Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Síða 1
Eyjafréttir Stelpurnar í öðru Sæti >> 15>> 6 Sigmund kominn heim annáll árSinS 2015 - Seinni hluti >> 7 Vestmannaeyjum 13. janúar 2016 :: 43. árg. :: 2. tbl. :: Verð kr. 450 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Að morgni nýársdags klukkan 08.46 fæddist þeim Arndísi Báru Ingimarsdóttur og Vigni Arnari Svavarssyni sonur. Hann var 3384 gr., eða rúmar 13 merkur og 50 sm. Hann fæddist í Reykjavík og var fimmta barn ársins. Móður og barni heilsast vel, en þau komu til Eyja nokkrum dögum eftir fæðingu drengsins. „Okkur þótti ekkert svo slæmt að vera í Reykjavík þar sem við eigum bæði íbúð og fjölskyldu þar. Við þurftum því ekki að vera að brasa í því að redda okkur íbúð eins og svo margir þurfa að gera sem sem eru í þessum aðstæðum,“ sagði Arndís Bára. Hún sagði að þau hefðu farið til Reykjavíkur viku fyrir jól, en komið aftur og eyddi fjölskyldan jólunum í Eyjum. „Við fórum svo strax aftur til Reykjavíkur eftir jól og vorum þar um áramótin. Vignir á fjölskyldu í Reykjavík sem við vorum með yfir áramótin, við höfum aldrei gert það áður og það var bara mjög skemmtilegt að prufa það.“ Það sem þeim þótti verst við að þurfa að vera að fara til Reykjavíkur eru samgöngurnar sem því miður eru ekki nógu góðar. Það er bæði mikið af fólki og vörum sem fara á milli í Herjólfi á þessum tíma og þess vegna var erfitt að fá far fram og til baka þegar hentaði þeim. Þau þurftu því að láta ferðina stjórnast af því hvenær væri til laus klefi og pláss fyrir bílinn í Herjólfi. ,,Svo er náttúrulega ekki nógu gott að það sé ekki fæðingaþjónusta hér í Eyjum og að ungt fólk þurfi að vera að fara til Reykjavíkur til að sækja þá þjónustu og þá sérstaklega þegar samgöng- urnar eru ekki heldur nógu góðar,“ sagði Arndís Bára. Drífa Björnsdóttir, ljósmóðir, tók undir þetta í samtali við Eyjafréttir. Í fyrra fæddust þrjú börn í Vestmanna- eyjum sem er í raun sögulegt, aldrei fæðst svona fá börn á einu ári hérna. ,,Þetta er mjög dapurt og alls ekki gæfuleg staða,“ sagði Drífa. Sara Sjöfn GrettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Þrettándagleðin fór vel fram og þátttaka góð. Sjá myndir og umfjöllun á blaðsíðum 12 og 13. Fyrsti Eyjamaðurinn kom að morgni 1. janúar :: 13 marka drengur: Þrjú börn fæddust í Vestmannaeyjum 2015 og hafa aldrei verið færri :: Þetta er mjög dapurt og alls ekki gæfuleg staða, segir ljósmóðir Fjölskyldan, sá nýfæddi, Vignir Arnar, Ísak Elí og Arndís Bára. M yn d: S ig rú n M ag nú sd ót ti r

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.