Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Qupperneq 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Silja Elsabet Brynjarsdóttir flutti til London síðastliðið haust og er þar að láta drauma sína rætast. En hún lærir söng í Royal Academy of Music . Fædd: 15. ágúst 1991. Fjölskylda: Móðir mín er Ragn- heiður Borgþórsdóttir. Ég á eina svoleiðis, en ég er svo heppin að eiga tvo pabba, Sindra Óskarsson og Brynjar Kristjánsson. Ég er einnig alveg einstaklega rík af systkinum, en þau eru: Óskar Alex, Guðbjörg Sól, Herborg, Teitur, Marinó Bjarki og Kristján Guðni. Hvað ertu að gera í London: Ég er að læra klassískan söng við the Royal Academy of Music. Sem þýðir að ég ætla mér að verða óperusöngkona. Námið er marg- slungið og allskyns fög sem mér hefði ekki dottið í hug að þurfa að leggja áherslu á. Ég þarf til dæmis að læra að semja tónlist og við byrjum á að semja verk eins og þau fyrstu sem til eru í sögunni, síðan fikrum við okkur upp tímalínuna og endum á að semja nútímaverk. Þetta fag er algjör snilld en alveg ofboðslega krefjandi. Að auki fer ég í leiklistartíma, leikfimi, já ég fer í leikfimi í skólanum (ég sem hélt að leikfimi væri bara í barna- og framhaldsskóla), tónlistarsögu, ítölsku, þýsku, frönsku og margt fleira. Ertu að lifa drauminn? Ó já! Ég er í uppáhalds borginni minni (verð nú reyndar að viðurkenna að ég hef ekki séð þær allar), að læra það sem mig hefur dreymt um að læra síðan ég man eftir mér. Syngjandi allan daginn út og inn, það gerist ekki betra! Hvað er það besta við borgina: Það er allt yndislegt við þessa borg. Það er svo vel hugsað um allar bygg- ingar að þær fá að njóta sín til hins ítrasta. Veðrið er líka dásamlegt, ef það kemur rigning þá skellir maður bara upp regnhlífinni og heldur áfram að vera sætur. Fólkið hérna er svo kurteist og yndislegt. Þegar ég var á leiðinni heim fyrir jólafríið var ég með tvær þungar töskur og ákvað í minni þrjósku að taka erfiðustu leiðina uppá Heathrow. Þegar ég mæti kófsveitt eftir allt labbið uppá underground-stöðina mæti ég stiga og hugsa, nei þetta er ómögulegt! En viti menn, í hvert skipti sem ég kom að stiga kom maður og hjálpaði mér, ég þurfti aldrei að bera töskurnar ein niður stiga. Yndislegt fólk! Og svo er maður alltaf spurður hvernig maður hefur það hvert sem maður kemur, æj þetta er bara allt svo hlýtt. Uppáhalds veitingarstaðurinn þinn: Ég hef ekki farið mikið út að borða en ef mig langar í English breakfast á góðum sunnudagsmorgni þá skelli ég mér á uppáhalds pubbinn minn sem heitir Weatherspoons, ódýr og góður. Við krakkarnir í bekknum förum líka stundum þangað til að fá okkur einn góðan hamborgara eða fish and chips. Frábær staður, ég mæli eindregið með honum, þar fær maður alvöru breska stemningu. Hvað mælirðu með að gera þar: Ég mæli alveg eindregið með því að kíkja í Covent Garden, það er ofboðslega fallegur staður. Trafalgar Square er svo þarna rétt hjá og um að gera að kíkja á það í leiðinni. Í framhaldi af því er hægt að rölta niður á Big Ben og sjá hann og The House Of Parlament í allri sinni dýrð. Ef fólk hefur gaman af klassískri tónlist eða hljóðfærum yfir höfuð, þá mæli ég með safninu sem er í skólanum mínum, það er frítt inn og þetta er alveg frábært safn þar sem krakkar í skólanum sýna hvernig var spilað á hljóðfærin svo fólk heyrir hvernig þau hljóma. Mér finnst þetta safn vera alveg frábært. En það er alveg ótrúlega mikið af söfnum í London svo að allir geta fundið eitthvað fyrir sig. En því sem má ekki sleppa þegar maður kemur til London er að labba, borgin er svo stórkostleg að maður verður bara að njóta hennar til fulls, það er allavega mitt markmið. Eyjamenn í útlöndum :: Silja Elsabet í London Í uppáhaldsborginni að syngja allan daginn Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Ég hef lengi tekið þátt í og fylgst með því sem er að gerast í leik- og grunnskólunum í Vestmannaeyjum. Oft snýst umræðan um það sem við erum óánægð með eða ósátt við, en því miður sjaldnar um það sem er jákvætt og á uppleið. Þegar litið er til þróunar hjá okkur í Vestmannaeyjum hefur komið í ljós að börn, sem eru að hefja nám í 1. bekk í grunnskóla eru að koma betur undirbúin úr leikskólanum en áður enda styðjast kennarar leikskólans við viðurkenndar kennslu- og matsaðferðir sem eiga að stuðla að betri árangri. Sama gildir með kennara yngsta stigs í grunnskólanum sem hafa tekið í notkun viðurkennt kennsluefni samið af helstu lestrarsérfræðingum landsins. Með nýjum vinnubrögð- um skapast möguleikar á að