Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 Íþróttir u m S j ó n : Guðmundur tómaS SiGfúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Fimmtudagur 14. janúar Kl. 19:30 Afturelding - ÍBV Olís-deild kvenna Föstudagur 15. janúar Kl. 20:00 KA/Þór - ÍBV Bikarkeppni 4. fl. kv. - eldri Laugardagur 16. janúar Kl. 15:30 ÍBV - Valur 2. flokkur karla Kl. 13:30 ÍBV - Valur 3. flokkur karla Kl. 12:00 ÍBV 1 - Afturelding1 4. flokkur karla - yngri Kl. 13:30 ÍBV 2 - Afturelding2 4. flokkur karla - yngri Kl. 11:55 KA/Þór - ÍBV 4. flokkur kvenna - eldri Kl. 10:00 ÍBV - Víkingur Bikarkeppni 4. fl. kv. - yngri Sunnudagur 17. janúar Kl. 13:00 ÍBV 2 - HKR 3. flokkur karla Kl. 10:00 ÍBV - KA/Þór 4. flokkur kvenna - eldri Kl. 11:00 ÍBV - Grótta 4. flokkur kvenna - eldri Miðvikudagur 20. janúar Kl. 19:30 ÍBV 1 - Stjarnan Coca-cola bikar kvenna ÍBV vann frábæran sigur á Fram í Olís-deild kvenna á dögunum en 2. sætið var undir í leiknum sem lauk með eins marks sigri ÍBV 27:26. Hefði ÍBV tapað væri liðið í 5. sætinu en það er ljóst að sigurinn er virkilega mikilvægur. Það verður að viðurkennast að eftir tuttugu mínútna leik hafði ÍBV ekki sýnt sínar bestu hliðar. Liðið var fjórum mörkum undir, 4:8 og hafði meðal annars klikkað á þremur vítaköst- um, gert sig sekt um allt of marga tæknifeila og látið markvörðinn verja sig í kaf. Næstu mínútur hjá liðinu voru hins vegar frábærar, liðinu tókst að snúa leiknum við og var staðan jöfn, 13:13 þegar liðin gengu inn til búningsherbergja. Líkt og síðasti kafli fyrri hálfleiks þá var fyrsti kafli síðari hálfleiks frábær hjá Eyjakonum. Staðan var orðin 20:16 áður en leikmenn Fram vöknuðu úr rotinu, þá tókst þeim að minnka forskotið niður í eitt mark áður en þær komust yfir á lokamín- útum leiksins. Þökk sé frábærri lokamínútu þar sem Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir náðu að skora tvö síðustu mörk leiksins og landa eins marks sigri. Erla Rós Sigmarsdóttir varði fjórtán skot í marki ÍBV en Ester Óskarsdóttir skoraði tíu mörk, þá skoruðu Telma Amado og Vera Lopes þrettán mörk samtals. Handbolti | Olísdeild kvenna :: ÍBV 27:26 Fram Frábær sigur í baráttunni um annað sætið Grótta 14 12 1 1 370:233 25 ÍBV 14 12 0 2 417:348 24 Valur 14 11 0 3 395:284 22 Haukar 14 10 2 2 395:331 22 Fram 14 10 1 3 390:303 21 Stjarnan 14 10 0 4 385:316 20 Selfoss 14 8 0 6 395:370 16 Fylkir 14 5 0 9 348:363 10 HK 14 4 0 10 285:341 8 Fjölnir 14 4 0 10 303:441 8 KA/Þór 14 3 1 10 295:349 7 FH 14 1 3 10 296:351 5 ÍR 14 2 1 11 294:370 5 Afturelding 14 1 1 12 287:455 3 Olísdeild kvenna Hinn ungi og feikilega efnilegi Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, leitar sér að nýju liði eftir að hafa beðið um að fá að yfirgefa félagið. ÍBV stóð alls ekki í vegi fyrir Hákoni og mun hann því finna sér nýtt lið á fastalandinu en um lánssamning er að ræða. Óvíst er enn í hvaða lið Hákon ætlar sér að fara enda liggur ekkert á því að taka ákvörðun þar sem frí er í deildinni fram í febrúar. Hákon Daði var hluti af liði ÍBV sem varð Íslandsmeistari árið 2014 og átti sjálfur stóran þátt í því að liðið varð bikarmeistari í fyrra. Þar átti Hákon mjög góðan leik í undanúrslitum eftir að Grétari Þór Eyþórssyni var vísað af velli með rautt spjald. Handbolti | Hákon Daði farinn frá ÍBV á láni :: Heldur til reykjavíkur í nám Dröfn Haraldsdóttir, fyrrum markvörður ÍBV í handbolta, tók fram skóna á ný og mun leysa af markvörð FH sem tók sér frí frá handbolta vegna anna í vinnu á dögunum. Dröfn var ekki hjá neinu liði en hún mun leika með FH út þetta leiktímabil. Hún á níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd en megnið af þeim kom á lokakeppni EM árið 2012. Handbolti | Dröfn Haralds- dóttir til FH Eftir landsleikina gegn Portúgal á dögunum þurfti Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, að skera leik- mannahóp sinn niður um þrjá leikmenn. Þeir átján leikmenn sem standa eftir halda út til Póllands á Evrópumótið. Kári Kristján Kristjánsson er einn þriggja línumanna sem fara með út en hann hefur verið fastamaður í landsliðinu í mjög mörg ár. Kári er annar tveggja sem leika á Íslandi en Guðmundur Hólmar Helgason spilar með Val og heldur út á sitt fyrsta stórmót. Liðið spilaði tvo æfingaleiki við þýska landsliðið á dögunum þar sem Íslendingurinn Dagur Sigurðs- son ræður