Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Rökkvi mættuR til staRfa foReigneR klúbbuRinn >> 6 Í uppáhalds- boRginni að syngja allan daginn >> 18 >> 6 Vestmannaeyjum 20. janúar 2016 :: 43. árg. :: 3. tbl. :: Verð kr. 450 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Í gær fór fram afhending Fréttapýra- mídans sem Eyjafréttir veita þeim sem að mati ritstjórnar hafa skarað fram úr og með framlagi sínu gert Vestmannaeyjar að betra samfélagi. Eyjamenn ársins eru Fanney Björk Ásbjörnsdóttir og Heimir Hall- grímsson. Júníus Meyvant fékk Fréttapýramídann fyrir framlag til tónlistar og menningar, Vöruval er fyrirtæki ársins, ÍBV fyrir framlag til íþrótta og Sjónvarpsstöðin N4 fyrir málefnalega og góðu umfjöllun um menn og málefni á landsbyggð- inni. >> Nánar inni í blaðinu. „Þessi niðurstaða er okkur nátt- úrulega gríðalega mikilvæg. Vonandi verður hún til þess að við samein- umst enn frekar í þeirri einbeittu kröfu að tafarlaust þurfi nýtt skip og smíðatíminn verði nýttur til að bæta höfnina. Þótt fyrir framtíðina sé þetta lykilatriði þá er margt annað sem einnig þarf að bæta tafarlaust,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um skoðanakönnun sem kynnt var í bæjarráði í dag. Þar kemur fram eindregin stuðningur Eyjamanna við nýja ferju og að framkvæmdum verði haldið áfram við Landeyjahöfn. Niðurstaðan er úr skoðanakönnun sem Gallup gerði á afstöðu bæjarbúa í Vestmannaeyjum á stefnu bæjar- stjórnar í málefnum Landeyjahafnar. Helsta niðurstaðan er að af þeim sem tóku afstöðu voru 86% svarenda sammála þeirri afstöðu bæjarstjórnar að tafarlaust þurfi að fá nýja Vestmannaeyjaferju og nýta smíðatíma hennar til að gera breytingar á Landeyjahöfn en 14% eru henni ósammála. Elliði segir að fleira þurfi að skoða. „Verðlagning Herjólfs í siglingum í Þorlákshöfn er náttúrulega kapítuli út af fyrir sig og fáheyrt að láta okkur greiða meira fyrir hjáleiðina þegar ekki er farið um þjóðveginn í Landeyjahöfn. Ég bið samt fólk um að snúa sinni réttmætu reiði að þeim sem fara með forræði í þessum málum og það eru þingmennirnir og ríkisstjórnin. Hér í Eyjum er það að verða lenska að berja á bæjarfulltrúum sem fara einfaldlega ekki með þessi mál. Að skamma bæjarfulltrúa fyrir sam- göngur og heilbrigðisþjónustu er eins og að skamma ríkisstjórnina fyrir malbikið á Hólagötunni eða gjaldskrána í sundlaugina. Það bara skilar ekki árangri,“ sagði Elliði. Bæjarráð :: Afgerandi stuðningur við nýja ferju og breytingar á Landeyjahöfn: Niðurstaðan er okkur gríðarlega mikilvæg :: Vonandi verður hún til þess að við sameinumst enn frekar, segir bæjarstjóri Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Fréttapýramídinn :: Valið ekki erfitt að þessu sinni: Fanney Björk og Heimir Hallgríms Eyjamenn ársins 2015

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.