Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Eyjafréttir fóru á stúfana og spjölluðu við marga verslunar- eigendur í bænum. Flest allir voru sammála um að jólaversl- un hafi gengið vel og ánægðir með þann vilja bæjarbúa að versla í heimabyggð. Verslun og þjónusta sem er í boði í Vestmannaeyjum er að flestu leyti til fyrirmyndar og kaupmenn almennt sammála um að jólaversl- unin hafi gengið vel og verið á svipuðum nótum og árið áður. Fyrir jólin í fyrra var slegið met í mörgum verslunum. Var það m.a. vegna veðurs sem hamlaði samgöngum. Voru Eyjamenn því minna á ferðinni. Það er því glæsilegt að ná sama árangri fyrir þessi jól þegar samgöngur voru greiðar þó ekki væri siglt í Landeyjahöfn. Samgöngumál okkar Eyjamanna spila mjög stórt hlutverk hvað varðar alla þjónustu, á meðan einhverjum finnst Landeyjahöfn vera að skemma fyrir rekstri verslanna finnst flestum hún nauðsynleg þar sem mörg fyrirtæki blómstra yfir þann tíma sem Landeyjahöfn er virk og eru langflestir á því máli. Mikið var um að vera í desember hjá verslunnarmönnum, mörg kvöld þar sem m.a. var boðið upp konukvöld og lengri opnunartími. Fram kom hjá nokkrum verslunar- eigendum að reyna eigi að sameina þessi kvöld, hafa opið á sama tíma, því meira sem er opið því fleiri mæta. Erla í Pennanum vill líkja þessu við að ef hálf Kringlan væri opin en allt hitt lokað ,,Það er ekki gert í hefndarskyni að hafa alla mat- sölustaði á sama stað í Kringlunni þar sem er fjölbreytt þjónusta og úr mörgu að velja,“ sagði Erla en hún ásamt fleirum finnst verslunarfólk eigi að vinna betur saman. Allir verslunareigendur voru ánægðir með bæjarbúa og vildu skila til þeirra þakklæti, því án þeirra mundi þetta ekki ganga. Upp úr slitnaði í viðræðum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og sjómannasamtak- anna, SSÍ, FFSÍ og VM þann fjórða desember síðastliðinn. Síðan hefur allt verið strand og samkvæmt nýjustu fréttum gæti stefnt í verkfall sjómanna. Blaðamaður Eyjafrétta hafði samband við Valmund Valmunds- son, formann Sjómannasambands Íslands til að kanna hvernig staðan væri. ,,Við vorum í viðræðum allt síðasta haust og vorum við sáttir með hvernig þær þróuðust. Ætlun okkar var að breyta núverandi samningi í grunninn enda er hann næstum tíu ára gamall. Upp úr viðræðunum slitnaði þegar SFS kom með tilboð þar sem þeir settu meðal annars fram fjögur atriði sem komu okkur ekki við og var bara uppfærsla,“ sagði Valmundur. „SFS bauð hækkun kauptrygg- ingar og launaliða án þess þó að útfæra það nánar og þrjú önnur atriði sem engu máli skipta. Allt virðist því stefna í átök.“ Valmundur sagði að eins og staðan er í dag sé ekkert í gangi. „Við erum að kanna í sjómannafélög- unum hvað menn vilja gera. Mér sýnst að með örfáum undantekn- ingum verði í verkfall ef ekki verða frekari viðræður. Við ætlum að funda í samninganefnd Sjómanna- sambands Ísland í lok mánaðar. Þar verður ákvörðun tekin hvort farið verður í aðgerðir,“ sagði Valmundur að endingu en nú eru sjómenn komnir á sjötta árið með lausan kjarasamning. Enn á ný er blásið til þess sem kallað er Landsleikurinn í lestri, Allirlesa.is sem var fyrst haldinn fyrir tveimur árum síðan, í október og nóvember 2014 og lauk á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Var keppt í opnum flokki, skólaflokki og vinnu- staðaflokki. Auk þess kepptu sveitarfélögin innbyrðis. Hvað varðar sveitarfélögin urðu Vestmannaeyjar lang hlutskörp- ust. Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss, sagði þetta mjög spennandi og gaman fyrir Eyja- menn að sýna að þeir geti fleira en að sparka eða kasta bolta. „Árangur okkar vakti athygli og er hvatning fyrir skóla- og menningarstarf í Vestmannaeyjum. Af þeim sökum lagði ég til að nú þegar komið er að því að landsleikurinn verður endurtekinn, 22. janúar þá verði ýtt úr vör hér í Einarsstofu og það var samþykkt,“ sagði Kári. Eyjamenn sigruðu með glæsibrag, lásu að meðaltali í 51 klukkustund, næst kom Hveragerði með 24,5, Sveitarfélagið Ölfus með 22,3, Dalvíkurbyggð með 21,6 og Sveitarfélagið Skagafjörður með 18,8 klukkustund. Bergrún Íris Sævarsdóttur er framkvæmdastjóri átaksins að þessu sinni og sagði hún að Lands- leikurinn Allir lesa fari aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og standi yfir í um mánuð eða fram að konudegi, 21. febrúar. „Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti og báru höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár,“ sagði Bergrún Íris. Allir geta keppt Liðakeppnin skiptist sem fyrr í þrjá flokka, vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk. „Landsleikurinn er tilvalin leið til að hrista fólk saman og skemmta sér við lestur um leið og keppt er til sigurs. Hægt er að mynda lið með hverjum sem er, til dæmis vinnustaðnum, fjölskyld- unni, leshringnum, saumaklúbbnum eða vinahópnum. Þátttakendur mynda lið og skrá lestur á vefinn allirlesa.is. Þau lið sem verja samanlagt mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.“ Á heimasíðunni, allirlesa.is segir að landsleikurinn gangi út að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók. „Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað. Á milli landsleikja er tilvalið að nýta vefinn sem lestrardagbók og taka þannig þátt í lestrarsamfélaginu allan ársins hring,“ er meðal þess sem fram kemur á heimasíðunni. Kári hvatti að lokum alla sem tök hefðu á að mæta á dagskrána sem eins og áður segir hefst á föstudag- inn kl. 11.00 í Einarsstofu. „Ég vona að vinnustaðir leyfi starfsfólki sínu að skjótast á dagskrána, það er svo mikilvægt að liðsstjórar og aðrir sem ætla að taka þátt í lestrarátak- inu komi og fái nauðsynlegan bakstuðning. Það væri enda aldeilis saga til næsta bæjar ef Vestmanna- eyingar héldu titlinum. Við höfum fyrr virkjað keppnisskapið í það sem sumir myndu vilja kalla ekki mikið merkilegra“, sagði Kári að lokum. Allir lesa í Einarsstofu á föstudaginn kl. 11 til 12: Vestmannaeyjar lang hlutskörpust í keppni sveitar- félaga 2014 :: Árangur okkar vakti athygli :: Hvatning fyrir skóla- og menningarstarf í Vestmannaeyjum Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Jólaverslun á pari við síðasta ár: Kaupmenn vilja samræma opnunartíma :: Landeyjahöfn góð fyrir verslun Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Ekkert er að gerast í samninga- málum sjómanna og SFS: Allt virðist stefna í átök :: Verið að kanna í sjómannafélög- unum hvað menn vilja gera GÍGja ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. Lestrarömmur koma í skólana og lesa með og fyrir börnin. Tilgangurinn er að hjálpa börnunum að ná tökum á lestri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.