Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Page 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Ég er ekki sérlega undrandi á því að Heimir Hallgrímsson skyldi verða fyrir valinu sem Eyjamaður ársins 2015. Árangur- inn sem hann náði sem annar tveggja í mögnuðu þjálfarateymi karlalandsliðsins í fótbolta er einstakur í knattspyrnusögu Íslands, og þar með Vestmanna- eyja, og hann verður góður fulltrúi Heimaeyjar þegar úrslitakeppni Evrópumótsins fer fram í Frakklandi næsta sumar. Heimir var sjálfur duglegur og vinnusamur fótboltamaður og tók þátt í hæðum og lægðum meistara- flokks ÍBV í áratug, frá 1986 til 1996, með smá hléum vegna náms og hliðarskrefs sem hann tók til að spila með Hetti á Egilsstöðum. Áhugasömum er bent á blaðsíðu 79 í bókinni Íslensk knattspyrna 1993 þar sem sjá má stóra mynd af Heimi sem fyrirliða Hattar með meistara- bikar 4. deildar í höndunum. Skoraði ekki mark Heimi lánaðist ekki að skora mark í þeim 78 leikjum sem hann spilaði með ÍBV í efstu deild en sem seigur varnarmaður sinnti hann ágætlega því hlutverki að koma í veg fyrir að mótherjarnir skoruðu mikið af mörkum. Á meðan á náminu í höfuðborginni stóð fékk Heimir eins og margir Eyjamenn á þeim árum að æfa að vetrarlagi með Kópavogsliðinu ÍK þar sem Kjartan nokkur Másson var þá við stjórn- völinn og ef minnið svíkur mig ekki kynntist ég honum fyrst í kringum þær æfingar. Ekki þarf að rekja þjálfaraferil Heimis ítarlega fyrir Eyjamenn því hann hafði eingöngu starfað við þjálfun á heimavelli áður en kom að landsliðsferlinum, nema eitthvað aðeins á Egilsstöðum. Fyrst byggði hann upp öflugt kvennalið hjá ÍBV og tók síðan við karlaliðinu þegar það var komið í slæm mál og kom því til vegs og virðingar á ný. Segir hlutina eins og þeir eru Ég þarf heldur ekki að lýsa kostum Heimis með dramatískum hætti því flestir Eyjamenn þekkja hann enn betur en ég. En kynni mín af þessum öðlingsdreng hafa verið eins og best verður á kosið frá fyrsta degi. Hann er heill og hreinskilinn, okkar samskipti hafa oftast verið á faglega sviðinu þegar ég hef sem íþróttafréttamaður rætt við hann sem þjálfara, en það eru samt engar ýkjur að segja að þau samskipti hafi verið algjörlega óaðfinnanleg. Heimir segir hlutina eins og þeir eru, án þess að þurfa að grípa til einhverrar dramatíkur, en er samt sem áður sérlega orðhepp- inn (fyrirsagnir eru aldrei vandamál eftir spjall við Heimi) og um leið snjall í þeirri list að greina kjarnann frá hisminu. Hann er þægilegur viðmælandi með skemmtilega sýn á hlutina í kringum sig og einn þeirra sem alltaf gefur eitthvað aukalega af sér í viðtölum. Einstaklega gott tvíeyki Heimir hefur verið hægri hönd Lars Lagerbäcks frá því Svíinn var ráðinn til starfa sem landsliðsþjálf- ari karla í árslok 2011 og þar hefur reynst um að ræða einstaklega farsæla ráðningu hjá stjórn KSÍ. Heimir er heppinn að hafa fengið að starfa með þeim þrautreynda þjálfara sem Lars er, en að sama skapi var sá sænski heppinn þegar hann fékk Eyjamanninn sér við hlið strax frá fyrsta degi. Þeir hafa myndað einstaklega gott tvíeyki sem virðist hafa smollið saman strax og þeir bæta greinilega hvor annan upp. Það er engan veginn sjálfgefið að Lars Lagerbäck hefði náð þeim árangri sem vakið hefur athygli um gjörvalla heimsbyggð án þess að vera með réttan mann sem sína hægri hönd. Heimir var gerður að jafningja Lars í starfi þegar þeir voru ráðnir samhliða áður en undankeppni Evrópumótsins hófst. Sú ráðning hefur farið framhjá mörgum, enda virðast flestir erlendir fréttamenn telja að Lars sé einn landsliðsþjálf- ari - og ótrúlega margir Íslendingar halda enn að Heimir sé aðeins í hlutverki aðstoðarmanns hans. Ef- laust sárnar Heimi þetta stundum en ég hef aldrei orðið var við að hann gerði sérstaklega athugasemdir