Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 7
7Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 Eins og áður hefur komið fram er þessi annáll að mestu unninn upp úr Eyjafréttum ársins 2015. Reynt að tína til það fréttnæm- asta, athyglisverðasta og skemmtilegasta sem við hefur borið. JúLÍ Milli 40 og 50 viðburðir Goslokahátíðin er fyrir löngu orðin önnur stærsta bæjarhátíðin í Vstmannaeyjum. Nokkru fjöl- skylduvænni en þjóðhátíðin að sumum finnst enda sækja hana margir brottfluttir Eyjamenn. Að þessu sinni voru milli 40 og 50 viðburðir á dagskránni, sem stóð frá fimmtudegi til sunnudags, þar á meðal ellefu myndlistarsýningar. Sem fyrr var fjölmennt á laugar- dagskvöld á samkomuna á Skipasandi, stærsta ættarmót landsins eins og sumir segja. Minnisvarði um Ársæl Eitt athyglisverðasta atriðið á goslokahátíð var á laugardag þegar afhjúpaður var minnisvarði um Ársæl Sveinsson frá Fögrubrekku, útgerðarmann og athafnamann í Vestmannaeyjum á fyrri tíð. Þeim minnisvarða var valinn staður við Strandveginn, vestan og ofan við Slippinn sem var miðpunktur athafnasvæðis Sælanna eins og Ársæll og synir hans voru jafnan kallaðir. Kynferðisbrot til rannsóknar Það skyggði nokkuð á vel heppnaða goslokahátíð að kynferðisbrot var kært til lögreglu. Það afbrot átti sér stað á sunnudagsmorgni og var karlmaður á sextugsaldri hand- tekinn vegna þess. Fækkun nemenda um 35% Þótt hásumar væri og skólastarf lægi niðri til hausts, var þó byrjað að huga að skólastarfinu næsta vetur. Í tölum, sem fræðslufulltrúi lagði fram hjá fræðsluráði, kom fram að fjöldi nemenda í grunnskól- anum næsta vetur yrði 519. Það er 35% fækkun nemenda á fimmtán árum en árið 2000 voru nemendur grunnskólans 805 talsins. Þetta mun einkum stafa af því að árgangar eru nú mun fámennari en áður var. Aukinn metnaður, agi og ástundun Skýrsla íþróttaakademíu grunn- skólans og ÍBV var einnig til umræðu hjá fræðsluráði. Þar kom fram að á síðasta vetri hefðu 50 nemendur í 9. og 10. bekk verið skráðir í akademíuna. Kennurum grunnskólans bar saman um að þeir hefðu fundið fyrir auknum metnaði í námi, ástundun og aga hjá þeim nemendum. Séra Kristján á förum Séra Kristján Björnsson, sóknar- prestur Ofanleitissóknar, sem þjónað hefur Eyjamönnum frá 1998, tilkynnti að hann væri á förum; myndi taka við Eyrarbakka- prestakalli þann 1. ágúst. Í fram- haldi af því var séra Úrsúla Árnadóttir ráðin hingað til starfa með séra Guðmundi Erni Jónssyni. Nýr Canton Hjónin Weniy Zeng og Hallgrímur Rögnvaldsson, sem um þriggja ára skeið höfðu rekið „aktu taktu“ staðinn Canton, færðu heldur betur út kvíarnar þegar þau opnuðu nýjan stað með sama nafni að Strandvegi 49. Fullt var út úr dyrum fyrstu dagana eftir opnunina og Hall- grímur sagði að 99% gestanna væru heimamenn. Miðvikudagstónleikar Og meira af veitingarekstri. Veitingahúsið Slippurinn stóð fyrir þeirri nýlundu þetta sumarið að bjóða upp á tónleikakvöld á miðvikudögum. Það sem af var sumri höfðu verið haldnir þar fernir tónleikar og nú komu þeir fimmtu þegar hljómsveitin Skarkali lék fyrir gesti staðarins. Lundaveiði leyfð í þrjá daga Umhverfis- og skipulagsráð ákvað að heimila lundaveiði í þrjá daga á þessu sumri. Í umsögn frá ráðinu sagði að þetta væri meira gert til að reyna að halda í hefðir og kenna ungu fólki handtökin og menn- inguna kringum veiðarnar. Reyndin varð enda sú að sárafáir brugðu háfi á loft þessa þrjá daga. Biðlistar í flestar ferðir Nýtt met var