Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 5
HEilSAn | | Miðvikudagur 24. febrúar 2016 5 Guðlaugur Ólafsson fór í magabandsaðgerð hjá Auðuni í júlí 2013. Hann var búinn að reyna ansi margt til þess að ná af sér auka- kílóunum, bæði að æfa stíft og taka mataræðið hressi- lega í gegn. Árangurinn var yfirleitt takmarkaður og ef einhver stoppaði hann stutt við. Eftir áralanga baráttu komast hann að því að þetta væri nánast ógerlegt fyrir sig. Hann frétti að Auðun Sigurðsson væri að gera magabandsaðgerðir út í Bretlandi og ákvað að senda honum línu. ,,Ég bjóst við langri bið þegar ég sendi honum póstinn, en stuttu seinna hringdi hann og sagðist eiga lausan tíma eftir tvær vikur. Ég var alveg gáttaður því ég bjóst við margra mánaða bið. Ég fór út til Bretlands í aðgerðina í júlí 2013 og var mér vitandi fyrsti maðurinn hérna heima sem fór í þessa aðgerð hjá honum,“ segir Gulli. Að sögn Gulla tók aðgerðin fljótt af, en hann fór í hana um hádegisbil og var kominn upp á hótel um miðjan dag. „Ég var mjög sprækur eftir aðgerðina og var farinn í búðarráp daginn eftir. Flaug svo heim til Íslands tveimur dögum seinna og var kominn til vinnu stuttu seinna.“ Þitt að halda í bjarghringinn Gulli segir aðgerðina hafa gert sér gott og að honum líði vel, samt sé hann ekki enn kominn á þann stað sem hann vill vera á því að þetta sé alls engin töfralausn. ,,Ég lýsi þessu oft þannig að ef þú dettur í sjóinn þá er hent til þín bjarghring og þá er það þitt að halda í hann. Magabandið er bara eins og bjarghringurinn. Það tók mig hellings tíma að læra inn á þetta. Mér gekk rosalega vel fyrst og mokaði af mér kílóunum. Svo byrjaði ég að keppa við sjálfan mig og ætlaði mér stóra hluti og setti mér allskyns markmið að ná hinum og þessum árangri fyrir ákveðinn tíma. Ég lét þrengja bandið áður en ég var tilbúinn að fá þrengingu og þá fór ég að æla mikið. Ég var alltof ákafur í stórar tölur. Í kjölfarið áttaði ég mig á því að árangurinn gerist smám saman og það er lítið sem ég get gert til þess að stjórna þessu. Núna tveimur og hálfu ári seinna er ég 30 kílóum léttari en vildi svo sannarlega vera kominn í kjör- þyngd. Í byrjun var stefnan að komast þangað á tveimur árum en vegna þess að ég var of ákafur fyrst þá snerist þetta allt í hönd- unum á mér,“ segir Gulli. Gulli segist vel finna fyrir mörgum breytingum eftir aðgerðina og það sé margt sem hann eigi erfiðara með að borða í dag en það sé mjög einstaklings- bundið hvað það sé sem fólk geti ekki borðað eftir aðgerð. Í hans tilfelli á hann t.d. erfitt með að borða upphitaðan mat, nautakjöt og brauð. Hann segist borða mjög hægt og helst þurfa að vera með minni gaffal og að hann sé stundum eins og fimm ára gamalt barn að borða. Gulli segir stóran kost við magabandsaðgerðina að það séu engin lyf sem fylgi þessu. Við spurðum Gulla í lokin hvað hann myndi ráðleggja fólki sem er að hugsa út aðgerð sem þessa. ,,Ég myndi alltaf ráðleggja fólki að reyna fyrst sjálft áður en það fer að huga að svona aðgerð. Það er alltaf best að gera þetta náttúrulega ef maður getur það. Ef fólk er búið að reyna allt er þetta ákveðinn hjálp. En þetta er dýrt, sem mér finnst allt í lagi og