við að hans sænski samstarfsmaður væri meira í sviðsljósinu. Það segir kannski sitt um karakterinn. Mikið ævintýri framundan Framundan er heljarins ævintýri hjá Heimi, Lars og íslenska landsliðinu þegar þeir félagar stýra liðinu í úrslitakeppni EM í sumar. Þar á eftir taka við tvö ár hjá Heimi sem landsliðsþjálfara, þó enn sé ekki hægt að útiloka að Lars verði áfram við hans hlið. Í þjálfarastarfinu er gæfan fallvölt og hlutirnir geta verið fljótir að breytast ef hagstæð úrslit hætta að nást. En það kæmi mér ekki á óvart að þegar samn- ingur Heimis við KSÍ rennur út, hvort sem það verður í árslok 2017 eða eftir lokakeppni heimsmeistara- mótsins 2018, verði hann kominn það vel á kortið að hann hafi úr fleiri atvinnumöguleikum að moða en að þjálfa á Íslandi og gera við tennur Eyjamanna. Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu um Heimi Hallgrímsson: Heill og hreinskilinn :: Engar ýkjur að segja að okkar samskipti hafi verið algjörlega óaðfinnanleg víðir sigurðsson íþróttafréttamaður á morgunblaðinu Miklar breytingar hafa orðið á verslun í landinu þar sem litlu verslunum fækkar og kaupmaður- inn á horninu heyrir nánast sögunni til. Sérstaða Vestmannaeyja er að hér eru óvenju margar verslanir miðað við íbúatölu og eina matvöruverslun sem hægt er að kenna við kaupmanninn á horninu eigum við hér í Eyjum, Vöruval sem frá upphafi hefur verið til húsa í Kúluhúsinu við Vesturveg. Það er og hefur verið fjölskyldufyrirtæki og hafa börn núverandi eigenda og barnabörn öll unnið í versluninni og eru tilbúin að hjálpa ef með þarf. Vöruval er stofnað í mars 1993 af hjónunum Eddu Angantýsdóttur og Sigmari Georgssyni en þann 1. júlí 1999 kaupa Hjördís Inga Arnars- dóttir og Ingimar Heiðar Georgs- son Vöruval ehf. og reka enn. Eins og Eyjamenn flestir vita eru þeir Sigmar og Ingimar bræður og hafa tengst verslun í Eyjum í áratugi. Ingimar og Hjördís eru barnmörg, eiga sjö börn en þau voru orðin sex þegar þau keyptu Vöruval. „Já, þarna voru börnin okkar orðin sex, þannig að það var alls ekki galin hugmynd að kaupa matvöruverslun, enda tíðar ferðir út í búð! Því ekki að prufa það í smátíma? Erum enn að prufa,“ segir Ingimar og heldur áfram. Í verslun frá 1977 „Ég hef nánast eingöngu unnið við verslun frá því í september 1977, en þá bað Sigmar bróðir mig um að koma tímabundið sem sendil á Tanganum, en Sigmar var þar verslunarstjóri ásamt Reyni Mássyni. Og má segja að þeir tveir hafi verið mínir lærimeistarar, en ég vann með Reyni í tæp tvö ár en hef nánast unnið alla mína ævi með Sigmari. Ég var ekki nema tíu ára þegar ég byrjaði að vinna í Kaupfélagi Vestmannaeyja þar sem Sigmar var verslunarstjóri. Mitt verk var að þvo og hreinsa kjötsögina ásamt því að verð- merkja vörur, en í þá daga voru allar vörur verðmerktar. Ég vann fjóra daga vikunnar frá kl.17.30 til 18.30. Því má kenna Sigmar um verslunaræðið í mér.“ Ætlaði að læra smíði Eins og áður sagði bað Sigmar Ingimar að koma í afleysingar á Tanganum 1977 en þá um vorið ætlaði hann að byrja að læra smíðar hjá Skæringi bróður þeirra. „Stóð til að fara í Iðnskólann um haustið en það fór á annan veg því afleysingin stóð í tæp tvö ár. Seint um veturinn 1979 hafði Róbert Granz samband við mig og benti mér á að Krissi Karls, (Kristmann Karlsson), vildi bæta við manni. Fór ég til Krissa sem kannaðist nú ekki við að hann vildi bæta við manni. Sló samt til og réð Vöruval :: Fyrirtæki ársins í Vestmannaeyjum 2015: Börnin orðin sex og alls ekki galin hugmynd að kaupa matvöruverslun :: Enda tíðar ferðir út í búð :: Því ekki að prufa það í smátíma? :: Erum enn að prufa, segir Ingimar Georgsson, fulltrúi kaupmannsins á horninu í Vestmannaeyjum Heimir Hallgrímsson, Eyjamaður ársins 2015.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.