Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 Allir landsmenn þekkja skop- myndir Sigmunds Jóhannssonar sem birtust í Morgunblaðinu nánast á hverjum degi í yfir fjörutíu ár eða frá 25. febrúar 1964 til 9. október 2008. Í desember 2004 keypti forsætis- ráðuneytið safn Sigmunds og afhenti það Vestmannaeyjabæ til varðveislu, alls um 10.000 myndir. Frá þeim tíma hefur það verið vistað í Safnahúsinu. Árið 2009 var lokið við að birta myndirnar á vefsvæðinu sigmund.is en nú eru myndirnar orðnar um 11.000. Síðastliðna helgi kom forsætis- ráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til Eyja með þá færandi hendi að afhenda Vest- mannaeyjabæ safnið að gjöf. Að sögn Elliða Vignissonar, bæjar- stjóra, er það afskaplega mikilvægt þar sem með því er allur vafi tekinn af hvað varðar réttindamál og því auðveldara að huga enn betur að því að gera Sigmundssafnið aðgengi- legra en meðan eignarréttur og umráðaréttur var allur á hendi ríkisvaldsins. Á sunnudeginum, 10. janúar, var haldin látlaus en virðuleg athöfn í Sagnheimum, byggðasafni, þar sem forsætisráðherra og bæjarstjóri skrifuðu undir formlega gjafaaf- hendingu til Vestmannaeyjabæjar. Elliði hóf athöfnina með því að benda á að safn Sigmunds væri eitt af mestu menningarverðmætum Vestmannaeyja og því vildi hann þakka ráðherra fyrir að koma persónulega og sýna með því velvilja sinn í verki. Forsætisráðherra svaraði því til að hann ætti ýmislegt að þakka sjálfur þar sem hans pólitíski áhugi hefði fyrst kviknað af myndum Sigmunds og hann sagðist vera hreykinn af því að fá nú tækifæri til að afhenda Vestmannaeyingum safnið til eignar. Hlynur Sigmundsson talaði fyrir hönd foreldra sinna og annarra afkomenda. Hann byrjaði á því að þakka Guðna Ágússyni og Kára Bjarnasyni kærlega fyrir þeirra atbeina við að ljúka þessu máli á þennan farsæla veg og bætti því við að nákvæmlega svona hefði pabbi sinn viljað að mál hefðu þróast. Hann lét þess jafnframt getið að móðir sín, Helga Ólafsdóttir, hefði viljað vera viðstödd en vegna mikilla veikinda hennar hefði það ekki verið unnt. Hlynur þakkaði einnig Elliða fyrir atorku hans í málinu og sagðist styðja heils hugar áætlanir hans um að auka aðgengi að safninu með margvíslegu móti og hlakka til að sjá þær verða að veruleika á næstunni. Þá kallaði hann Kára fram og Jón Óla Ólafsson, afabarn Sigmunds sem afhenti Safnahúsinu glæsilegt listaverk eftir Sigmund sem hann málaði 1969 og sýnir vel höfnina fyrir gos. Að lokum var boðið upp á kaffi og veitingar inni í þjóðhátíðartjaldinu. Hún var hlýleg umgjörðin um þessa athöfn og einhver notalegur andi yfir samkomunni allri. Fram kom í spjalli við Hlyn og Kára eftir athöfnina að fyrirhugað er að halda málþing um Sigmund líklega á sumardaginn fyrsta, 21. apríl en daginn eftir hefði Sigmund orðið 85 ára. Fram kom í spjalli þeirra félaga að Guðni Ágústsson, sem var erlendis og gat því ekki verið með að þessu sinni, myndi þar minnast vinar síns ásamt fleiri félögum. Nokkrar af myndum Sigmunds höfðu verið teknar fram í tilefni dagsins og gamalt bros endurfædd- ist á vörum blaðamanns þegar flett var og hann gat ekki annað en hugsað með sér hvílíkan fjársjóð Vestmannaeyjar hafa átt og eiga enn í Sigmund Jóhannssyni. Merkur listamaður og mikill Eyjamaður „Við höfum lengi unnið að því að tryggja að verk Sigmunds heitins, þess merka listamanns og mikla Eyjamanns sem lést í maí 2012, yrðu hluti af listasafni og menn- ingarverðmætum Vestmannaeyja- bæjar,“ sagði Elliði við Eyjafréttir eftir athöfnina. „Með samkomulag- inu sem við Sigmundur Davíð undirrituðum í gær afhendir ráðuneyti hans Vestmannaeyjabæ til eignar öll þau verk sem Sigmund hafði áður framselt til ráðuneytisins. Á móti skuldbindum við Eyjamenn okkur til að stuðla að varðveislu myndasafnsins og gera það aðgengilegt almenningi. Við höfum farið vandlega yfir hvernig það verði best gert. Við horfðum sérstaklega til þeirrar staðreyndar að verk Sigmunds voru hugsuð fyrir landsmenn til að skoða og njóta beint og milliliðalaust hvarvetna í samfélaginu. Birtingar- formið var náttúrlega fyrst og fremst síður Morgunblaðsins. Með það í huga teljum við eðlilegast að setja upp og reka rafrænt safn með myndverkum Sigmunds þar sem landsmenn allir geta áfram nálgast þessi merku verk og samtímaheim- ildir beint og millliðalaust. Í viðbót við þetta þá hyggjumst við standa fyrir uppsetningu á sýning- um á verkum Sigmunds fyrir bæði heimamenn og gesti.“ Elliði sagði að fyrir Vestmanna- eyjabæ sé þetta mikill heiður og gjöf forsætisráðuneytisins afar raunsnarleg. „Í viðbót við að framselja okkur eignarréttinn á safninu gerðum við einnig sam- komulag um fjárstuðning ráðu- neytisins við það að hanna og koma upp gagnasafni tengdu mynda- grunninum. Sigmund Jóhannsson var, eins og við Eyjamenn þekkjum svo vel, ekki eingöngu merkur listamaður, snjall uppfinningamaður og húmorískur karakterteiknari. Hann var sannur Eyjamaður sem ætíð var tilbúinn til að leggja lykkju á leið sína fyrir hagsmuni Eyjanna og Eyjamanna. Ég vil sérstaklega þakka Kára Bjarnasyni, Helgu Halbergsdóttur og Kristínu Jóhannsdóttur fyrir þeirra þátt í þessu sem og Guðna Ágústssyni, vini Sigmunds. Þá er þáttur fjölskyldu listamannsins stór og rausnarskapur þeirra mikill, án þeirra hefði aldrei getað orðið af þessu,“ sagði Elliði. Hlynur Sigmundsson sagði í viðtali við Eyjafréttir að þetta væri mikill heiður fyrir fjölskylduna og henni væri efst í huga þakklæti til allra sem komu að því að þetta varð að veruleika. „Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra og þingmaður okkar Sunnlendinga, var mikill vinur pabba og hafði í mörg ár barist fyrir því að ríkið og síðar Vestmannaeyjabær eignaðist safn pabba sem taldi í allt um 11.000 myndir þegar upp var staðið. Guðni og Kári Bjarnason hafa lagt á sig mikla vinnu síðustu mánuði til að koma þessu í höfn. Erum við þeim og öðrum sem komið hafa að þessu afar þakklát og heiður fyrir okkur að sjálfur forsætisráðherra skyldi mæta og afhenda okkur Eyja- mönnum safnið persónulega,“ sagði Hlynur. „Þetta eru frábær lok á þessu ferli og þó mamma gæti ekki mætt þá gladdi það hana mjög að vita af því að þessi draumur pabba um að Vestmannaeyjar eignist safnið er orðinn að veruleika. Það eru frábær lok á þessu,“ sagði Hlynur. Forsætisáðherra kom færandi hendi :: Sigmundsmyndir í eigu Vestmannaeyja: Pólitískur áhugi kviknaði fyrst af myndum Sigmunds :: Sagði Sigmundur Davíð :: Hreykinn yfir því að fá nú tækifæri til að afhenda Vestmannaeyingum safnið til eignar Frá vinstri: Jón Óli Ólafsson með syni sínum, Róbert Loga Jónssyni, Kári Bjarnason, Elliði Vignisson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Hlynur Bjarklund Sigmundsson, Kateryna Sigmundsson með börnum þeirra, Roman Alexander og Anitu Lind. ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Sigmundur Davíð og Elliði skrifa undir samkomulagið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.