Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 8
8 HEilSAn | | Miðvikudagur 24. febrúar 2016 „Ég fór fyrsta sinn á Heimaklett um mitt sumar 2003. Ég hitti Bibba Valtýs einn daginn og fór að ræða þetta við hann og spurði hann hvort ég væri orðin klikkuð að vera að spá í að fara upp. Hann hélt nú ekki og svaraði mér að ég væri nú bara hetja ef ég færi upp. Ég var að ganga í gegnum hræðilega tíma þarna og ákvað að skella mér með Bibba í göngu um Goslokahelgina 2003, ég fór í sömu ferð og gestabókin var sett upp. Ég man bara að þegar ég komin á toppinn sagði ég strax, -vááá hvað eyjan er falleg. Þarna sá maður allt annað sjónarhorn á eyjunni,“ segir Ólöf. Í kjölfar fyrstu göngunnar á Heimaklett fór Ólöf á útinámskeið hjá Írisi Sæmundsdóttur og Heimi Hallgrímssyni, því útiveran heillaði hana mikið. Á námskeiðinu var labbað nokkru sinnum á Heima- klett og þar var henni kennt að labba þetta rétt. Kyrrðin á toppnum Ólöf segir ástæðuna fyrir því að hún fari þetta aftur og aftur sé einfaldlega tilfinningin sem hellist yfir hana þegar hún er komin upp á toppinn. Hún segir tilfinninguna að sitja upp á topp í kyrrðinni og horfa yfir eyjuna sé stórkostlegt. Hún segist auðveldlega getið setið þarna upp í klukkutíma eins og ekkert sé enda útsýnið eins og það gerist best. „Það er svo mögnuð tilfinning sem hellist yfir mann í hvert skipti sem maður kemur á toppinn á Heimaklett og það skrýtna er að það er alltaf gott veður þarna uppi. Ég hef farið þarna í öllum veðrum, brjálaðri rigningu og brjáluðu roki en einhverra hluta vegna er alltaf gott veður á Heimakletti. Þegar þú leggur svo af stað til baka þá er eins og þú hafir ekkert verið að klífa þarna upp því það fylgir því svo mikil sæla að vera á toppi Heimakletts,“ segir Ólöf og brosir. Ólöf gengur á klettinn allan ársins hring en fer þó minna yfir vetra- tímann, en ef færi er gott og ekki mikill snjór þá drífur hún sig upp. Þegar Ólöf er spurð hversu oft hún sé að fara þetta að meðaltali á ári, segir hún það misjafnt. ,,Ég setti mér það markmið í fyrra sumar að fara 50 ferðir upp í tilefni að því að ég varð fimmtug og ég stóð við það. Kannski að ég fari 75 ferðir næsta sumar, hver veit.“ Keppa við sjálfa sig Ólöf stundar þetta sport að mestu ein en tekur þó stundum fólk með sér sem vill fara með manneskju með reynslu. ,,Ég er mikið að keppa við sjálfa mig þegar ég fer þarna og tek tímann á mér og reyni að toppa mig. Ég fer upp á svona 26 til 27 mínútum en metið mitt er 22 mínútur sem ég er nú nokkuð sátt við. Aðspurð hvort hún verði aldrei smeyk að vera að ganga þetta ein segist hún í fyrsta skipti hafa orðið frekar hrædd síðastliðið sumar. ,,Þegar ég var komin langleiðina upp eitt skipti í sumar hélt ég að ég myndi fjúka fram af klettinum, það var í fyrsta skipti sem ég hef orðið hrædd þarna. En það er svo skrýtið að maður er yfirleitt alltaf í skjóli þegar maður er að labba upp.“ Þegar við biðjum Ólöfu um góð ráð fyrir byrjendur í fjallgöngum segir hún góða skó vera grund- vallareglu, alls ekki vera í striga- skóm eins og hún sér svo oft. Þá er allavega ekki hægt að kenna því um ef eitthvað gerist. Síðan megi alls ekki gleyma að láta einhvern vita þegar farið er einn í fjallgöngu. ,,Ég hef oft verið skömmuð heima hjá mér fyrir það að láta engan vita að ég sé farin upp á Heimaklett. Stundum fer ég bara og læt hvorki kóng né prest vita. Það borgar sig að segja einhverjum frá því þó það sé ekki nema bara að senda skilaboð.