Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Fréttapýramídinn, þar sem Eyjafréttir veita þeim viðurkenn- ingar sem að mati ritstjórnar hafa skarað fram úr og með framlagi sínu gert Vestmanna- eyjar að betra samfélagi. Þetta hefur verið árlegt frá árinu 1987 og oftast verið í fyrstu viku ársins en nú erum við heldur með seinni skipunum. Það skiptir ekki máli og hér erum við samankomin til að samfagna þeim sem hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Það einskorðast ekki endilega við árið 2015, stundum er byggt upp á lengri tíma. Það hefur verið okkur ánægja hvað margir mæta til að taka þátt í þessu með okkur og er um leið svolítil viðurkenning á því sem við erum að gera allan ársins hring. Stritandi í blaðmennsku sem má líkja við vegavinnu nema þú sérð aldrei endann á veginum. Valið hefur yfirleitt ekki verið flókið og að þessu sinni eru Eyjamenn ársins tveir, svo eru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íþróttamála, menningarmála, fjölmiðlunar á landsbyggðinni og fyrirtæki ársins er valið og ætla ég að byrja á viðurkenningu vegna menningarmála. Getur náð langt Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmannaeyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar sem hefur virkilega slegið í gegn hér heima og erlendis. Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóð- lagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða á hinn bóginn liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum. Árið 2014 var árið sem Júníus hljómaði fyrst í eyrum landsmanna af einhverju viti og gerðist það þegar hann sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, „Color Decay“. Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum á síðasta ári sem Bjartasta vonin og hinsvegar verðlaun fyrir besta lag ársins. Og áfram er haldið og komin er út fjögurra laga EP plata sem slegið hefur í gegn. Hann stefnir fram sjö manna hljómsveit og þar af eru þeir fjórir bræðurnir, Einar, Unnar Gísli, Guðmundur Óskar og Ólafur Rúnar. Það hefur því verið mikil tónlist á heimilinu þar sem systirin Guðný leikur á selló og foreldrarnir Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir láta til sín taka í tónlistarlífi Vestmannaeyja. Það er mat Eyjafrétta að þarna sé kominn verðugur fulltrúi okkar í menningu og tónlist og vil ég biðja Sigurmund og Unni að koma hér upp og taka við viðurkenningunni fyrir hönd sonarins sem biður fyrir kveðju og þakkir. Í keppni við hina stóru Hann hefur staðið í harðri sam- keppni við hina stóru en stendur enn vaktina og á sinn þátt í halda uppi fjölbreytni í verslun í Vest- mannaeyjum. Örugglega hefur róðurinn oft verið þungur en hann hefur hvergi gefið eftir, á sína kúnna sem halda við hann tryggð sama á hverju gengur. Hann og hans fólk byggir á góðri þjónustu og fjölbreyttara vöruúrvali en aðrir. Og enn harðnar samkeppnin því nánast á hlaðinu hjá honum er risin Bónusverslun sem tekur til starfa á næstu dögum. Á meðan við bjóðum nýja aðila velkomna er líka ástæða til að fagna Eyjaframtakinu. Þarna á ég við Ingimar Georgsson og verslun hans Vöruval sem að mati Eyjafrétta er fyrirtæki ársins í Vestmannaeyjum 2015. Hann þekkir það að keppa við Krónuna og nú bætist Bónus við. Þarna endurtekur sig sagan af Davíð og Golíat þar sem sá minni hafði betur. Þess er ekki að vænta að Ingimar knéseti keppinauta sína en vonandi eigum við eftir að njóta þjónustu hans og hans fólks sem allra lengst. Um leið og ég bið Ingimar um að koma upp langar mig að þakka honum áralangt samstarf Eyjafrétta og Vöruvals sem er fjölskyldufyrir- tæki eins og þau mest geta orðið. Þar sem Eyjahjartað fór á fullt Við erum stödd á Básaskersbryggju í maí 2014. Það er kvöld í maí og strákarnir okkar í handboltanum á leiðinni með Herjólfi, nýkrýndir Íslandsmeistarar. Veður er gott, logn og fullt tunglið lýsir upp himininn. Þar sem því sleppti tóku við flugeldar og blys sem skotið var upp af Kleifabryggju, Hörgeyrar- garði og Skansinum. Þetta var tilfinningaþrungin stund, Hjartað slær er spilað og það hrærir. Móttökunum verður ekki lýst með orðum en þarna upplifðu leikmenn, þjálfarar og aðrir aðstandendur liðsins stund sem aldrei gleymist. Sagan endurtók sig tæpu ári seinna, um mánaðamótin febrúar mars þegar strákarnir urðu bikar- meistarar og Eyjamenn um allt land glöddust. Þetta var stór helgi hjá ÍBV því konurnar í meistaraflokki komust í undanúrslit í bikarnum og stelpurnar í þriðja flokki ÍBV urðu bikarmeistarar. Aftur var fagnað á Básaskersbryggju enda ástæða til. Árangur ÍBV-íþróttafélags hefur verið einstakur undanfarin ár. Ekki bara í meistaraflokki því yngri flokkarnir hafa skilað ófáum titlum