Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Side 1
Margir Eyjamenn fagna því að brátt mun Bardaga- félagið Mjölnir opna útibú í Vestmannaeyjum. Formaður Mjölnis og einn af stofnend- um er Jón Viðar Arnþórs- son. Jón Viðar á ættir að rekja til Vestmannaeyja en faðir hans er Vestmannaey- ingurinn Arnþór Sigurðsson eða Addi Yellow eins og flestir þekkja hann. Móðir hans er Þóra Sigurðardóttir. Þegar Jón Viðar er spurður út í tengslin til Eyja, segir hann að sér þyki virkilega vænt um Eyjarnar, enda hafi hann eytt hér öllum sumrum sem ungur peyi hjá ömmu sinni og afa, Sigga í Engey og Boggu. ,,Tengslin eru ástæðan fyrir því að við opnum Mjölni í Eyjum á árinu og við erum virkilega spennt,“ segir Jón Viðar. Mjölnir var stofnaður árið 2005 af tíu strákum sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á bardagaíþróttum. ,,Við vorum tíu strákar sem tókum okkur saman og stofnuðum Mjölni. Við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að gera þegar við fórum út í þetta. Með opnun félagsins vildum við skapa vettvang hér á landi til að æfa blandaðar bardagaíþróttir (MMA) og brasilískt jiu-jitsu. Áður en við vissum vorum við orðin stærsti bardagaklúbbur landsins og nú með þeim stærstu í heiminum,“ segir formaðurinn. Aðspurður um opnunina í Eyjum segir Jón Viðar að þeir stefni á að opna núna í sumar. ,,Það kom bakslag með húsnæðið sem við vorum búnir að fá þannig að við erum að líta í kringum okkur eftir öðru og erum nú þegar komnir með augastað á einu.“ Að sögn Jón Viðars hafa þeir margoft verið beðnir um að opna hér og þar á landinu og einnig erlendis en alltaf neitað. Því sé virkilega spennandi að opna fyrsta útibú Mjölnis í Vestmanna- eyjum á næstunni. Jón Viðar segir að þeir séu á fullu að vinna að undirbúningi opnun- arinnar. ,,Við erum á fullu að skoða þjálfaramálin og hvernig við ætlum að hafa þetta uppsett. Planið er að þjálfa upp fólk frá Eyjum og senda svo reglulega þjálfara frá okkur til Eyja. Við munum byrja á því að bjóða upp á brasilískt jiu-jitsu og víkingaþrekið og svo munum við bæta einhverju við seinna meir. Einnig ætlum við að plana ferðir fyrir iðkendur okkar hér í bænum til Eyja og öfugt.“ Mjölnir býður auk þess fjöldan allan af námskeiðum eins og kickbox, box og yoga svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru þeir með virkt starf fyrir börn og unglinga og halda reglulega námskeið í sjálfsvörn fyrir konur. ,,Aðalsmerki okkar er að vera með lifandi æfingar til að komast að því hvað virkar og hvað ekki í raun- verulegum aðstæðum. Kennslu- kerfið er því í sífelldri þróun og alltaf að breytast til hins betra, fólk er farið að ná mun betri árangri og farið að verða betri fljótar núna en fyrir um fimm árum síðan,“ segir Jón Viðar að lokum. HEilSAn Eyjafréttir | S é r b l a ð h e l g a ð h e i l s u n n i m e ð E y j a f r é t t u m m i ð v i k u d a g i n n 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 | Spinning Hressó var með fyrstu líkams- ræktarstöðvum á Íslandi til að bjóða upp á spinninghjól. Það var fyrir 17 eða 18 árum og var byrjað í litlu hornherbergi. Síðar var flutt upp á miðhæðina og loks upp í ris. Strax myndaðist mjög öflugur hópur iðkenda og fyrstu kennararnir voru Jóhanna Jóhannsdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir. Nokkuð hefur kvarnast úr hópnum og nýir kennarar tekið við. Gömlu hjólin stóðu fyrir sínu en kominn tími til að endurnýja. Það var gert og fyrir skömmu voru tekin í notkun 20 ný hjól sem hafa slegið í gegn. Aðal- kennarar eru Birta Baldursdóttir og Sara Rún Markúsdóttir og þær kunna sitt fag. Hjól henta flestum þar sem hver ræður þyngd og hraða. Auk þess er alltaf stemmning í tímum og gaman þannig að það er bara að mæta og byrja. :: Mjölnir opnar útibú í Vestmannaeyjum í sumar: Tengslin við Eyjarnar sterk :: segir Jón Viðar sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja SædíS eva birgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.