Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 2
2 HEilSAn | | Miðvikudagur 24. febrúar 2016 Árið 2000 var Jackie einstæð móðir með þrjú börn og hafði ekki mikið milli handanna. Ein jólin byrjaði hún að blanda saman olíur og baðsölt til þess að gefa vinum og vandamönnum í jólag jafir. Eftir það fóru hjólin að snúast og eftir- spurnin að aukast. Þetta er Jackie Cordoco sem kemur frá Barsilíu og rekur Heilsu-eyjuna og er með aðstöðu á Faxastígnum. Árið 2002 stofnaði hún sitt fyrsta fyrirtæki og var með 18 vörur sem hún var að framleiða. Árið 2004 opnaði hún nuddstofu í Kópavogi með vinkonu sinni þar sem þær voru að nudda og heila en Jackie var einnig að selja vörurnar sínar. Árið 2007 stækkaði hún í 280 fermetra húsnæði og var framleiðslan orðið mjög mikil á þessum tímapunkti ásamt því að hún var að leigja pláss fyrir aðra nuddara. „Þetta gekk alveg rosalega vel og það var mjög mikið að gera, enda ekki mörg fyrirtæki á þessum tímapunkti með náttúrulegar snyrtivörur.“ Jackie var komin með áhuga- sama einstaklinga í Brasilíu og Bandaríkjunum til að selja vörurnar en þá skall kreppan á. „Um leið og það dregst saman hjá fólki þá hættir það að leyfa sér þessa hluti og það drógst verulega saman, vörurnar seldust samt sem áður ágætlega en aldrei þannig að ég gæti haldið öllu þessu batteríi gangandi.“ Þetta varð til þess að Jackie hætti allri framleiðslu og leigði sér pláss til þess að nudda í Borgartúni og ætlaði sér aldrei aftur út í þetta. En annað kom á daginn. „Að búa til snyrtivörurnar fannst mér svo gaman að það vantaði stóran part af mér eftir að ég hætti að búa til vörurnar mínar.“ Jackie var líka komin með marga fasta kúnna og vörurnar hennar að hjálpa mörgum. „Það gefur mér alveg svakalega mikið, ef ég veit að ég er að hjálpa einhverjum. Í dag stendur alveg til að gera þetta aftur stærra og fara að framleiða meira,“ segir Jackie. „Vestmanna- eyjar eru frábær staður til að framleiða snyrtivörur, náttúran, loftið og vatnið. Það væri frekar flott, snyrtivörur frá Vestmanna- eyjum.“Jackie er komin með góðan kúnnahóp í Vestmannaeyjum, fjölskyldunni líður mjög vel í Eyjum og Jackie horfir björtum augum á framhaldið. Jackie Cordoco kemur frá Brasilíu rekur Heilsu-eyjuna: Það gefur mér mikið ef ég veit að ég er að hjálpa einhverjum Sara Sjöfn grettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Jackie Cordoco rekur Heilsu - Eyjuna Þegar kemur að heilsuefl- ingu og -átaki er mataræðið einn mikilvægasti hlekkurinn. Kökur og sætindi er eitthvað sem er þá fljótt að hverfa af matseðlinum. Eða hvað? Við fengum Berglindi Sig- marsdóttur, höfund bók- anna Heilsuréttir fjölskyld- unnar og einn eiganda veitingastaðarins Gott, til að henda í eina holla köku fyrir okkur. Botn 150 gr. möndlur 150 gr. döðlur (steinlausar) 50 gr. kókos 2 matsk kókosolía, fljótandi örlítið sjávarsalt. Aðferð - botn 1. Hitið ofn í 180 gr. c. 2. Setjið allt í matvinnsluvél og vinnið þar til þetta er komið saman. 3. Setjið smjörpappír í hringlaga form og þjappið í botninn, látið deig upp með köntum einnig. 4. Bakið í 10-15 mín. eða þar til botninn fer að gyllast á köntunum. Fylling 1 avókadó 3 matsk kókosolía, fljótandi 1 banani (vel þroskaður) 3-4 matsk fljótandi sæta, lífrænt hlynssíróp eða annað safi úr einni sítrónu eða um 2 lime örlítið salt. Aðferð – fylling 1. Allt maukað saman í mat- vinnsluvél og hellt yfir botninn, sett í frysti. Mér finnst hún best 10-15 mín eftir að hún er tekin úr frysti. Þá er auðvelt að skera hana og hún er rosalega fersk og góð, æðisleg með þeyttum rjóma. Ég sigta stundum lífrænan flórsykur yfir hluta af henni, bara sem skraut. Sítrónu-Lime kaka :: a la Berglind Sigmars Baldurshaga | sími 481-3883 facebook.is/joy JOY TO THEWORLD TVENNUTILBOÐ Samloka + lítill boost kr.1.980 GLEÐITILBOÐ 1/2 Samloka + lítill boost kr.1.490

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.