Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 svokölluð útivistarmyndavél og hafði hann komið henni fyrir að morgni dags til sjálfvirkrar myndatöku við lundaholu í Stórhöfða. Þegar hann svo hugðist vitja hennar síðdegis, var hún horfin ásamt fylgihlutum og mun ekki hafa spurst til hennar meir. Fréttir frá upphafi á netinu Í ársbyrjun 2012 var gerður samningur milli Vestmannaeyja- bæjar og blaðsins Frétta um að Fréttir frá upphafi yrðu skannaðar inn á netið og þannig gerðar aðgengilegar. Haraldur Halldórsson, starfsmaður Safnahúss, sá um verkið og nú var því lokið. Alls voru þetta 30.652 blaðsíður í 2.153, fjörutíu ára blaðaútgáfa, frá 28. júní 1974 til 26. júní 2014. Eyjamenn á HM Það er ekki daglegt brauð að Eyjamenn keppi á heimsmeistara- mótum en gerðist í ágúst þegar tveir ungir handboltamenn úr ÍBV voru valdir í landsliðið undir 19 ára. Það voru þeir Hákon Daði Styrmisson og Nökkvi Dan Elliðason sem kepptu á HM í Rússlandi og nældu í bronsverðlaun þar með félögum sínum. Rafmagnsskömmtun Um miðjan ágúst skapaðist vandræðaástand í rafmagnsmálum í Vestmannaeyjum þegar spennir á Landeyjasandi bilaði. Þetta hafði í för með sér að rafmagn fór af á nær öllum bænum og í kjölfarið varð að skammta rafmagn mill bæjarhluta. Fiskvinnsla fór úr skorðum og allar sjö aflvélar HS-veitna voru keyrðar á fullu. Varaspenni var komið upp í Landeyjunum en áfram var ótryggt ástand um nokkurra vikna skeið og lagaðist ekki fyrr en um miðjan september þegar loks var lokið við að setja upp nýjan spenni. Gunnar Geir Íslandsmeistari Íslandsmótið í golfi, 35 ára og eldri, var haldið í Vestmannaeyjum í ágúst. Eyjamaðurinn Gunnar Geir Gústafsson gerði sér lítið fyrir og sigraði þar með yfirburðum, 15 höggum á undan næsta manni. 230 nemendur í FÍV Skólahald hefst núorðið síðari hluta ágústmánaðar, bæði hjá grunnskóla og framhaldsskóla. Að þessu sinni hófu 230 nemendur nám við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum. Skólameistari sagði verða kennt eftir nýrri námskrá og spennandi tímar væru framundan. Varmadælur framtíðarlausnin? HS-veitur ákváðu að bjóða út kaup og uppsetningu á varmadælum fyrir hitaveituna í Vestmannaeyjum. Ívar Atlason hjá HS-veitum sagði að með varmadælum væri hægt að vinna varma úr umhverfinu og ef af þessu yrði hér, yrði sá varmi unninn úr sjó. Þetta gæti, ef vel tækist til, orðið hluti af því að leysa orku- vandamál Eyjamanna. Betra ástand á lundanum Og góðar fréttir bárust af ástandi lundastofnsins. Erpur Snær Hansen, hjá Náttúrustofu Suðurlands, sagði ástand stofnsins ekki lakara en undanfarin ár, líklega ívið betra. Þetta hélst í hendur við að mun fleiri pysjur skiluðu sér þetta árið í Sæheima. Reyndar var pysjan langtum seinna á ferðinni en venjan hefur verið, aðaltími hennar var fyrrum tíð í ágúst og byrjun septem- ber en að þessu sinni birtist fyrsta pysjan ekki fyrr en 8. september og var aðalpysjutíminn í október, nær tveimur mánuðum á eftir áætlun. Gáfu húsgögn í sólhýsið Hin ýmsu félagasamtök í Vest- mannaeyjum eru ekki aðeins í baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna. Þau leggja einnig sitt af mörkum til að bæta kjör og aðbúnað þeirra sem eiga um sárt að binda eða eru komnir af léttasta skeiði. Þeir hjá Sjómannafé- laginu Jötni eru til að mynda velunnarar Hraunbúða og færðu stofnuninni ný húsgögn í sólhýsið, stóla og borð. Aníta hjúkrunar- deildarstjóri Nýr hjúkrunardeildarstjóri var skipaður á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum, Aníta Ársæls- dóttir, hjúkrunarfræðingur, sem hefur starfað við stofnunina frá 2008. Hún leysti af hólmi Steinunni Jónatansdóttur sem hélt í námsleyfi. Kaldar kveðjur Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi við Barnaskólann og Hamarsskóla, var ekki sátt þegar hún kom úr námsleyfi og var þá boðið 50% starf en hafði áður verið í fullu starfi. Henni þóttu þetta kaldar kveðjur eftir átján ára starf við grunnskólann og ákvað að hætta. Forsvarsmenn bæjarins sögðu það hafa verið ákvörðun fræðsluráðs að minnka stöðu faglærðs ráðgjafa í 50% en auka starf ráðgjafa skóla- skrifstofu úr 30-40% í 90%. Ánægðir með góðar móttökur Evrópskir lýsis- og mjölframleið- endur héldu árlega ráðstefnu sína í Vestmannaeyjum í lok ágúst. Meðal annars skoðuðu þeir verksmiðju FES og lýstu ánægju sinni með það sem og annan viðurgerning af hálfu Eyjamanna. SEPTEMBER Nýir eigendur Eigendaskipti urðu á fyrirtækjunum Rib Safari og Veitingahúsinu Tanganum í byrjun september. Þórðar Rafn Sigurðsson, fyrrum útgerðarmaður Dala-Rafns, keypti ásamt fleirum bæði fyrirtækin og voru stofnuð tvö ný félög um reksturinn. Sex Eyjamenn í Hollandi Mikil eftirvænting var á Íslandi fyrir leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Hollendinga enda hafði liðið staðið sig einkar vel í baráttunni um að komast á EM í Frakklandi næsta sumar. Hlutur Eyjamanna var ekki lítill í þeirri baráttu, því þótt enginn væri frá ÍBV í sjálfu landsliðinu, voru sex Eyjamenn sem komu við sögu: Þjálfarinn Heimir Hallgrímsson; kokkur landsliðsins, Einar Björn Árnason, sem var sérstaklega fenginn til þess hlutverks; Jóhannes Ólafsson sem verið hefur í stjórn KSÍ um árabil; Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi landsliðsins; Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ og Guðmundur Hermannsson, markvarðaþjálfari, en þrír þeir síðastnefndu eru fæddir í Eyjum en búsettir í Reykjavík. Það jók svo enn á ánægjuna þegar okkar menn unnu frækinn sigur úti í Amsterdam og tryggðu sér svo þátttökurétt á EM nokkrum dögum síðar með jafntefli við Kazaka á Laugardals- velli. Tilfæringar við Bárustíginn Talsverðar breytingar voru gerðar á húsnæðinu í Baldurshaga þar sem Arnór bakari og Veitingahúsið Vinaminni voru til húsa. Davíð Arnórsson, bakari, einn af eigend- um, sagði standa til að breyta rekstrinum, færa bakaríið og kaffihúsið yfir í norðurhlutann og láta af veitingarekstri. Síðar um haustið fluttist svo skrifstofa VÍS, Vátryggingafélags Íslands, sem verið hafði í húsnæði Sparisjóðsins, yfir götuna þangað sem bakaríið var áður. Unu og Kristínar minnst Ekki voru Safnahússmenn hættir að minnast kvenna. Nú var blásið til dagskrár til að minnast tveggja atorkukvenna frá Vestmannaeyjum, Unu Jónsdóttur skáldkonu og Kristínar Magnúsdóttur frá Litlabæ. Þau Páll Halldórsson, varaformaður BHM og Kristín Ástgeirsdóttir fluttu þar erindi um langömmur sínar og í framhaldi af því var svo opnuð farandsýning Kvenréttinda- félags Íslands. Aglow 25 ára Aglow eru þverkirkjuleg samtök kvenna og hafa starfað í Vestmanna- eyjum í 25 ár. Þeirra tímamóta var nú minnst með hátíðarsamkomu þar sem fjöldi gesta mætti. HM í tennisgolfi Keppt hefur verið í tennisgolfi í Vestmannaeyjum allt frá árinu 2007 en árlega er hér haldið Heimsmeist- aramótið í þeirri íþrótt. Samkvæmt bestu upplýsingum mun íþróttin ekki stunduð annars staðar. Þessi íþrótt er, eins og nafnið bendir til, sambland af tennis og golfi og spilað bæði með kylfum og Fjöldi skemmtiferðaskipa nær tvöfaldaðist milli ára þetta sumar. Í fyrra voru þau 21 talsins en í ár 39. Hollenska skipið Ryndam var eitt þeirra sem hingað komu í ágúst. Sumarið var ekki beint til að hrópa húrra fyrir veðurfarslega séð. En mjög þokkalegt tíðarfar um haustið bætti það upp. Þessir krakkar nýttu sér gott veður í byrjun september til að busla í sjónum við Skansinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.