Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 7
HEilSAn | | Miðvikudagur 24. febrúar 2016 7 Regína Kristjánsdóttir hefur í um tíu ár kennt líkamsrækt af öllu tagi og er í dag sjálfstætt starfandi við kennslu á yoga og annarri hreyfingu. Regína á að baki yfir 560 klukkustunda nám í yoga, bæði frá Íslandi og Bandaríkjunum og er að læra yogaeinkaþjálfun og yogaþerapíu. Hot fitness er einn af þeim tímum sem Regína hefur verið að kenna núna í nokkur ár. Þar er hópur af konum úr öllum áttum með allskyns líkamleg vandamál. „Þarna eru konur með bakvandamál, eymsli í hnjánum eða með gigt og vilja ekki vera í látum, eins og hoppum og öðru slíku. Svo eru aðrar sem gera þetta bara til að bæta heilsuna og andlega líðan. Þetta eru tímar í heitum sal og þó svo að æfingarnar séu rólegar þá eru þær góðar og taka í og allir eru að gera sitt. Einstaklingur í mjög góðu formi getur mætt og fengið mjög mikið út úr tímunum,“ sagði Regína. Í Hot Fitness tímunum byrjuðu sex konur en eru í dag orðnar tuttugu. „Á tímabili mættu þrjár til fjórar en ég hafði mikla trú á þessum tímum og hélt ótrauð áfram, enda hefur það skilað sér miðað við fjöldann í dag.“ Iðkendur hjá Regínu eru á milli 50 til 60 konur á öllum aldri. Hún kennir þrjú námskeið, líkamsrækt sem er er alhliða fjölbreytt leikfimi. Hefur hópurinn að mestu verið hjá henni meira og minna sjö ár. „Það er alveg svakalega góð stemmning þar eins og í hinum hópunum.“ Einnig kennir Regína yoga í heitum sal. Regína er einnig að fara sem þjálfari hjá hópi kvenna sem ætlar að fara til Grikklands í heilsuferð. „Þar sem farið verður í göngur, yoga, leikfimi og við borðum góðan og heilsusamlegan mat. Alls ætla 13 konur frá Vestmannaeyjum að fara í þá ferð,“ sagði Regína. Sigríður Árný Bragadóttir er ein af þeim sem hefur fylgt Regínu alveg frá því hún byrjaði. „Ég hef alltaf valið námskeið sem hún kennir og mér þykir hún alveg frábær kennari,“ segir Sigga eins og hún er oftast kölluð sem er með mjög slæman astma og hentar henni ekki mikil hopp og skopp. Sigga er í Hotfitness hjá Regínu í hádeginu og hefur verið í nokkur ár. „Í tímunum gerum við æfingar á staðnum og ég fæ að vinna með sjálfa mig. Þetta hentar mér svakalega vel og hef ég náð upp ágætis þoli og svo er þetta svo andlega gott.“ Sigga talar mjög vel um Regínu og dáist að þrautseigju hennar með þennan hádegishóp. „Við vorum í byrjun oft bara fjórar og fimm en það skipti hana engu máli, hún hafði trú á þessum hópi og vissi hvað þetta gerði okkur gott, enda erum við orðnar um tuttugu í dag.“ Sigríður Árný Bragadóttir er ánægð hjá Regínu: Góður og skynsamur kennari Sara Sjöfn grettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Sigríður Árný Bragadóttir. Regína Kristjánsdóttir. Bergey Edda Eiríksdóttir. Regína Kristjánsdóttir yogakennari með meiru: Breiður hópur og spennandi verk- efni framundan :: Á leiðinni til Grikklands í heilsuferð með hóp kvenna Hafdís kennir yoga í Friðarbóli og býður upp á lífstílsnámskeið: Andlegur og líkamlegur ávinningur :: losar spennu :: Kemur jafnvægi á hormónaflæðið :: losar um eitur- og úrgangsefni ingin er. En oft og tíðum borðum við eingöngu fyrir bragðlaukana og það er nú kannski ekki alltaf það besta fyrir frumurnar. Einnig getur átið verið tilfinningatengt, þá borðum við gjarnan til að bæla niður eða til að forðast að takast á við neikvæðar tilfinningar, á borð við streitu, þreytu, leiða, þunglyndi, reiði, sorg o.fl. Gjaldið sem við greiðum fyrir tilfinningatengt át er því miður, líkamleg og andleg vanlíðan. Óþægindi, neikvæðar hugsanir, samviskubit og skömm.“ Hafdís segir að það besta fyrir líkama og sál sé að innbyrða holla næringu og hafa hana sem næst uppruna sínum. Teknar eru út mjólkurvörur, glútein, sykur og kaffi. Einnig eru jurtir notaðar til að hjálpa við að hreinsa ristilinn og önnur líffæri, svo líkaminn nýti næringuna betur og vinni enn betur. „Það eru margir sem halda að þau sem eru á námskeiðinu séu bara að drekka hristinga allan daginn en svo er ekki. Við borðum kjöt, fisk, kjúkling, grænmetisrétti og margt fleira. Eitt af því sem þau læra er að elska sjálfa sig og setja sig í fyrsta sæti. Margir mikla fyrir sér þetta námskeið en vinsælasta og skemmtilegasta setningin sem ég heyri ofast í annarri vikunni er; þetta er miklu auðveldara en ég hélt . Þetta snýst um það að hugsa vel um líkama sinn, svo sálinni líði vel,“ segir Hafdís. Hafdís Kristjánsdóttir. Bergey Edda Eiríksdóttir byrjaði að stunda yoga fyrir nokkrum árum og finnst það vera ómissandi þáttur í sínu lífi sérstaklega eftir að hún greindist með lupus fyrir þremur árum. Hjá Bergey Eddu leggst lupusinn á liði og auk þess er hún með vefjagigt líka. Fyrir greiningu fann Bergey fyrir mikilli þreytu, verkjum og öðrum kvillum. Hún leitaði sér hjálpar hjá lækni þegar aukaverkanir fóru að hafa áhrif á hennar daglega líf. Ásamt ómissandi lyfjum við sjúkdómnum sem Bergey vildi alls ekki gera of mikið úr og endurtók við blaðamann, „Þetta gæti verið miklu verra,“ sem er aðdáunarvert enda verkefni út af fyrir sig að halda jákvæðu viðhorfi þegar sjúkdómur er kominn til að vera og ekki er hægt að lækna. Bergey var búin að vera í yoga hjá Hafdísi í töluveran tíma. „Ég finn það núna fyrir alvöru hvað það gerir mér alveg svakalega gott.“ Bergey er einnig mjög ánægð með nýjustu viðbótina við yogað sem er hugleiðslan. „Að hugleiða er æði og hentar mér mjög vel.“ Bergey neitar því ekki að suma morgna er erfitt að koma sér af stað og fara í yoga því þeir sem eru með vefjagigt eru góðan klukku- tíma að liðka liðina við á morgana vegna stirðleika. „En þegar ég fer, líður mér miklu betur eftir á og tekst miklu betur á við daginn. Mér finnst yogað hjálpa mér helling, líka í að róa mig, því ég má ekki keyra mig út og þarf að vera í góðu jafnvægi og svo er það líka bara Hafdís, hún er frábær kennari.“ Bergey Edda :: Gott jafnvægi með hugleiðslu og yoga: Að hugleiða er æði og hentar mér mjög vel

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.