sem sýnir frábært starf innan félagsins. Íþróttaakademían á líka sinn þátt í því. Það ber að þakka og minnumst þess að á bak við árangur liggur mikil vinna margra. Það er niðurstaða Eyjafrétta að veita ÍBV-íþróttafélagi Fréttapýra- mídann 2015 fyrir framlag til íþrótta. Vil ég biðja fulltrúa félagsins um að koma hér upp og taka á móti viðurkenningunni. Fréttir af landsbyggðinni skipta máli Fjölmiðlun er einn af hornsteinum nútímasamfélags og þar hafa orðið miklar sviptingar og breytingar á undanförnum árum. Sér ekki fyrir endann á þeim. Stundum finnst manni að Reykjavíkurmiðlarnir og þá RÚV meðtalið sinni landsbyggð- inni ekki nóg. Sanngjarnt eða ekki, það er ég tilbúinn að ræða hvar og hvenær sem er en ekki meira um það að sinni. Í fyrra fóru Eyjafréttir inn á nýja braut með því að veita viðurkenn- ingu fyri góða og málefnalega umfjöllun um það sem er að gerast úti á landi. Þá varð Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2 fyrir valinu, Mjög verðskuldað. Nú er haldið áfram á sömu braut en farið norður í land, nánar tiltekið til Akureyrar þar sem sjónvarps- stöðin N4 er með höfuðstöðvar. Hún hefur vaxið og dafnað með Bjarni Ólafur Guðmundsson stýrði afhendingu Fréttapýra- mídans sem fram fór á Háa- loftinu í gær og byrjaði að lesa skýrslu stjórnar þar sem kemur fram að orðið hafa miklar breytingar í starfsmannahaldi og rekstri Eyjasýnar ehf. útgef- enda vikublaðsins Eyjafrétta og eyjafréttir.is á árinu 2015. Gísli Valtýsson, framkvæmdastjóri og prentari lét af störfum á vordögum eftir nær 33 ára starf hjá fyrirtækinu. Gísli hafði um langan tíma verið burðarásinn í fyrirtækinu og annast prentun og framkvæmda- stjórn af miklum myndarskap. Í aðdraganda þess að Gísli ákvað að láta af störfum lá fyrir að skynsam- legast væri að færa prentun Eyjafrétta til Landsprents sem prentar m.a. Morgunblaðið og DV og mörg fleiri blöð. Útgáfa prentmiðla í dag kallar á mikla litmyndaprentun, en prentvélin okkar átti erfitt að sinna því hlutverki og verkið tók langan tíma. Ekki var grundvöllur til að fjárfesta í nýrri fjöllita prentvél vegna mikils kostnaðar og jafnvel þótt báðar prentsmiðjurnar í Eyjum hefðu sameinast um verkefnið. Prentað á nóttunni Landsprent hefur prentað Eyjafréttir frá því í lok janúar 2015, en vinna við setningu og umbrot er unnin hjá okkur og blaðið sent tilbúið til prentvinnslu til Landsprent á þriðjudagskvöldi og prentað um nóttina og komið í flug til Eyja á miðvikudagsmorgni og í póst til fjölmargra áskrifanda á fastaland- inu á miðvikudagsmorgni. Öll samskipti við Landsprent hafa gengið mjög vel fram til þessa og engir hnökrar komið upp. Samhliða þessu var ákveðið að selja prentvélar og önnur tæki fyrirtækisins. Plötugerðarvélin sem var ný og fullkomin var seld innanbæjar til Eyrúnar, en prent- vélarnar voru seldar til útlanda. Sala á síðustu tækjunum úr prentsmiðj- unni er nú að ljúka. Ákveðið var að selja ekki starfrænan litfjölritara sem nýtist í smærri verkefni. Þá var ákveðið að selja efri hæð Strandvegs 47 þar sem prent- smiðjan var staðsett og var gengið frá sölu nú í árslok 2015. Starfsem- in verður því öll á neðri hæð hússins, og áformað að endurbæta húsnæðið á næstunni svo það falli vel að breyttri starfsemi. Nýtt fólk Þegar Gísli Valtýsson lét af störfum seldi hann eignarhlut sinn í fyrirtækinu til hluthafa sem fyrir voru. Ásta Sigríður Guðjónsdóttir var um sama leyti ráðin til starfa og hafði hún umsjón með markaðs- og fjármálum, en hún lét af störfum að eigin ósk í lok ágúst sl. Í fram- haldinu voru gerðar þær breytingar að ráðnir voru tveir nýir starfmenn í 50% starf - Guðrún Marý Ólafs- dóttir annast fjármál, innheimtu og tilfallandi verkefni og Sara Sjöfn Grettisdóttir vinnur sem blaðamað- ur við Eyjafrettir. Við ritstjórn Eyjafrétta og eyjafréttir.is starfa nú Ómar Garðarsson, ritstjóri og ábyrgðar- maður, Sæþór Þorbjörnsson við umbrot, setningu o.fl. störf, Sara Sjöfn Guðjónsdóttir og Gígja Óskarsdótti báðar í hlutastarfi. Auk þess koma að verki, Guð- mundur Tómas Sigfússon sem annast skrif um íþróttir, Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari, að ógleymdum Sigurgeiri Jónssyni, margreyndum blaðamanni sem tekið hefur viðtöl og annast greinarskrif fyrir Eyjafréttir. Skýrsla stjórnar Eyjasýnar fyrir árið 2015: Miklar breytingar í starfs- mannahaldi og rekstri Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Fréttapýramídinn 2015 :: Valið ekki erfitt að þessu sinni: Fólk, félög og fyrirtæki sem skarað hafa fram úr og gert Vestmannaeyjar að betra samfélagi Háaloftið var þéttskipað gestum sem voru um eitthundrað talsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.