Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Síða 1
Vestmannaeyjum 16. mars 2016 :: 43. árg. :: 11. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Háskólinn í Reykjavík hefur opnað fyrir umsóknir í háskólanám í haftengdri nýsköpun sem hefst næsta haust í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann á Akureyri, er þrjár annir og veitir diplómagráðu í haftengdri nýsköpun. Útskrifaðir nemendur munu einnig geta nýtt einingar í áframhaldandi nám við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Fyrstur til að skrá sig var Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem betur er þekktur fyrir snilldartakta á fótboltavellinum. Byrjaði hjá ÍBV og er kominn til baka eftir 11 ára atvinnumennsku í Svíþjóð, Þýska- landi, Noregi, Danmörku, Englandi og Tyrklandi. Gunnar Heiðar, sem verður 34 ára þann fyrsta apríl nk. sér mikla möguleika í náminu og segir það sniðið að sínum hugmyndum. „Ekki síst þar sem við fjölskyldan erum komin til Vestmannaeyja. Þetta er mjög jákvætt og mér sýnist að námið passi mér mjög vel. Ekki síst þar sem það er í nánu samstarfi við þessi glæsilegu fyrirtæki hér í Eyjum,“ segir Gunnar Heiðar. „Vonandi er þetta bara byrjunin á háskólanámi í Eyjum og að við sjáum fleiri atvinnutækifæri verða til. Það er nauðsynlegt fyrir Vestmannaeyjar, bæði til að halda í unga fólkið og fá fleiri til að flytja hingað. Það er búið að gerjast í mér lengi að fara í nám og þetta tækifæri er of gott til að sleppa því. Námið er ekki bara bóklegt, heldur eigum við að vinna einhver verkefni fyrir fyrirtæki hérna í Eyjum. Það finnst mér skemmti- legra en að vera á kafi í einhverjum bókum allan daginn.“ Gunnar Heiðar segist hafa orðið var við mikinn áhuga á náminu. „Það hafa mjög margir talað við mig og sagt þetta spennandi fyrir þá sem búa í Eyjum. Í þeim hópi eru nokkrir sem hafa áhyggjur af því að hafa ekki nauðsynlegan undir- búning til að fá inn- göngu. Ég hef bent þeim á tala við Áslaugu Hermannsdóttur forstöðukonu eða Trausta Hjaltason í fræðsluráði. Einnig finnst mér að bæjarstjórnin eigi hrós skilið fyrir þeirra framgöngu í að koma náminu af stað hérna í Eyjum.“ Gunnar Heiðar segist hafa trú á því að þetta eigi eftir að hjálpa Vest- mannaeyjum þegar til lengri tíma er litið. „Þarna opnast möguleiki fyrir fólk á öllum aldri að kynnast einhverju nýju og fersku og á eftir að nýtast þeim og okkur öllum í framtíðinni,“ sagði Gunnar að endingu um fyrirhugað nám sitt. Þá er komið að fótboltanum. Fótboltinn Gunnar Heiðar gekk til liðs við ÍBV í fyrra og stefndi á að vera með frá byrjun en ljóst er að hann missir af fyrstu leikjunum. „Ég fór í aðgerð á vinstri hæl í síðustu viku en ég hef lengi verið að drepast í honum,“ segir Gunnar Heiðar. „Ég tók mér frí frá æfingum í nóvember og byrjaði í desember. Þá var þetta orðið það slæmt að ég gat varla gengið eftir leiki og æfingar. Þá var hællinn myndaður og kom í ljós að eitthvert aukabein nuddaðist við hælbeinið. Það var svo drifið í aðgerð og læknarnir eru ánægðir með hvernig til tókst.“ Gunnar Heiðar reiknar með að vera klár í slaginn eftir þrjá til fjóra mánuði. „Ef að vel tekst þá er þetta í raun mjög jákvætt fyrir mig því þá er ég líklega að lengja ferilinn minn um nokkur ár. Svo verður gerð sama aðgerð fyrir hægri löppina eftir tímabilið og þá getur maður loksins orðið alveg heill heilsu. Ég hef ekki verið 100 % heill í nokkuð mörg ár.“ Háskólanám í haftengdri nýsköpun :: Gunnar Heiðar fyrstur að skrá sig: Mjög jákvætt og námið hentar mér mjög vel :: Ekki síst vegna samstarfsins við þessi glæsilegu fyrirtæki hér í Eyjum Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Loðnuvertíðin er nú senn á enda og má segja að veiðar hafi gengið misvel. Vertíðin byrjaði nokkuð kröftulega en síðustu daga hefur veðrið sett strik í reikninginn. Vinnslustöðin er að klára sinn kvóta en Ísfélagið á eitthvað eftir. Vart hefur orðið við loðnu út af Breiða- firði og virðist sem vesturgangan sé að koma upp á svipuðum slóðum og í fyrra. Að sögn skipstjóra á svæðinu er loðnan sem er að finnast núna á svæðinu miklu skemmra komin að hrygningu en loðnan sem veiddist áður, einnig sé talsvert meira magn að sjá núna. >> Sjá nánar í miðopnu. Vestur- ganga til bjargar? Gunnar Heiðar. 2016 FERMINGAR >> aukablað

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.