Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 14. janúar Kl. 10.00 Foreldramorgun Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM & K við Vestmannabraut Fimmtudagur 14. janúar Kl. 14.00 Litlir lærisveinar Sunnudagur 17. janúar Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta með miklum söng, sögu, leik og lofgjörð. Kl. 14.00 Messa í Landakirkju Kl. 20.00 Fundur hjá Æskulýðs- félagi Landakirkju/KFUM&K í Safnaðarheimlinu. Mánudagur 18. janúar Kl. 13.30 Fermingarfræðsla Kl. 14.30 Fermingarfræðsla Kl. 17.00 Kirkjustarf fatlaðra (í stað þess fundar sem frestað var í síðustu viku) Kl. 20.00 Tólf spora andlegt ferðalag. Framhaldshópur Þriðjudagur 19. janúar Kl. 13.45. Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 STÁ (1.-3. bekkur) Kl. 16.30 NTT (4. og 5. bekkur) Kl. 16.30 LK-Movie (6. og 7. bekkur) Kl. 20.00 Samvera hjá Kvenfélagi Landakirkju Miðvikudagur 20. janúar Kl. 10.00 Bænahópur Kl. 10.00 Kaffistofan Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum Kl. 17.30 Kyrrðarbæn Kl. 19.30 OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíulestur og bænastund, Höldum áfram með Hebreabréfið. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma Guðni Hjálmarsson prédikar, Lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Miðvikudagur til laugardags kl. 20:00 Bænavika, biðjum fyrir landi, þjóð og fl. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: >> SmáauglýsingarEyjamaður vikunnar Höfnin í Brandinum fallegasti staðurinn Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka fór fram um síðustu helgi og heppnaðist frábærlega. að þeirri gleði koma margir að verki en um 200 sjálfboðaliðar koma að hátíðinni á einn eða annan hátt. Jóhann Jónsson er einn þeirra og er hann því Eyjamaður vikunar. Nafn: Jóhann Jónsson. Fæðingardagur: 9. des. 1956. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Kona, 2 dætur, 2 tengdasynir og 5 barnabörn og svo 2 systkini. Draumabíllinn: Sá sem ég á, Ford Explorer. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt. Versti matur: Enginn, en matur er misgóður. Uppáhalds vefsíða: Engin sérstök. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Rokk í þyngri kantinum. Aðaláhugamál: Fjölskyldan og náttúran í allri sinni dýrð. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Einstein, hann gæti kannski ráðlagt mér um nýja ferju. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Höfnin í Brandinum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Enginn sérstakur, en ÍBV án efa. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Geng talsvert. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi lítið á sjónvarp en helst eitthvað fréttatengt. Hvað hefur þú verið lengi í sjálfboðastarfi í tengslum við þrettándan: Farið að slá í 50 ár. Hvað er það sem er svona heillandi við hátíðina: Samgleðin, ánægja barnanna og að gera eitthvað fyrir samfélagið sem ég bý í. Hvað finnst þér skemmtilegast í undirbúningnum: Allt það frábæra fólk sem kemur að þessu öllu og leggur fram ótrúlega vinnu til að allt gangi upp. Hefur þrettándinn breyst mikið frá því þú fórst fyrst að vera með: Nei, ekki í grunninn en það er alltaf verið að vanda sig. Þátttakan segir til um að dæmið sé að ganga upp. Eitthvað að lokum: Mikið væri nú gaman ef Landeyjahöfn virkaði að sjá fjöldann sem væri á gleðinni, en því miður. Áfram ÍBV og Vest- mannaeyjar. Jóhann Jónsson er Eyjamaður vikunnar Þökkum Heiðrúnu fyrir áskorunina. Við ætlum að bjóða upp á mjög góðan og einfaldan kjúklingarétt. Eftirrétturinn er eins og konfekt en það þarf að gefa sér tíma til að útbúa hann og smá þolinmæði :) Uppáhalds kjúklingarétturinn 4-5 kjúklingabringur 4 stk. hvítlauksrif, söxuð smátt 1/2 l matreiðslurjómi 1 stk. piparostur (þessir hringlaga) 1 krukka rautt pestó 2 msk. soyasósa 5-10 dropar tabasco sósa Setjið um 1/2-1 msk. af smjöri og léttsteikið hvítlaukinn. Bætið þá matreiðslurjóma, piparosti, rauðu pestó, soyasósu og tabasco sósu saman við, bræðið ostinn og smakkið sósuna til. Brúnið kjúklingabringurnar á annarri pönnu, á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót. Hellið sósunni yfir bringurnar og látið inn í 175°c heitan ofn í um hálftíma eða þar til kjúklingabring- urnar eru fulleldaðar. Með þessu ber ég fram salat með iceberg, avocadó, rauðlauk og fetaosti