Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Íþróttir u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 20. janúar Kl. 19:30 ÍBV 1 - Stjarnan Coca Cola-bikar kvenna Föstudagur 22. janúar Kl. 19:00 ÍBV 2 - ÍR Coca Cola-bikar kvenna Kl. 20:30 Selfoss- ÍBV 2. flokkur - bikar - 8-liða úrslit Kl. 21:00 Hörður - ÍBV 2 3. flokkur karla Laugardagur 23. janúar Kl. 13:30 ÍBV - ÍR Olís-deild kvenna Kl. 10:30 ÍBV 2 - Hörður 3. flokkur karla Kl. 15:00 ÍBV - ÍR 3. flokkur kvenna Kl. 13:30 Grótta - ÍBV 4. flokkur kvenna - eldri Kl. 14:00 ÍR - ÍBV 4. flokkur karla - yngri Kl. 14:30 Stjarnan 1 - ÍBV 2 4. flokkur karla - yngri Sunnudagur 24. janúar Kl. 12:00 ÍBV - Grótta 3. flokkur karla Kl. 13:30 ÍBV2 - Afturelding 2 3. flokkur karla Kl. 13:00 KR - ÍBV 4. flokkur kvenna - eldri Kl. 14:45 FH - ÍBV 4. flokkur karla - yngri Handbolti | Úrslit í leikjum vikunnar Meistaraflokkur kvenna: Afturelding 22:39 ÍBV 2. flokkur karla: ÍBV 22:23 Valur. 3. flokkur karla: ÍBV 32:30 Valur, ÍBV 2 37:19 HKR. 4. flokkur kvenna - eldri: KA/Þór 20:12 ÍBV, KA/Þór 18:12 ÍBV, KA/Þór 26:21 ÍBV. ÍBV 17:22 KA/Þór. 4. flokkur kvenna - yngri: ÍBV 14:23 Víkingur. 4. flokkur karla - yngri: ÍBV 21:19 Afturelding, ÍBV 2 29:25 Afturelding 2. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV gerðu sér lítið fyrir og tylltu sér á topp Olís- deildar kvenna í vikunni með sautján marka sigri á Aftur- eldingu í Mosfellsbænum. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið var 1:8 yfir eftir átta mínútur. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari liðsins, var fjarri góðu gamni en hún er stödd erlendis þar sem hún menntar sig sem þjálfari. Í hálfleik var staðan 10:22 en Afturelding er slakasta lið deildar- innar. Lokatölur 22:39 en Grótta tapaði gegn Stjörnunni á föstudag og er ÍBV því enn í toppsætinu. ÍBV og Stjarnan mætast einmitt í næsta leik en það er í Coca Cola-bikarnum. Greta Kavaliuskaite skoraði 9, Vera Lopes gerði 8 og þær Telma Amado og Ester Óskarsdóttir fjögur hvor. Handbolti | Olísdeild kvenna :: Afturelding 22:39 ÍBV: ÍBV komið á toppinn Drífa Þorvaldsdóttir í baráttunni gegn Fram á dögunum. ÍBV 15 13 0 2 456:370 26 Grótta 15 12 1 2 388:256 25 Valur 15 12 0 3 423:304 24 Haukar 15 11 2 2 431:352 24 Fram 15 11 1 3 420:322 23 Stjarnan 15 11 0 4 408:334 22 Selfoss 15 9 0 6 425:390 18 Fylkir 15 6 0 9 376:385 12 HK 15 4 0 11 304:371 8 Fjölnir 15 4 0 11 324:477 8 KA/Þór 15 3 1 11 315:379 7 FH 15 1 3 11 318:379 5 ÍR 15 2 1 12 314:398 5 Afturelding 15 1 1 13 309:494 3 Olísdeild kvenna ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í Fótbolta.net mótinu um helgina en leikurinn fór fram í Kórnum. Bæði lið sigruðu fyrsta leikinn sinn í mótinu en markavélin Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir í upphafi síðari hálfleiks. Ásgeir Elíasson, leikmaður ÍBV sem fæddur er árið 1998, jafnaði síðan metin fyrir Eyjamenn þegar ein mínúta var til leiksloka. Þetta er annað mark Ásgeirs á undirbún- ingstímabilinu en aftur spilaði Bjarni Jóhannesson, þjálfari ÍBV, með ungt lið. Knattspyrna | Fótbolti.net-mótið :: ÍBV 1:1 Stjarnan Jöfnunarmark í lokin Sindri Snær Magnússon, fyrrum leikmaður Keflavíkur, hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Sindri er fæddur árið 1992 og er afturliggjandi miðjumaður eða varnartengiliður. Hann byrjaði sinn feril hjá ÍR en fluttist til Blika árið 2011 og Keflavíkur 2013. Sindri á fjölda- marga leiki í meistaraflokki og ellefu unglingalandsleiki. Þá eru Eyjamenn einnig með Dana á reynslu en hann ber nafnið Mikkel Maigaard Jakobsen en hann er fæddur árið 1995. Ljóst er að þar er mikið efni á ferðinni og vonandi nær hann sér á strik í vikunni. Mikkel er sóknar- maður sem á leiki með U-17 og U-19 ára landsliði Dana á bakinu. Hann hefur spilað stóran hluta af sínum ferli hjá Esbjerg en var síðast á mála hjá Brabrand í dönsku C-deildinni. Knattspyrna | Meistaraflokkur: Sindri Snær skrifaði undir og Dani á reynslu Bjarni Jóhannesson, þjálfari ásamt Sindra Snæ við undirskriftina. Arnar Pétursson, þjálfari mfl. karla í handbolta, hefur ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá þjálfun. Ákvörðun þessi er tekin í fullu samráði við forsvarsmenn ÍBV en ástæða hennar er sú að grunur er um einelti innan æfingahóps félagsins. Í frétt frá ÍBV er tekið fram að Arnar tengist því máli ekki sem þjálfari en hann taldi rétt að víkja á meðan utanaðkomandi fagaðili væri fenginn til að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu um framhaldið. „Við viljum beina því til fólks að gefa forráðamönnum félagsins og fagaðilum ráðrúm til að vinna úr þessu máli og að aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir í fréttatilkynn- ingu félagsins og er hægt að taka undir það. Handbolti | Arnar tekur sér tímabundið leyfi :: Grunur er um einelti innan meistarflokks :: Arnar tengist því ekki sem þjálfari Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Karate er skemmtileg íþrótt sem er að brjóta sér leið á Íslandi. Arnar Júlíusson, er ungur og efnilegur í íþróttinni en hann tók þátt í landsliðsæfingu í karate í síðustu viku. Um var að ræða opnar landsliðsæfingar en þar er efnilegu karatefólki boðið að taka þátt. Þá eru æfingarnar notaðar til að hvetja krakka til að halda áfram í íþrótt- inni. Að lokinni æfingunni var Arnari boðið að koma aftur á næstu æfingu sem er í næstu viku. Arnar æfir hjá Karatefélagi Vestmannaeyja en Ævar Austfjörð er þjálfari hjá félaginu. Arnar er einnig að þjálfa sjálfur en hann er orðinn Senpai, sem er næst hæsta gráða í hverju félagi fyrir sig. Arnar er á sínu sjötta ári í íþróttinni og er kominn með brúna beltið, sem er einungis einu belti frá því svarta. Arnar hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum mótum á síðustu árum og þar á meðal tveimur síðustu Reykjavíkur- leikum, en í janúar tekur hann þátt í þeim þriðju. Karate | Arnar Júlíusson á landsliðsæfingu :: Boðið aftur á næstu æfingar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.