ríkjum. Fyrri leiknum tapaði Ísland með einu marki en sá síðari vannst með þremur en í þeim leik tókst Kára Kristjáni að skora þrjú mörk. ÍBV vann frábæran 2:0 sigur á Breiðabliki í Fótbolti.net mótinu um helgina, mörkin skoruðu þeir Benedikt Októ Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Bæði komu þau í síðari hluta fyrri hálfleiks. Leikurinn var sá fyrsti sem liðin léku í mótinu en hjá ÍBV fengu margir ungir og efnilegir leikmenn sénsinn. Felix Örn Friðriksson, Sigurður Arnar Magnússon, Ásgeir Elíasson og Tómas Aron Kjartansson spiluðu allir og Felix fékk meðal annars að leika í 90 mínútur og Ásgeir rúman hálfleik. Þessir leikmenn eru fæddir frá árinu 1997 til 1999. Auk þeirra léku tveir fæddir árið 1996 og fjórir fæddir árið 1995. Framtíðin virðist því vera björt hjá meistaraflokki karla í fótbolta. Benedikt Októ var nokkuð heppinn eftir 30 mínútur þegar hann fékk boltann í sig af stönginni og þaðan fór hann inn. Mark Gunnars Heiðars var öllu flottara en hann klippti boltann í hliðarnetið eftir hornspyrnu. Halldór Páll Geirsson stóð vaktina í markinu í fjarveru Abel Dhaira, sem er ekki kominn til landsins. Þá byrjaði Pablo Punyed á bekknum ásamt Jonathan Barden en þeir eru nýkomnir erlendis frá. Sindri Snær að koma? Og Mario Brlecic að fara? Leikmannamál hjá meistaraflokki karla í fótbolta virðast vera í nokkurri óvissu. Mesta óvissan ríkir yfir því hvort Króatinn Mario Brlecic verði áfram hjá félaginu en hann kom sterkur inn í liðið á miðri síðustu leiktíð. Liðið á þó von á erlendum leikmönnum á reynslu á næstu dögum eða vikum og auk þess koma þeir Mees Siers og Abel Dhaira til baka úr fríi á næstunni. Sindri Snær Magnússon, fyrrum leikmaður Keflavíkur, hefur verið að æfa með ÍBV á dögunum en samningur hans við Suðurnesjaliðið er útrunninn. Óskar Örn Ólafsson sagði í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net að liðinu lítist mjög vel á leikmanninn og leikmanninum lítist mjög vel á liðið. Knattspyrna | Fótbolti.net mótið :: ÍBV - Breiðablik 2:0 Frábær sigur á Blikum í Fótbolta.net mótinu :: Benni og Gunnar skoruðu mörkin Fyrrum leikmaður ÍBV, George Baldock, lék 90 mínútur í sigri Oxford United á Swansea í 3. umferð enska bikarsins sem fram fór um helgina. Baldock er fæddur árið 1993 og lék sautján leiki í deild og bikar fyrir ÍBV árið 2012. Það tímabil var virkilega gott hjá drengnum en ÍBV endaði í 3. sæti. Hann var öllu þekktari fyrir að safna spjöldum heldur en fyrir markaskorun þar sem hann fékk tíu slík í dvöl sinni hérlendis en tókst einungis að skora eitt mark. Oxford sigraði Swansea með þremur mörkum gegn tveimur en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Swansea. Handbolti | Kári í EM hópnum ÍBV mætti HK á dögunum í 16-liða úrslitum bikarsins í 3. flokki. Sigurvegari leiksins fengi ferð til Mosfellsbæjar að launum í 8-liða úrslitin. Það var fljótt ljóst hvernig leikurinn myndi fara, fyrstu mínutur leiksins voru vægast sagt frábærar fyrir ÍBV. Andri Ísak Sigfússon átti meðal annars frábæran fyrri hálfleik og lék vel í markinu fyrir aftan feikisterka vörn liðsins. Fram á við var það sama uppi á teningnum, ÍBV hafði öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan síðan 15:8 en ÍBV gaf örlítið eftir á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks spýtti ÍBV aftur í lófana en HK-ingar sáu í raun aldrei til sólar í leiknum, vörn ÍBV var þó villt á köflum en liðið fékk sjö tveggja mínútna brottvísanir í leiknum á móti einungis tveimur hjá gestunum. Lokatölur voru svo 33:21 og hefði munurinn hæglega getað verið meiri. Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og var markahæstur þeirra, á eftir honum kom Friðrik Hólm Jónsson með sex mörk. Þeir Logi Snædal Jónsson, Darri Viktor Gylfason, Ágúst Emil Grétarsson og Daníel Örn Griffin gerðu síðan allir fjögur mörk. Strákarnir eru því búnir að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni auk þessa leiks í bikarn- um. Liðið mætir Val um næstu helgi heima í Eyjum og hvetjum við alla til að kíkja á strákana í þeim leik. Handbolti | 3. flokkur karla :: 16. liða bikarúrslit: Auðveldlega áfram :: Enn taplausir á tímabilinu Knattspyrna | Baldock lék allan leikinn í sigri á Swansea Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði tíu mörk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.