Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 Það mátti sjá margar furðuverur á sveimi í Höllinni á föstudag- inn á árlegu þrettándagrímuballi Eyverja. Um 320 krakkar tóku þátt í gleðinni sem er töluvert fleira en í fyrra. Veitt voru sjö verðlaun. Fyrir fyrstu þrjú sætin, frumlegasti búningurinn og þrjár líflegar framkomur. Umferðarljós var það sem vann keppnina en einnig fengu verðlaun górilla í búri, Mindcraft, Monster high, poppskál, dömur með kökusölu og pallbíll. Margar góðar hugmyndir komu fram þarna og gaman að sjá metnaðinn hjá börnum og foreldrum. Tveir hressir jólasveinar kíktu á krakkana sem öll fengu nammipoka og vasaljós að lokinni dagskrá. Þrettándagleði ÍBV og Íslands- banka var haldin um helgina. Veðrið lék ekki við okkur á föstudag og var því ákveðið að færa hápunkt helgarinnar yfir á laugardagskvöld. Það er mikill sjarmi yfir þrettánda- gleði okkar Eyjamanna, en fjöldinn allur af fólki leggur leið sína til Eyja til að upplifa gleðina. Mörgum þykir þrettándinn skemmtilegri en sjálf jólin og margir biðu spenntir eftir helginni. Í hlíðum Molda var kveikt á kertum sem mynda orðið ÍBV. Skotliðið var að vanda með flotta flugeldasýningu á Hánni sem er alltaf öll hin glæsilegasta. Þegar þeirra verki var lokið var komið af bræðrunum þrettán að halda niður af fjallinu. Á móti þeim tóku misspennt börn og fullorðnir og gangan um bæinn hófst. Grýla og Leppalúði leiddu gönguna upp á völl og fussuðu og sveiuðu yfir hvað börnin í Vestmannaeyjum væru ljót og þykir þeim hjónum alveg óttalega pirrandi hvað börn nú til dags eru orðin stillt. Fjöldi fólks var í göngunni til að kveðja jólasveinana og tröllinn. Álfar, púkar, tröll og jólasveinar sveimuðu svo um völlinn, heilsuðu og spjölluðu við þá sem þorðu en ekki hafa allir áhuga á því. Skemmtuninn á malarvellinum endaði svo með blysum og flugeldasýningu. Þrettándinn tókst í alla staði mjög vel og geta aðstandendur hátíðar- innar vel við unað. Þrettándinn er hjá flestum Eyjamönnun órjúfanleg hefð í jólahaldinu og sjarminn yfir þessari helgi er eitthvað sem ekki verður útskýrður í orðum heldur þarf maður að upplifa hann. Glæsileg þrettándahelgi að baki: Þrettándasjarminn eitthvað sem ekki verður útskýrt með orðum Sara Sjöfn GrettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is m y n d i r : ó s k a r P é t u r Árlegt þrettándagrímuball Eyverja Glæsilegir búningar og full Höll :: Um 320 krakkar tóku þátt í gleðinni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.