slegið í flutningum Herjólfs milli lands og Eyja í júnímánuði. Farþegar voru 48.781 eða 2000 fleiri en gamla metið hljóðaði upp á. Þrátt fyrir að farnar voru fimm ferðir á dag og sex ferðir tvo daga vikunnar, hafðist ekki undan og voru biðlistar í flestar ferðir. Tyrkjaráns minnst Og enn var líf og fjör í Safnahúsinu. Að þessu sinni var það Tyrkjaránið en þann 16. júlí var þess minnst að 388 ár voru frá þeim atburði. Efnt var til Sögu og súpu í Sagnheimum þar sem dr. Þorsteinn Helgason, sagnfræðingur, flutti erindi sem hann nefndi Píslarvætti í Rauðhelli og upprisa í Krosskirkju. Þar var fjölmenni eins og á flestum öðrum uppákomum í Safnahúsinu. Engir bekkjabílar Ekki voru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun lögreglustjóra og þjóðhátíðarnefndar sem kvað á um að á þjóðhátíð skyldu bekkjabílar ekki lengur leyfðir en fjórir strætisvagnar myndu leysa þá af hólmi. Þar með var aflagður áratugagamall siður sem fylgt hafði þjóðhátíðarhaldi. Haltu fast í höndina á mér Höfundur þjóðhátíðarlagsins í ár, Guðmundur Jónsson, oft kenndur við hljómsveitina Sálina, hélt tónleika á Háaloftinu. Þar kynnti hann m.a. nýja þjóðhátíðarlagið sem heitir Haltu fast í höndina á mér en textinn er eftir annan góðkunnan tónlistarmann, Stefán Hilmarsson. Tólfti sigurinn Vestmannaeyjameistaramótið í golfi var haldið í júlí samkvæmt venju. Þar kom fátt á óvart, í meistara- flokki karla sigraði Örlygur Helgi Grímsson í 12. sinn en Vestmanna- eyjameistari kvenna varð Katrín Harðardóttir, í annað sinn. Katrín Íslandsmeistari Og meira af golfi. Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í Vestmanna- eyjum. Heimamenn blönduðu sér lítt í baráttu um efstu sæti nema í eldri flokki kvenna þar sem önnur Katrín kom við sögu; Katrín Lovísa Magnúsdóttir frá Gvendarhúsi varð Íslandsmeistari í sínum flokki með forgjöf og er þetta í annað sinn sem hún afrekar það á ferlinum. Þjóðhátíðin kynnt í höfuðborginni Þó svo að tæplega þurfi að kynna Þjóðhátíð Vestmannaeyja fyrir landsmönnum, ákvað þjóðhátíðar- nefnd að standa fyrir kynningu í höfuðborginni. Hún fór fram á veitingastaðnum Bergsson RE í húsi Sjávarklasans á Grandagarði. Þar var sett upp þjóðhátíðartjald með öllu tilheyrandi og einn af gömlum þjóðhátíðarlagahöfundum, Hreimur Heimisson, tók lagið. Tjaldið var sett upp um miðjan júlí og var opið gestum allt til loka þjóðhátíðar þann 3. ágúst. Eyjablikk 18 ára Eyjablikk hélt upp á að átján ár voru liðin frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hefur vaxið mjög á þessum átján árum, byrjaði í 100 fermetra húsnæði en nú er sú tala komin upp í 1000. Fyrsta árið voru starfsmennirnir tveir en nú starfar 21 hjá Eyjablikki. Ásdís á Skólaveginn Ásdís Loftsdóttir, hönnuður, sem um tveggja ára skeið hafði verið með vinnustofu heima hjá sér, ákvað að flytja sig að Skólavegi 14 með vinnustofuna og opna þar verslun. Um haustið tók hún svo þá ákvörðun að hætta þar og flytja sig aftur heim. Nýir hártæknar Ný menntastofnun í Reykjavík, Hárakademían, sem, eins og nafnið bendir til, sérhæfir sig í því sem viðkemur hári og snyrtingu þess, útskrifaði fyrstu nemendur sína í júlímánuði. Í þeim fjórtán manna hópi voru fjórar Eyjakonur, Arna Björk Guðjónsdóttir, Henný Dröfn Davíðsdóttir, Sandra Dís Pálsdóttir og Dóra Kristín Guðjónsdóttir. Þær munu væntanlega koma til með að hafa hendur í hári Eyjamanna og -kvenna á næstunni. Fyrra gjálífi kemur ekki til greina Sú ákvörðun Landsbanka