Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Fréttapýramídinn 2015 :: Valið ekki erfitt að þessu sinni: Fólk, félög og fyrirtæki sem skarað hafa fram úr og gert Vestmannaeyjar að betra samfélagi hverju árinu og hefur á að skipa bæði reyndu og mjög hæfu starfsfólki sem er fundvíst á efni vítt og breitt um landið. Nær hún iðulega að fylla upp í það gat sem stóru sjónvarpsstöðvarnar skilja eftir. Á síðasta ári fór N4 að láta til sín taka á Suðurlandi með Eyja- manninn Sighvat Jónsson og Margréti Blöndal í fararbroddi. Hafa þau náð að bregða upp skemmtilegri mynd af Sunnlend- ingum í leik og starfi. Framan af var glaðleg og hressileg ung kona áberandi á skjánum. Þarna var mætt Hilda Jana Gísladóttir sem hefur flestu sjónvarpsfólki meiri ástríðu fyrir starfi sínu. Nú veitir hún fyrirtækinu forystu auk þáttagerðar og slær hvergi af, takmarkið er landið og miðin og næsta strandhögg N4 eru Vestfirðir. Það er okkar lán á landsbyggðinni að Hilda Jana valdi sér litla sjónvarpsstöð á Akureyri til að vinna á. Og hún taldi það ekki eftir sér að koma til Eyja og taka við Fréttapýramídanum 2015, fyrir framlag vegna fjölmiðlunar á landsbyggðinni. Gjörðu svo vel Hilda Jana, gaman að fá að sjá þig loksins augliti til auglitis. Hún gafst ekki upp Fólki sem smitað er af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun á næstu dögum og vikum bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. Er það sannkallaður gleðisöngur í eyrum sjúklinga sem ríkið hafði fram að þessu synjað um nýja lyfið. Bar við fjárskorti en lyfjameðferðin kostar á bilinu sjö til tíu milljónir króna. Eyjakonan Fanney Björk Ás- björnsdóttir, sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983, stefndi íslenska ríkinu þar sem það hafði neitað henni um lyfið. Hún tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur en þarna var komið það sem hún hafði barist fyrir og er hún á leið í meðferð með nýja lyfinu. Fanney vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í þessu máli sem náði eyrum þjóðarinnar. Átti hún sinn þátt í að hreyfa við málinu og nú er áætlað að reyna að útrýma lifrar- bólgu C á Íslandi. Milli 800 og 1000 manns eru smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi en árlega greinast á milli 40 til 70 einstak- lingar. Fanney er að mati Eyjafrétta annar Eyjamaður ársins 2015 og við ég biðja hana um koma hér upp. Glæsilegur fulltrúi Eyjanna Framganga íslenska landsliðsins í knattspyrnu á síðasta ári hefur vakið athygli um allan heim og ekki síst sá áfangi að íslenska landsliðið í knattspyrnu náði sæti á Evrópu- mótinu í Frakklandi í sumar. Þar eiga Eyjamenn sína fulltrúa þó engan á vellinum. Fyrstan skal nefna Einar Björn Árnason matreiðslumeistara, Einsa Kalda sem sér um að maturinn sem strákarnir okkar fá sé í lagi. Við eigum líka góðan fulltrúa, Ómar Smárason sem sér um upplýsinga- málin og Víði Reynisson öryggis- fulltrúa. Allt frábærir Eyjamenn þar sem Einar Björn stendur okkur næst. Við matmennirnir vitum nefnilega að það eru kokkarnir sem skipta öllu þegar í slaginn er komið. Það veit Einar Björn líka, það er því full ástæða til að þakka honum góð störf fyrir landsliðið. Já hann Einar Björn er flottur en við eigum líka enn einn fulltrúann í hópnum sem er Heimir Hallgríms- son, þjálfari landsliðsins. Hann þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum sem vita að þar fer maður sem vill ná árangri í öllu sem hann gerir. Þegar hann var ráðinn til íslenska karlalandsliðsins 2011 sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbacks var stefnan tekin á að koma liðinu á lokamót og það hefur tekist. Ísland verður með á EM í sumar og nú standa þeir jafnfætis, Heimir og Lars sem þjálfarar íslenska landsliðsins. Heimir er Eyjamaður, lék hér upp alla yngri flokkana og með meistaraflokki. Þjálfaði yngri flokka hér í Eyjum, gerði ÍBV að bikar- meistum í knattspyrnu kvenna. Náði líka mjög góðum árangri með karlalið ÍBV en snemma var ljóst að hann stefndi hærra. Hann er orðinn nafn í alþjóðlegum fótbolta. Minn draumur er að hann taki við Liverpool eftir fimm ár og þar með hefjist nýtt gullaldartímabil hjá mínum mönnum. Hvort það verður veit ég ekki en spái því að íslenska landsliðið sé áfangi en ekki endastöð á ferli hans sem þjálfari. Heimir er glæsilegur fulltrúi okkar Eyjamanna hvar sem hann kemur og við erum stolt af honum. Hann er annar Eyjamaður ársins 2015 og vil ég biðja hann um að koma hér upp og veita Fréttapýramídanum 2015 viðtöku. Þau tóku við Fréttapýramídanum 2015. Frá vinstri Karl Haraldsson og Ester Óskarsdóttir fyrir hönd ÍBV-íþróttafélags, Heimir Hallgrímsson, Fanney Ásbjörnsdóttir, Ingimar Georgsson í Vöruvali, Hilda Jana Gísladóttir frá N4 og Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir, foreldrar Unnars Gísla. Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, gerði grein fyrir valinu. Gestum var boðið upp á súpu og brauð frá Einsa Kalda. Rann hún ljúflega niður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.