki en hún sé orðin ánægð núna og viti að hún eigi eftir að læra mikið hjá Füchse. Þá vonum við að liði Söndru haldi áfram að ganga svona vel en þær eru með fullt hús stiga í síðustu fimm leikjum, einungis Thüringer, topplið deildarinnar, hefur safnað jafnmörgum stigum í síðustu umferðum. Handbolti | Sandra Erlingsdóttir að spila vel með liði Füchse Berlin :: Spilað átta leiki það sem af er leiktíð Knattspyrna | Hafsteinn Briem semur til þriggja ára Líst mjög vel á metnaðinn hjá klúbbnum fyrir komandi tímabil GÍGja ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Hafsteinn Briem og Sigríður Lára Garðarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna í fótbolta eftir síðasta tímabil.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.