Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 mig til reynslu það sumarið og byrjaði ég að vinna hjá Karli Kristmanns umboðs&heildverslun þann 7. maí 1979. Vann ég þar í rúm 20 ár, þ.e. til 15. júlí 1999 sem var langur en góður reynslutími. Seinna varð ég að plata Sigmar til að sjá um Vöruval í tvær vikur eftir að ég keypti af honum Vöruval. Fannst ég eiga það inni.“ Þau tæpu 17 ár sem þau hafa rekið Vöruval hafa tveir starfsmenn unnið hjá þeim allan tímann. „Svo er einn sem hefur unnið hjá okkur frá 2001, annar frá 2002 og sá þriðji frá 2003. Þá hafa komið inn fullt af unglingskrökkum sem hafa verið hjá okkur mislengi, frá einu ári upp í fimm til sex ár. Börnin lagt þeim lið Allir krakkarnir okkar sjö hafa unnið hjá okkur, misjafnlega mikið, Arnar Ingi og María Sif í 5 ár og alltaf hjálpað til ef þarf, Arndís Bára í 15 ár þrátt fyrir að hafa flutt til Reykjavíkur 2004. Kom alltaf á sumrin og yfir jól og páska og vann hjá gamla settinu. Ásgeir Heimir og Heiðar Smári unnu hjá okkur í fimm ár og hjálpa alltaf til ef með þarf. Margrét Júlía hefur verið hjá okkur síðustu sex ár og Georg Rúnar síðastliðin tvö ár ásamt elsta barnabarninu Ísak Elí. Ingimar Óli og Ragnar Ingi hjálpa oft til við skúringar og fleira smálegt. Sæþór Ingi og Dízella Sif hjálpa alltaf í afabúð þegar þau koma til Eyja, en þau búa á Selfossi. Þá er bara eftir sá nýjasti en hann er bara 18 daga gamall en er ekki enn byrjaður að hjálpa til, en það styttist í það,“ segir Ingimar og er stoltur af fjölskyldunni þar sem Arnar Ingi er elstur, 33 ára og býr með Elínu Þóru og þau eiga Ingimar Óla og Ragnar Inga og von er á einu í febrúar. María Sif er 31 árs og er gift Sæmundi og þau eiga Sæþór Inga og Dízellu Sif og búa á Selfossi. Arndís Bára er 30 ára og býr með Vigni Arnari og þau eiga saman þann nýjasta og Ísak Elí Ívarsson sem er sonur Arndísar og Ívars Róbertssonar. Ásgeir Heimir er 25 ára, Heiðar Smári 23 ára og eiga báðir kærustur og svo er það Margrét Júlía 18 ára og Georg Rúnar tólf og bráðum 13 ára sem býr hjá mömmu og pabba. Saga Fanneyjar Bjarkar Ás- björnsdóttur leikskólakennara í Vestmannaeyjum er ein af þessum ótrúlegu sögum úr íslenskum hversdagsleika, þar sem maður fyllist í senn lotningu yfir hetjuskap en líka vanmætti vegna þess hversu ófullkomnar stofnanir sam- félagsins eru þegar kemur að því að viðurkenna og bæta fyrir mistök sin. Ég flutti af því frétt í mars í fyrra að íslenskum sjúklingum, með lifrarbólgu C, stæði ekki til boða ný lyfjameðferð sem læknaði sjúkdóm- inn í langflestum tilfellum. Og það væri nánast einsdæmi í Vestur- Evrópu að veiku fólki væri neitað um lyfin. Fréttin vakti mikla athygli en það var hægara sagt en gert að halda málinu áfram. Ástæðan er sú að lifrarbólga C, er sjúkdómur sem legið hefur í þagnargildi þar sem algengasta smitleiðin er með óhreinum sprautunálum og fíkniefnaneytendur eru því stærsti áhættuhópurinn. Sjúklingar hafa þess vegna hikað við að stíga fram, þótt þeir væru settir til hliðar og neitað um þá fullkomnu læknisþjónustu sem við höfum skuldbundið okkur sem samfélag til að veita, og kalla þannig yfir sig fordæmingu samfélagsins. Viðtalið vakti athygli Þrátt fyrir það gefur vitneskja um helstu smitleiðir mjög litlar upplýsingar um persónurnar á bakvið lifrarbólgu C. Um 800 -1000 einstaklingar eru með sjúkdóminn, sumir alvarlega veikir en aðrir hafa lítil sem engin einkenni. Fjöldi fólks sem hefur smitast á að baki sögu um fikt eða misnotkun fíkniefna en hefur fyrir löngu síðan lagt allt slíkt að baki. Margir eiga ung börn og fjölskyldur þegar sjúkdómurinn fer að herja á fyrir alvöru og horfa fram á að deyja frá börnum sínum ef þeir fá ekki hjálp. Í tilfelli Fanneyjar var þó um að ræða blóðgjöf á spítalanum, sem hún vildi ekki einu sinni sjálf, en læknarnir þóttust bara vita betur. Og í þessu tilfelli fór það ekki vel. Fanney Björk hafði samband við mig í apríl í fyrra í kjölfar þessara frétta og taldi mikilvægt að halda málinu áfram, sjálf íhugaði hún að gefa kost á sér í viðtal. Sem hún og gerði, um miðjan maí og vakti mikla athygli. Ekki bara vegna þess að lífsreynsla hennar var hræðileg og