Íslands að ætla að reisa nýjar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð landsins, Hörpu- reitnum svonefnda í Reykjavík, hleypti illu blóði í marga. Þar á meðal fulltrúa Vestmannaeyjabæjar sem er í hópi hluthafa bankans eftir yfirtökuna í Eyjum fyrr á árinu. Elliði bæjarstjóri sagði það skoðun þeirra að fyrra gjálífi kæmi ekki til greina. Hvort sem það var þess vegna eða annars, þá hurfu ráðamenn bankans frá þeirri ákvörðun. Gáfu rafdrifin rúm Eykyndilskonur í Vestmannaeyjum leggja gjörva hönd að mörgu. Þess var getið í júlí að þær dugnaðar- konur hefðu fært hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum ný rafdrifin rúm og væru þær með því langt komnar í því að endurnýja öll rúm á Hraunbúðum. Opið til fjögur í stað fimm Í júlí tók bæjarráð Vestmannaeyja til endurskoðunar reglur um opnunartíma veitinga- og skemmti- staða í Vestmannaeyjum. Samþykkt var að breyta reglum um opnunar- tíma um helgar. Fram til þessa hafði verið heimilt að hafa opið til kl. fimm að morgni en nú var sá tími styttur til kl. fjögur. Þessi breyting tók svo gildi 1. september. Þórður Rafn skattakóngur Íslands Skattskráin var lögð fram í lok júlí og samkvæmt henni voru heildar- gjöld á Eyjamenn rúmir fimm milljarðar, nánast sama tala og á síðasta ári. Skattakóngur Íslands var Eyjamaðurinn Þórður Rafn Sigurðsson, fyrrum útgerðarmaður sem seldi Ísfélaginu útgerðarfyrir- tækið Dala-Rafn ehf. Alls var Þórði Rafni gert að greiða tæpar 672 milljónir króna. Sá næsti á listanum var ekki hálfdrættingur á við Þórð Rafn. ÁgúST Fjölmenni á þjóðhátíð Talið var að um 15 þúsund manns hefðu verið í Herjólfsdal á þjóðhá- tíð þegar mest var eða ívið færri en í fyrra. Veður var gott og fór hátíðin fram með hefðbundnum hætti, hvítum tjöldum, tónleikum, brennu og brekkusöng. Þrátt fyrir mikla gæslu á svæðinu og mjög auknar varúðarráðstafanir komu upp þrjú kynferðisbrot og þótti hátíðarhöld- urum það að sjálfsögðu miður. Úlfaþytur vegna ákvörðunar lögreglustjóra Við lá að sjálf þjóðhátíðin félli í skuggann af fjölmiðlaumræðu í kjölfar þess að Páley Borgþórs- dóttir, lögreglustjóri í Vestmanna- eyjum, tók þá ákvörðun að fjölmiðlum yrðu ekki veittar upplýsingar um kynferðisbrot sem upp kynnu að koma á hátíðinni. Þetta var af ýmsum túlkað sem svo að þarna ætti að þagga niður óþægilega umræðu. Páley útskýrði að markmiðið með þessari ákvörðun hefði verið að hlífa fórnarlömbunum við fjölmiðlaum- fjöllun meðan málin væru í rannsókn. Þegar um hægðist mun það hafa verið álit flestra að þessi ákvörðun hafi bæði verið réttmæt og skynsamleg. Enn slegið met Og enn var slegið met í flutningum með Herjólfi. Fram kom að farþegar í júlímánuði voru 74.036 núna eða rúmlega fjórtán þúsund fleiri en í fyrra. Þá fjölgaði líka í flutningi á bílum og vögnum. Myndavélin hvarf Yfirleitt eru næstu vikur eftir þjóðhátíð fremur rólegar hjá lögreglumönnum í Vestmanna- eyjum. Að þeirra sögn var hvað mest að gera í því að svara fyrirspurnum fólks sem tapað hafði lausamunum á þjóðhátíð. En erlendur ferðamaður leitaði til lögreglu þegar myndavélin hans var tekin ófrjálsri hendi. Þetta var Annáll ársins 2015 – seinni hluti SiGurGeir jónSSon sigurge@internet.is Birgir Nielsen, trommuleikari, gaf út sína fyrstu sólóplötu og hlaut hún nafnið Svartur 2. Það nafn varð til á Hárstofu Viktors en Svartur 2 er litur- inn sem fer í hárið á Viðari Togga, þeim þekkta Bítlaaðdáanda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.