“ Hvanndalshnjúkur næst á dagskrá Þó svo að Ólöf gangi mest á Heimaklett hefur hún mjög gaman að því að ganga á fleiri fjöll. Hún fer Dalfjallið og Eggjarnar mikið og gekk í fyrsta sinn síðastliðið sumar alla leið á Blátind. Hún er líka fastagestur í Sjö tinda gönguna hér í Eyjum og hefur farið í allar nema eina, en þá var hún veik. Hún ásamt fleiri flottum konum stofnuðu líka nýlega gönguhóp á facebook þar sem þær hittast einu sinni í viku og ganga hingað og þangað um eyjuna. Hún hefur bæði gengið Fimmvörðuháls og Laugaveginn og næst á dagskrá er að ganga á Hvanndalshnjúk í maí ásamt góðum hópi fólks héðan frá Eyjum. ,,Ég er búin að vera að æfa á fullu fyrir Hvanndalshnjúk sem ég er að fara á núna í maí. Við erum tíu til ellefu héðan úr Eyjum sem erum að fara og erum mjög spenntar. Gangan tekur um 14 klukkutíma og við munum leigja allan búnað fyrir þessa göngu. Ég verð alveg hrikalega stolt af mér þegar ég verð búin með þessa göngu” segir Ólöf spennt. Ólöf Helgadóttir :: Ein af göngugörpum Eyjanna :: Alltaf gott veður á toppnum: Fer ótrauð upp á Heima- klett við hvert tækifæri :: Segir fátt toppa tilfinninguna að standa upp á toppnum og horfa á stórbrotið útsýnið :: Stefnir á Hvannadalshnjúk SædíS eva birgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Ólöf á leiðinni upp Klettinn.Ólöf hefur ritar nafn sitt í gestabókina á toppi Heimakletts. Karen inga Ólafsdóttir á og rekur verslunina Active að Vestmannabraut. Verslunin selur allskyns heilsuvörur, íþróttavörur, meiðslavörur, stuðningshlífar og snyrtivöru úr Dauðahafinu. Einnig eru þau með infra rauðan sánaklefa sem hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Við fórum og forvitnuðumst aðeins um þennan klefa hjá Active. ,,Infra rauðu saunaklefarnir hafa verið mjög vinsælir hjá okkur. Við byrjuðum með einn klefa fyrsta árið en núna í janúar opnuðum við annan vegna mikillar eftirspurnar. Það er mikið bókað hjá okkur og þá sérstaklega seinnipart dags og á kvöldin. Við erum með mikið af fastakúnnum sem bóka langt fram í tímann og koma reglulega. Svo erum við einnig að fá mikið af nýjum kúnnum inn sem er frábært,“ segir Karen Inga. Karen Inga segir kosti infra rauðrar meðferðar hafa verið rannsakaðir í marga áratugi um heim allan. Þeir losi eiturefni úr líkamanum, auki virkni ónæmis- kerfisins, styrki hjarta- og æða- kerfið , auki blóð- og súrefnisflæði, bæta útlit húðarinnar, styrkja öndunarfærin, brenna kaloríum og auka liðleika. Hún segir meðferðina hjálpa við fitulosun, lækka blóðþrýsting, kólestról og blóð- sykur, minnka verki og hjálpa til við að minnka bólgur og bjúg. Að sögn Karenar Ingu hefur klefinn reynst mörgum vel og fólk sé mjög ánægt með að þessi þjónusta sé í boði hér í Eyjum. ,,Ég fæ mikið af fólki inn sem þjáist af gigt af einhverju tagi. Fólk með allskonar exem eða sóríasis, fólk með vöðvabólgu og slasað fólk. Við tökum vel á móti öllum en ráðleggjum þó fólki með opin sár að bíða eftir að sárin gróa og koma þá. Mörgum finnst gott að koma í klefann og fá tíma fyrir sjálfan sig í rólegheitum eftir amstur dagsins, lesa góða bók og hugleiða.“ Tíminn í infra rauða saunaklef- anum tekur um 40 mínútur og mikilvægt er að mæta með vatnsbrúsa, handklæði og sundfatnað. Við spyrjum að lokum hver sé munurinn á Infra rauða saunaklefanum og venjulegu sauna. ,,Hefðbundin sauna flytur hitann með því að dreifa heitu lofti og hitar líkamann þannig frá toppi til táar. En infra rauðir ljósgeislar hita líkamann með djúphitun innan frá og út. Samt við þægi- legra hitastig og hefur betri áhrif á heilsuna. Geislarnir fara um 4.5 sm inn í líkamann og örva innstu vefi og líffæri þannig að maður svitnar mun meira en í hefðbundnu sána og líkaminn losar sig við óhreinindi sem annars myndu sitja sem fastast í honum. Orðið infra þýðir djúphitun.“ Karen Inga Ólafsdóttir á og rekur verslunina Active: Infra rauðu saunaklefarnir vinsælir SædíS eva birgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Karen Inga Ólafsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.