fylgjast betur með lestrarþróun og árangri barnanna og grípa inn í með viðeigandi aðgerðum ef þróunin er ekki í rétta átt. Niðurstöður, sem fram hafa komið hjá sviðstjóra Menntamálastofn- unar, er að á undanförnum árum hefur tíundu bekkingum í hópnum, sem teljast ekki geta lesið sér til gagns, fækkað marktækt í Grunn- skóla Vestmannaeyja. Þetta eru góðar fréttir sem styðja við vísbendingar um að við séum á réttri leið. Starfsmenn bæði í leik- og grunnskólunum leggja sig alla fram um að stuðla að betri árangri. Unnið er markvisst að því að framfylgja framtíðarsýninni, sem er að skólarnir okkar verði meðal þeirra fremstu í landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Þessum markmiðum er m.a. fylgt eftir með athugunum á stöðu hópa í lestri og stærðfræði. Í kjölfarið fer fram kröftug þjálfun undir stjórn kennaranna. Endurteknar athuganir gefa til kynna að sýnilegur árangur er af slíkri þjálfun. Þeir nemendur sem hafa tekið áskoruninni og æfa lesturinn og stærðfræðina af sama kappi og þeir æfa íþróttir eru að ná mun betri námsárangri en hinir, sem ekki taka námið nógu alvarlega. Þar kemur að mikilvægi foreldra því það er svo óendanlega stór þáttur fyrir nemendur að foreldrar þeirra hafi áhuga á því sem þeir eru að gera og þeim árangri sem þeir eru að ná. Skólinn er máttlaus ef hann hefur ekki foreldra í liði með sér. Margir foreldrar eru afar öflugir stuðningsmenn og það sést vel þegar árangur barna þeirra er skoðaður. Því beinum við því til ykkar kæru foreldrar að hafa hvatningu og stuðning við það sem börnin ykkar eru að gera í skólanum í forgangi. Árangur í skóla er vísbending um árangur í lífinu. Þeir sem læra að leggja sig fram í skólanum munu kunna að leggja sig fram þegar út í lífið kemur. Þeir munu leggja alúð við störf sín, hver sem þau verða og það mun skila þeim til betra lífs. erna jóhannesdóttir fræðsluful ltrúi og kennsluráðgjafi skólaskrifstofunnar Lestur og stærðfræði eru íþróttir hugans :: Þarf að æfa til að ná árangri Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að vera jákvæður og bjartsýnn hefur jákvæð áhrif á heilsu, andlega, líkamlega og félagslega. Ein ástæðan virðist vera að þessir einstaklingar eiga auðveldara með að takast á við streitu í daglegu lífi á uppbyggilegan hátt, lifa heilbrigð- ara lífi og hafa jákvæðar væntingar til lífsins. Rannsóknir hafa sýnt að til eru aðferðir til að draga úr neikvæðri hugsun og auka jákvæðni og bæta líðan. Þær eru sem dæmi hugræn atferlismeðferð og að tala við sjálfan sig með því markmiði að auka jákvæðni og bjartsýni. Sumir virðast vera jákvæðir og bjartsýnir að eðlisfari, aðrir þurfa hreinlega að æfa sig. Ef þér hættir til að vera neikvæður þá er óraunhæft að ætla að breytingin taki aðeins einn dag og að maður verði alltaf bjartsýnn og jákvæður. Kannski er raunhæft markmið að bæta líðan með því að draga úr neikvæðni og auka umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Gott er að byrja á einfaldri reglu. Ekki segja eða hugsa neitt um sjálfan þig sem þú myndir ekki segja við næsta mann. Vertu umburðarlyndur og hvetjandi við þig sjálfa(n) og ef neikvæðar hugsanir fylla hugann reyndu þá að verjast þeim með því að finna jákvæða hluti varðandi sjálfa(n) þig eða eitthvað sem þú hefur gert Fyrir suma er þetta erfiðara, stundum gerir fólk óraunhæfar kröfur til sjálfs sín, finnst það aldrei standa sig nógu vel og er fullt efa um eigið ágæti. Þá þarf stundum að brjóta upp ósæskilegt munstur og setja sér raunhæf markmið. Landlæknir gaf fyrir nokkrum árum út ,,Geðorðin 10“ og er geðorð eitt: Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Þar kemur fram að hægt sé að hafa áhrif á líðan með jákvæðu hugarfari en að dagarnir geti verið misjafnir. Stundum fullir af jákvæðni, bjartsýni og gefandi samskiptum við fólk, en aðra daga getur verið erfitt að hugsa jákvætt. Áföll og erfiðleikar geta orðið til þess að neikvæðar hugsanir fylla hugann. Mikilvægt er að viður- kenna þær hugsanir, leita aðstoðar vina og ættingja eða fagfólks ef þörf er á. Vellíðan og velgengni er langhlaup, ef ekki eilífðarvinna. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Guðný Bogadóttir http://www.landlaeknir.is/um- embaettid/greinar/grein/item19641/ Engin-heilsa-an-gedheilsu http://www.mayoclinic.org/ healthy-lifestyle/stress-manage- ment/in-depth/positive-thinking/ art-20043950?pg=1 Hefur jákvæðni áhrif á líðan og heilsu :: er jákvæðni val? guðný bogadóttir hjúkrunarstjóri hei lsugæslunnar í Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.