og hrísgrjónum. Ópalsúkkulaði- og karamellumús 4 eggjahvítur 4 eggjarauður 80 g flórsykur 200 g suðusúkkulaði Rauður ópal Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og teknar til hliðar. Eggjarauðurnar eru þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Ópalið er brætt í örbylgjuofni (stutt í einu og hræra á milli) og svo sett með súkkulaðinu sem er brætt yfir vatnsbaði. Ópalsúkkulaðiblöndunni er blandað saman við eggjarauð- urnar og flórsykurinn. Eggjahvít- unum er svo bætt rólega við með sleikju. Súkkulaðimúsinni er síðan hellt í lítil glös eða krukku og hún sett ísskáp. Karamellusúkkulaðimús 4 eggjahvítur 4 eggjarauður 80 g flórsykur 200 g karamellusúkkulaði ( t.d. Karamellu-Pipp) Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og teknar til hliðar. Eggjarauðurnar eru þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og svo blandað saman við eggjarauð- urnar og flórsykurinn. Eggjahvít- unum er bætt rólega við með sleikju. Loks er karamellusúkku- laðimúsinni hellt ofan á ópal- súkkulaðimúsina og allt saman kælt í ísskáp að lágmarki 2 klukkustund- ir. Gott er að hafa þeyttan rjóma með. Við ætlum að skora á Bigga Magg sem næsta matgæðing, hlökkum mikið til að sjá hvað hann býður upp á. Kjúklingur og mýs Guðlaug Gísladóttir er matgæðingur vikunnar Íbúð til leigu í hjarta bæjarins Eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. Uppl. í 895 1569 eða s . 481-1798 eftir kl. 16, Svanhildur. ------------------------------------------- Viltu passa mig? Halló, ég heiti Perla. Vill einhver vera svo væn/n að passa mig í nokkrar vikur. Upplýsingar í síma 897-1151. ------------------------------------------- Herbalife Gott til að vinna úr eftirstöðvum jólahaldsins. Sími 481-1920 og 896-3438. ------------------------------------------- Erla Signý Sigurðardóttir: Já, að vera dugleg að njóta samverustunda með fjölskyldu og vinum. Laufey Konný Guðjónsdóttir : Nei, ég strengdi engin áramótaheit og hef aldrei gert. Grétar Þór Eyþórsson: Já, ætla ásamt ÍBV liðinu að halda risa þjóðhátíð í maí. Einnig stefni ég að því að bóna bílinn minn í fyrsta skipti einn árið 2016. Svo eru nokkur lítil markmið sem ég held fyrir sjálfan mig Trausti Hjaltason: Já. Í fyrra setti ég mér 52 markmið sem ég ákvað að framlengja núna og eru þau miserfið og mjög misjöfn. T.d. halda grillveislu, ekkert svart gos, hrósa 20 einstak- lingum á einni viku, bíllaus vika o.s.frv. strEngdir Þú áramÓtaHeit? Á fimmtudag, var dregið í Hús- númerahappdrætti knattspyrnu- deildar karla ÍBV. Útgefnir miðar voru 1.800 og aðeins dregið úr seldum miðum. Alls voru vinningarnir 25 að heildarverðmæti kr. 560.000.-. Hér að neðan má sjá vinningsnúm- erin og geta þeir heppnu nálgast vinninga sína á skrifstofu deildar- innar í Týsheimlinu milli klukkan 9:00 og 16:00 á virkum dögum. Númer Vinningsnúmer 1 .............................................. 979 2 .............................................. 951 3 ................................................ 17 4 ............................................ 1318 5 .............................................. 606 6 ............................................ 1617 7 .............................................. 215 8 .............................................. 665 9 .................................................. 5 10 ............................................ 418 11 .............................................. 80 12 .............................................. 33 13 ............................................ 801 14 .......................................... 1666 15 ............................................ 480 16 ............................................ 541 17 ............................................ 111 18 ............................................ 594 19 ............................................ 322 20 ............................................ 546 21 .......................................... 1642 22 ............................................ 829 23 ............................................ 239 24 ............................................ 897 25 .......................................... 1534 Knattspyrnuráð karla ÍBV óskar vinningshöfum til hamingju! Dregið í hús- númera- happ- drætti ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.