Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Það var stór stund fyrir samfé- lagið okkar þegar Kiwanis- klúbburinn Helgafell gaf á dögunum nýjan leitarhund. Hún heitir Rökkva og er svartur labrador retriever og kemur frá viðurkenndum hundaræktanda Noregi. Þetta er þriðji leitar- hundurinn sem Kiwanisklúbb- urinn gefur lögreglunni í Vestmannaeyjum. ,,Það má segja að Kiwanisklúbbur- inn Helgafell eigi þetta verkefni lögreglunnar með húð og hári”, sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri við formlega afhendingu hundsins. ,,Án þeirra byggjum við ekki svo vel að hafa fíkniefnaleitarhund að störfum hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en svona hundur er eitt mikilvægasta tæki lögreglunnar í baráttunni við fíkniefni,“ Ekki minna um fíkniefni Fyrsta hundinn gaf Kiwanis- klúbburinn lögreglunni árið 2001 sem var Tanja, þýskur fjárhundur. Næsta hund gáfu þeir árið 2008 og það er hún Lúna sem er enskur Springer spaniel og er hún enn í þjónustu lögreglunna en er að eldast. Fann þó fíkniefni um borð í Herjólfi daginn áður en afhendingin var. ,,Lúna er orðin hjartveik og það styttist í að hún hætti að geta unnið sem leitarhundur. Vinna þessara hunda reynir mikið á þá og þeir þurfa að vera í toppstandi til að sinna henni því þeir þurfa að hafa mikið úthald”, sagði Páley. Fíkniefnaleitarhundur er eitt öflugasta tæki sem lögregla getur notað að mati Páleyjar. ,,Magn fíkniefna er ekki minna á markaði, síður en svo því miður. Farið er að bera nokkuð á því að minna er innflutt til landsins en þeim mun meira framleitt hér heima. Fíkniefni hafa eyðilagt margar fjölskyldur og tekið líf fjölda fólks, annað hvort haldið þeim í heljargreipum eða orðið þeim að bana. Fíkniefnaleitar- hundur er eitt öflugasta tæki sem lögregla getur notað í þessari baráttu.“ Þurfa fjölskyldu og sitt heimili Rökkvi er fæddur í febrúar á síðasta ári, hlaut grunnþjálfun í Noregi og er enn í þjálfun og kemur til með að taka við af Lúnu innan tíðar. Umsjónarmaður hans er Heiðar Hinriksson, varðstjóri sem er viðurkenndur hundaþjálfari og hefur haft umsjón með öllum hundum lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Því þrautreyndur í þessum störfum og er eflaust alltaf líf og fjör á heimili hans. Hann hefur nú tekið við Rökkva á heimili sittþar sem Lúna er fyrir. En eins og gefur að skilja eru þetta dýr sem þurfa að eiga sína fjölskyldu og sitt heimili eigi þeim að líða vel. Aðspurður sagði Heiðar að uppeldi á leitarhundum sé yfirleitt strangara en hinum venjulega heimilishundi en að sama skapi þarf að vera gaman hjá þeim og þeim þarf að líða vel. ,,Þá miðast uppeldið einnig við það hlutverk sem hundurinn á að hafa og þá þjálfun sem hann mun hljóta. Leitarhundar lögreglu þurfa að vera agaðir og vita sitt hlutverk.“ Heiðar segir leitarhunda að mestu leyti eins og aðrir hundar þegar þeir eru búnir í vinnunni. ,,Þegar þeir eru heima hjá sér fá þeir að slappa af og njóta samverunnar með fjölskyldunni. Þó ber að hafa í huga að leitarhundar lögreglu eru yfirleitt erfiðari heimilishundar, eru yfirleitt mjög orkumiklir og þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Erfið barátta án leitarhundanna Í baráttunni gegn fíkniefnunum eru leitarhundarnir mjög mikilvægir og erfitt að vinna það verk vel án þeirra, sagði Heiðar. ,,Þrátt fyrir alla þá tækni sem til er í dag er ekki ennþá búið að finna upp tæki sem er betra en hundarnir í að leita uppi fíkniefni.“ Hægt er að þjálfa hundana í fleiru en bara að leita að fíkniefnum. ,,Til marks um það hvað hundarnir eru góðir starfskraftar þá eru öll lögreglulið í löndunum í kringum okkur með stórar hundadeildir, hundaskóla og lögreglumenn sem vinna bara við það að sjá um hundana. Hundarnir eru vanmetin tæki hér á Íslandi en vonandi fara menn fljótlega að átta sig á því hvað þeir eru öflugir og nýta þá betur en gert er í dag” , sagði Heiðar að lokum. Fyrsti saumaklúbbur erlendra kvenna varð til í Vestmanna- eyjum fljótlega eftir gos og hefur starfað með nokkrum hléum síðan þá. Þar hittast konur af erlendum uppruna og deila reynslusögum og spjalla um hin ýmsu kvennamál yfir kaffi og meðlæti. Fljótlega á nýju ári kallaði Katerina Sigmundson saumaklúbbinn saman. Hún sagði í samtali við Eyjafréttir að hún hafi verið að bíða eftir að Margo Renner mundi koma til landsins en hún sækir Eyjarnar heim yfirleitt í kringum jólin, en hún er ein af þeim sem byrjaði með klúbbinn á sínum tíma. „Það eru fimm til sex konur sem hafa verið lengi í klúbbnum og mæta alltaf,“ sagði Kateryna en svo stokkast reglulega upp í hópnum því nýjar konur koma og aðrar flytja burt. Kateryna segir þetta vera hinn hefðbunda kvennaklúbb, spjallað er um allt milli himins og jarðar ásamt því að miðla sinni reynslu og segja skemmtilegar sögur af þeirra fyrstu kynnum af landi og þjóð og Vestmannaeyjum. Aðspurð sagði Kateryna hennar upplifun á Eyjamönnum vera góða, allir mjög vinalegir. Konurnar hafa safnað saman heimildum og minningum fyrir klúbbinn sem þær halda utan í tveimur bókum. Þær skrifa eftir hvern klúbb minningu eða taka myndir, heimildir þessara bóka spanna þrjá áratugi klúbbsins. :: Kiwanisklúbburinn Helgafell :: Spilar stórt hlutverk gegn fíkniefnum í Vestmannaeyjum Leitarhundur öflugasta tæki sem lögregla getur notað :: Leitarhundar lögreglu þurfa að vera agaðir og vita sitt hlutverk :: Eru vanmetnir hér á landi :: Vonandi fara menn fljótlega að átta sig á því hvað þeir eru öflugir Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Foreigner, saumaklúbbur erlendra kvenna í Vestmannaeyjum: Hittast og deila reynslusögum og spjalla um hin ýmsu kvennamál Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Heiðar með Rökkva í fanginu. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri tók við gjöfinni frá Kára Hrafn- kellssyni forseta Kíwanisklúbbsins Helgafell. Konurnar sem hittust í byrjun árs eru Kateryna Sigmundsson, Natalija Yatsenko, Viktoria Pettypiece, Sarah Jane Hamilton, Aisuluu Shatmanova, Leonora Raustiené, Lucie Kázová Lúkas, Angelika Deduh og Margo Renner.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.