Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Lýðræði og sérstaklega íbúalýð- ræði snýst ekki síst um það að borgararnir geti tekið virkan og upplýstan þátt í að móta tillögur og taka ákvarðanir um atriði sem varða þá og skipta máli í nærumhverfi þeirra. Upplýsingaflæði og almenn félagsleg virkni, það sem kalla mætti samfélagsþátttöku, sam- félagssamheldni (Community Integraion) eða félagsauð (Social Capital), eru því í lykilhlutverki í íbúalýðræði. Staðbundnir fjölmiðlar eru mikilvægur farvegur upplýsinga og umræðu í nærsamfélaginu sem rannsóknir sýna að efla þessa grunnþætti íbúalýðræðis. Á Akureyri hafa menn notið þeirrar gæfu í um það bil tvo áratugi að hafa staðbundið sjónvarp sem sinnt hefur og sinnir þessu hlut- verki. Fyrst var það sjónvarpstöðin Aksjón sem síðan þróaðist yfir í N4 - sjónvarp. Tilvist þessarar sjónvarpsstöðvar hefur skipt miklu máli fyrir bæjarbúa á Akureyri, og síðan með útvíkkun hinna stafrænu dreifikerfa sem bera dagskrá stöðvarinnar miklu víðar, einnig fyrir landið allt – sérstaklega landsbyggðirnar. Nálgun staðarmiðilsins Sérstaða N4-sjónvarps felst ekki síst í því að nálgunin á fréttatengd mál jafnt sem mannlífsefni er nálgun staðarmiðils og miðast við að greina frá og efla umræðu í nærsamfélaginu, frekar en að miða sífellt við markhóp áhorfenda á landsvísu með stýringu sem miðast við lágan samnefnara sem nær að halda athygli hjá sem breiðustum hópi landsmanna. Raunar hefur N4 nú hin síðari ár tekið mið af því nærsamfélagi sem unnið er í hverju sinni, því stöðin hefur með skipulegum hætti unnið á nokkrum svæðum á landinu. Í umræðu um hlutverk og gildi staðbundinna miðla og landsdekk- andi miðla á undanförnum misserum hefur gjarnan verið talað um tvenns konar hlutverk fjöl- miðlanna. Annars vegar hafi fjölmiðlarnir ákveðið „varðhunds- hlutverk“ og hins vegar hafi þeir það hlutverk að styrkja bönd og tengja saman samfélagið með samtali um það sem skiptir almenning máli. Fjölmiðlar séu þannig í hlutverki eins konar lýðræðislegs samfélagssmiðs, almannarýmis þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir tengjast og líma samfélagið saman. Staðbundnir samfélagssmiðir Þessi tvö hlutverk eru um margt ólík en flestir fjölmiðlar reyna að sinna báðum hlutverkunum og skapa þannig ákveðið jafnvægi í umfjöllun sinni. Vissulega getur þó verið áherslumunur milli miðla, sumir leggja mikið upp úr því að vera harðir og afhjúpandi á meðan aðrir eru mýkri og fjalla meira um reynslu og örlög. Almenna línu má þó draga í þessum efnum milli staðbundinna fjölmiðla og lands- dekkandi miðla. Staðbundnir fjölmiðlar eru mun líklegri en landsdekkandi til að leggja meiri áherslu á hlutverk samfélagssmiðs- ins en varðhundshlutverkið. Landsdekkandi miðlar eru á sama hátt líklegri til að leggja áherslu á aðhaldshlutverkið, enda er staða þeirra í þeim efnum almennt séð auðveldari en staðbundnu miðlanna. Þetta sannast mjög rækilega í tilfelli N4-sjónvarps, sem hefur af ýmsum ástæðum sérhæft sig í hlutverki samfélagssmiðsins. Spyrja má hvort það gengisfelli í raun ekki mikilvægi staðabundinna fjölmiðla eins og N4 ef þeir sinna ekki varðhundshlutverkinu í jafn ríkum mæli og landsdekkandi miðlar. Því er til að svara að þrátt fyrir að aðhaldshlutverkið sé vissulega mikilvægt, þá er ekki síður mikilvægt að fjölmiðlar sinni hinu meginhlutverkinu af kost- gæfni, hlutverki samfélagssmiðsins. Einkum og sér í lagi er þetta hlutverk mikilvægt í allri umræðu og útfærslu á hugmyndum um íbúalýðræði og lýðræðislega þátttöku borgaranna í málefnum sveitarfélaga og öðrum þáttum sem tengjast nærsamfélagi þeirra. Sé ekki til staðar virkur fjölmiðlavett- vangur eða almannarými í stað- bundnum samfélögum þurfa íbúar að reiða sig á fjölmiðlaumræðu og upplýsingakerfi í stærri landsdekk- andi miðlum. Slík umfjöllun getur eðli málsins samkvæmt ekki verið jafn ítarleg og umræða í miðli sem beinist gagngert að viðkomandi samfélagi. Samfélagssamheldni Fræðimenn á Vesturlöndum hafa lengi bent á mikilvægi staðbund- inna miðla fyrir samfélagssam- heldni eða samfélagslega samþætt- ingu (e. Community Integration) og þátttöku borgaranna á tilteknum svæðum. Þetta er viðmið sem notað hefur verið til að vísa til þess hvort þátttaka og samstarf borgara er virkt eða ekki. Þegar sam- félagsamheldni er mikil felur það í sér að þátttaka og skilningur íbúanna er almennt umtalsverður og samfélagið er lýðræðislegt. Í þessum skilningi er samfélagssam- heldnin eftirsóknarvert einkenni og getur ráðist af virkni og eðli þeirra félagslegu