óréttlætið fáheyrt og óþolandi. Heldur líka með persónuleika sínum, hreinskilninni, réttlætis- kennd og hugrekki. Gekk milli lækna Fanney Björk smitaðist af lifrar- bólgu C við blóðgjöf sem hún fékk við barnsfæðingu árið 1983, en það var löngu áður en farið var að skima blóð. Hún átti við vanheilsu að stríða í áratugi og gekk á milli lækna í þrjátíu ár án þess að neitt fyndist. Það var ekki fyrr en Hjalti Kristjánsson heimilislæknir sem var að leysa af í Eyjum, gekk í málið og einsetti sér að finna rót meinsins, að greiningin fékkst. Hann skoðaði niðurstöður hennar úr mörgum lifrarprófum yfir langan tíma og spurði hvort hún hefði fengið blóðgjöf. Hann sendi í kjölfarið alla fjölskylduna í rannsókn og í ljós kom að dóttir hennar hafði einnig smitast af sjúkdómnum þegar hún fæddist árið 1989. Í október 2012 hóf Fanney lyfjameðferð við lifrarbólgu C með lyfjum sem eru úrelt í nágranna- löndunum en notuð á Íslandi. Meðferðin tekur 48 vikur og hefur í för með sér gríðarlegar aukaverk- anir. Skömmu seinna, eða í janúarmánuði, veiktist hún alvarlega þegar hún var á ferðalagi í Reykjavík og var lögð inn á bráðadeild Landspítalans. Síðar í sama mánuði var hún flutt með sjúkraflugi frá Vestmanneyjum til Reykjavíkur, nær dauða en lífi. Læknarnir sáu ekki annan kost en að hætta lyfjameðferðinni. Dóttir Fanneyjar, Tanja, var hinsvegar svo lánsöm að halda lyfjameðferðina út en hún er í dag algerlega laus við sjúkdóminn. Meðferðin var ekki tekin út með sældinni en hún var á síðasta ári í lögfræði meðan hún stóð yfir. Tapaði í héraði Um sumarið hafði samband við mig lögfræðistofa og vildi komast í samband við Fanneyju Björk til að ræða við hana um möguleikann á því að höfða mál gegn ríkinu og krefjast þess að fá lyfin og losna við sjúkdóminn. Hún sló til og höfðaði mál en hafði ekki árangur sem erfiði í héraði. Dómurinn féllst ekki á að það væri andstætt lögum eða stjórnarskrá að neita henni um lyfin. Allir stefndu í málinu séu bundnir af fjárheimildum ríkisins. Allir sem komu að málinu voru fremur skömmustulegir og lúpulegir yfir þeim farvegi sem mál Fann- eyjar Bjarkar var komið í. Engan langaði í raun til taka ábyrgð á því að neita konu í hennar stöðu um lyfin. Og samviskan var svört. Ábyrgð heilbrigðiskerfisins var augljós í málinu og furðulegt hvað kerfið var tilbúið að ganga langt til að þurfa ekki að rétta hlut sinn gagnvart þessari ákveðnu konu í Vestmanneyjum, sem var aldrei reið, hækkaði ekki röddina, talaði ekki illa um nokkurn mann eða neina stofnun sem málinu tengdist, jafnvel þótt full ástæða hefði verið til. Fór bara þolinmóð og einbeitt fram á að fá bestu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á, eins og hún ætti rétt á samkvæmt lögum. Fékk lyf í janúar Fanney Björk sagði dóminn afar sársaukafullan, enda hafi hún ekki getað lifað eðlilegu lífi í þrjátíu ár vegna sjúkdómsins. Það sé í raun verið að dæma hana til dauða. Lögfræðingur hennar lýsti því strax yfir að dómnum yrði áfrýjað. Til þess kom þó ekki. Fanney hóf að taka lyfin núna í janúar og gæti því losnað við sjúkdóminn illskeytta innan skamms. Það gerðist í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í október í fyrra að hefja átak í samstarfi við lyfjafyrirtækið Gilead sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. Öllu fólki sem er smitað af lifrarbólgu C býðst því meðferð með nýju árangursríku lyfjunum, sem áður þóttu svo dýr að þau myndu sliga heilbrigðis- kerfið. Þar með lauk baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur með fullkomnum sigri. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrum fréttmaður St2 og núverandi fréttastjóri á Fréttatímanum: Ótrúleg saga móður úr Vestmanneyjum :: Hún hafði sigur í baráttunni við kerfið Þóra kristín ásgeirsdóttir fréttastjóri Fréttatímans Ingimar ásamt hluta af starfsfólki Vöruvals. Samanlagt hefur þessi hópur unnið í 150 ár í Vöruvali. Frá vinstri, Sóley, Þurý, Inga, Elín Þóra, Ingimar, Margrét, Arnar Ingi, Oddný Bára og Arndís Bára með nýfæddan son sinn, framtíðarstarfsmann í Vöruvali. Fanney Ásbjörnsdóttir, Eyjamaður ársins 2015.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.