því frábært að hafa kost á þessu ef ekkert annað gengur.” lilja Ólafsdóttir er ein af þeim sem hefur nýverið farið í magabandsaðgerð hjá Auðuni Sigurðssyni. Hún segir markmiðið með aðgerðinni alls ekki hafa verið að verða mjó heldur hafi stærsta ástæðan verið vefjagigt sem hún hefur verið að glíma við í fjölda ára. líklega auðveldara að takast á við vefjagigtina með færri aukakíló. Hún segir að heilsan sé það sem skipti mestu máli, ekki útlitið. „Ég heyrði fyrst af aðgerðinni í umfjöllun sem sýnd var í Ísland í dag. Mér fannst ég nú ekki það feit að ég þyrfti í þessa aðgerð þannig að ég gerði ekkert í þessu. Til að byrja með. En svo stuttu seinna fór ég á kynningarfund með konu sem hafði farið í svona og hún sagði að þetta væri líka flott fyrir fólk sem væri í svona jójó dæmi, rokkandi upp og niður með kílóin. Þá fyrst fór ég að hugsa þetta fyrir alvöru. Þá var langur biðlisti að fara í aðgerðina en ég komst loks að í mars 2015,“ segir Lilja. Hún segir aðgerðina hafa verið minna mál en hún hélt, enda alls ekki eins mikið inngrip og þegar fólk fer í hjáveituaðgerð og því sé mjög sérstakt að Tryggingastofnun skuli ekki taka þá í kostnaðinum líkt og í hjáveituaðgerð. „Ég fór inn rúmlega átta um morguninn og ég var komin í bæinn frá Akranesi um hádegisbil. Aðgerðin tók um þrjátíu mínútur. Einu óþægindin sem ég fann eftir aðgerðina var loftið inn í mér en það var eitthvað sem fór á nokkrum dögum.“ Tímabilið eftir aðgerðina er það sem öllu máli skiptir og Lilja segir að það séu margir sem halda að þetta sé einhver töfralausn en hún segir það fjarri lagi. ,,Maður þarf að vinna fyrir því að sjá árangur. Sumir halda að þetta sé bara auðvelda leiðin út og maður verði mjór korteri eftir aðgerðina en þannig er það ekki. Eftir aðgerðina er mánaðarlegt eftirlit og þurfti ég að fara til Reykjavíkur en núna kemur Auðun hingað til Eyja. Stóra vandamálið mitt var matarfíkn og ég borðaði alltaf of stóra skammta en í dag borða ég litla skammta og vel mér hollan og næringaríkan mat. Það er mjög mikilvægt þar sem matarskammtarnir eru svo litlir og mér líður rosalega vel. Sumir dagar eru erfiðari en aðrir og þá rennur maturinn ekki niður og þá fæ ég mér fljótandi mat. Það er margt sem ég þarf að passa mig á, eins og brauð, pasta og fleira en súkkulaði rennur ansi ljúft niður,“ segir Lilja og hlær. Aðspurð um árangurinn eftir aðgerðina segir hún að það hafi lítið gerst í byrjun hjá sér en um hálfu ári seinna hafi hlutirnir farið að gerast hratt og nú sé hún búin að missa rúm 20 kíló. ,,Ég er alsæl með árangurinn en þetta er hellings vinna. Bandið er bara hjálpartæki fyrir fólk með matar- fíkn.” Lilja Ólafsdóttir :: Bandið er hjálpartæki fyrir fólk með matarfíkn: Heilsan það sem skiptir mestu máli en ekki útlitið :: Segir aðgerðina hafa verið minna mál en hún hélt Gunnlaugur Ólafsson :: Þú getur aldrei verðlagt heilsuna: Aðgerðin gerði honum gott og honum líður vel :: Ekki kominn á þann stað sem hann vill :: Alls engin töfralausn. Gulli er 30 kg léttari tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Lilja er búin að missa rúm 20 kg síðan hún fór í aðgerðina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.