stofnana sem eru til staðar, s.s. fjölskyldu, félaga, trúarbragða, stjórnskipulags og stjórnsýslu og síðast en ekki síst fjölmiðla. Tengslin milli fjölmiðlanotkunar og samfélagssamheldni hafa verið skoðuð sérstaklega og niðurstöð- urnar eru mjög á einn veg. Almennt virðist vera samhengi milli blómlegra staðarfjölmiðla og mikillar samfélagssamheldni. Hlutverk samfélagssmiðsins snýst að verulegu leyti um að framkalla samfélagssamheldni og þess vegna er öflug staðbundin fjölmiðlun líkleg til að framkalla samfélags- samheldni og/eða meiri staðarvit- und. Í þessu ljósi er því fráleitt að vanmeta mikilvægi hlutverks staðarmiðlanna sem samfélags- smiða jafnvel þótt áhersla þeirra á varðhundshlutverkið sé minna en hjá stærri miðlum. Rannsókn á Akureyri Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á tengslum samfélags- samheldni eða félagsauðs og fjölmiðla á Íslandi. Slíkar rann- sóknir eru þó vissulega til og fyrir sex árum gerði sá sem þetta ritar t.d. eigindlega rannsókn á Akureyri - einu helsta starfssvæði N4- sjón- varps - þar sem staðlað viðtal var tekið við 33 bæjarbúa. Þá voru m.a. skoðuð tengsl ýmissa þátta samfélagssamheldni og notkunar á staðbundnum fjölmiðlum bæði prentmiðlum og sjónvarpi. Niðurstöður virðast benda til svipaðs mynsturs hér á landi og annars staðar varðandi þessi tengsl. Meðal þess sem fram kom var að: 1) Fólk sem fylgist vel með staðbundnum fréttum og umræðu er ólíklegra en hinir til að vilja flytja burt. 2) Fólk sem fylgist vel með staðbundnum fréttum og umræðu er almennt áhuga- samara um þjóðfélagsmálefni (ekki bara á Akureyri). 3) Fólk sem fylgist vel með staðbundnum fréttum og umræðu finnst það vera hluti af samfélagi bæjarins og að tengsl við aðra bæjarbúa skipti sig miklu máli. 4) Fólk sem fylgist vel með staðbundnum fréttum og umræðu er reiðubúnara til að vinna með öðrum að því að gera bæinn betri en hinir. 5) Fólk sem er í áskrift að staðar- blaðinu og fylgist með stað- bundnum fréttum er líklegra til að spjalla við aðra bæjarbúa en hinir. N4 og verkfærakistan Það má því í raun tala um stað- bundna fjölmiðlun sem lífsgæði fyrir nærsamfélagið, lífsgæði sem skipta gríðarlegu máli fyrir samfélagsþróunina. Þetta á við um Akureyri og nærsveitir þar sem N4 hefur starfað sem samfélagssmiður sem límir saman í gegnum umræðu og umfjöllun ólíka þætti og annars hefðu ekkert eða lítið rúm fengið í almannarýminu. Þetta á auðvitað líka við í öðrum samfélögum þar sem staðarmiðlar hafa starfað. N4 – sjónvarp hefur á undanförnum misserum fært út kvíarnar og farið með verkfærakistu samfélagssmiðs- ins vítt um land, austur, vestur og suður auk þess að halda áfram smiðsverki sínu á Norðurlandi. Þetta verður mögulegt vegna hinnar stafrænu dreifingartækni, sem síðan dreifir á landsvísu staðbundnu efni sem aflað er og meðhöndlað á forsendum nærmiðlunar. Með líkri landsdreifingu verið til ákveðinn galdur þar sem nærsamfélög vítt um land (líka á höfuðborgarsvæð- inu) sjá að þau eiga fjölmargt sameiginlegt og að þau geti margt lært hvert af öðru. Samtalið, sem fyrst og fremst er hugsað sem samtal innan sveitar, reynist þá ekki síður áhugavert og lærdómsríkt milli sveita. Öflugur liðsmaður Annað sem vinnst með landsdreif- ingunni á staðbundnum efni er að rekstrarforsendur fjölmiðilsins batna verulega þar sem einn helsti akkilesarhæll staðbundinnar fjölmiðlunar á Íslandi hefur verið að staðbundnar auglýsingatekjur eru mjög takmarkaðar. Með landsdreifingu er hægt að fá inn stærri og fjársterkari auglýsendur, þó kostnaður aukist á móti. N4 hefur því verið í mikilvægu smiðshlutverki í hinum ýmsu landsbyggðum (og raunar á höfuðborgarsvæðinu líka) á undanförnum misserum og verið einn öflugasti liðsmaður svæðis- bundinna miðla á landsvísu. Vegna sérstöðu sinnar sem staðbundið sjónvarp á landsvísu, hefur N4 einnig náð að draga fram raunveru- leika mannlífsins vítt um héröð og orðið til þess að efla umræðu, hugmyndir og þekkingu á hinum ýmsu landsbyggðum. Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafærði við Háskólann á Akureyri skrifar: N4 fer víða með verkfæra- kistu samfélagssmiðsins! birgir guðmundsson dósent í fjölmiðlafærði við Háskólann á akureyri Hilda Jana Gísladóttir framkvæmdastjóri og þáttagerðarkona á N4 með verðlaunagripinn sem stöðin fékk fyrir öfluga og góða umfjöllun af málum landsbyggðarinnar. Hún flutti athyglisverða ræðu um stöðu fjölmiðlunar á landsbyggðinni og hvernig N4 hefur dafnað og vaxið með árunum og hvað sé framundan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.