Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Á fundi framkvæmda- og hafnar- ráðs greindi framkvæmdastjóri frá tjóni sem varð á lyftupalli upptöku- mannvirkja Vestmannaeyjahafnar þegar Gullberg VE skall utan í pallinn 16. febrúar sl. Fyrir liggur að sérfræðingur er væntanlegur í apríl í árlega skoðun og mun hann taka út skemmdirnar og gefa skýrslu um málið. Ráðið fól framkvæmdastjóra að gæta hagsmuna Vestmannaeyjahafnar í málinu og upplýsa ráðið um framgang þess. Skömmu eftir að átök brutust út í Úkraínu í upphafi árs 2014 fór Stefán Haukur Jóhannesson til starfa sem yfirmaður alþjóðlegs eftirlitsteymis Öryggis og Sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE)* í Kænugarði. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Stefán Haukur tók í störfum sínum en hann ferðaðist m.a. til Chernobyl sem var vettvangur eins stærsta kjarnorku- slyss sögunnar árið 1986 og fór að flaki malasísku farþegavélarinnar sem skotin var niður skammt frá rússnesku landamærunum 17. júlí 2014. Auk þess eru ljósmyndir af mannlífinu í Kænugarði, einkum Maidan torgi í miðborginni sem var vettvangur borgarabyltingarinnar. Stefán Haukur Jóhannesson er ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins. Hann er fæddur og uppalinn Eyjapeyi, sonur hjónanna Jóhann- esar Tómassonar (í bankanum) og Guðfinnu Stefánsdóttur (Minnu í Skuld). Hann á að baki langan feril í utanríkisþjónustunni. Hann hefur gegnt ýmsum ábyrgðastöðum heima og erlendis m.a. sem sendiherra Íslands í Genf og Brussel. Stefán Haukur leiddi samningaviðræður um aðild Rússlands að Alþjóðavið- skiptastofnunni, var aðalsamninga- maður Íslands í viðræðum við ESB auk þess að hafa gegnt formennsku í gerðardómi í milliríkjadeilu um alþjóðaviðskipti. Stefán Haukur er áhugaljósmyndari og er myndavélin iðulega með í för við leik og störf. Sýningin verður opnuð 19. mars kl. 13. Stefán Haukur segir frá átökunum og byltingunni í Úkraínu og störfum sínum þar. Tónlistarflutn- ingur: Kitty Kovács og Balázs Stankowsky. Ljósmyndasýningin er í Einars- stofu, í Safnahúsi Vestmannaeyja, og stendur yfir 19. mars –19. apríl. Opið á opnunartíma Safnahúss, virka daga 10-18 og laugardaga 13-16. Opnunarhelgi sýningarinnar verður opið laugardag og sunnudag 13-17. * ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki viðeflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildar- ríkjunum sem eru fimmtíu og sjö talsins. Ákveðið er að Sumarstúlkan 2016 verði laugardaginn 9. júlí nk. þannig að Sumarstúlkan 2016 verður haldin um mitt sumar og mun því bera nafn með rentu. Auglýst er eftir ábendingum um stelpur sem hefðu áhuga á að taka þátt í keppninni en þær þurfa að verða 18 ára á árinu eða eldri. Upplýsingar gefur Súsanna í síma 690 3479 og eins getur fólk sent henni skilaboð í gegnum Facebook. Í bæjarráði í gær var samþykkt að selja fjórðu hæð Fiskiðju- hússins og Vigtarhúsið sem er norðuhluti hússins þar sem Miðstöðin er til húsa. Það var fyrirtækið Eyjablikk ehf. sem keypti hlutinn í Fiskiðjunni. Óstofnað hlutafélag Daða Pálssonar, eins af eigendum Godthaab og Sigurjón Ingvars- son, skipstjóri og stýrimaður með meiru keyptu hins vegar Vigtarhúsið. Á fundinum lá fyrir tilboð í fjórðu hæð Fiskiðjunnar, sem er 615,4 fm upp á 42.750.000 kr. Bærinn eignaðist Fiskiðjuna eftir eldsvoða 2007. Alls er Fiskiðjan 4200 fm og hefur verið að drabbast niður með árunum. „Í samræmi við skipulags- ráðgjöf Alta og miðbæjarskipulag Vestmannaeyja tók Vestmanna- eyjabær ákvörðun um að endurgera húsnæðið sem næst upprunalegu útliti og nýta til vaxtar í stað þess að láta það grotna niður fyrir augum bæjarbúa og gesta. Fyrirliggjandi tilboð er gert með það að markmiði að styðja við þær hugmyndir,“ segir m.a. í fundargerð og var tilboðið samþykkt. Fyrir bæjarráði lágu tvö kauptil- boð í Vigtarhúsið sem er 740,9 fm skv. fasteignaskrá, þar af kjallari sem er 410 fm. Hærra tilboðið hljóðaði upp á 16.000.000 kr. og var samþykkt. Húsinu fylgja skipulagskvaðir um að á jarðhæð skuli rekin miðbæjartengd starfsemi svo sem verslun, þjónusta, veitinga- sala eða svipaður rekstur. Þá liggur einnig fyrir byggingaréttur um hæðir ofan á húsið. „Það hefur aldrei verið keppikefli bæjarins að eiga eignir umfram það sem er nauðsynlegt fyrir kjarna- rekstur okkar. Þessar eignir voru keyptar af skipulagsástæðum og það er frábært fyrir okkur að fá til liðs við okkur aðila sem hafa metnað til að taka þátt í að þróa Vestmannaeyjar áfram,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um söluna og aðdraganda hennar. „Það versta sem gerist er stöðnun þar sem öllum hugmyndum um framþróun er mætt með neikvæðni og afturhaldi. Þegar farið var í að byggja hið nýja útisvæði við sundlaugina var því mætt með hverskonar formælingum og ásökunum um að þetta yrði allt vonlaust. Eftir stendur þetta svæði sem er margrómað um allt land og heimamönnum til sóma. Þegar farið var í framkvæmdir við Eldheima var því mætt á svipaðan máta. Ryðið milli fella og hvað þetta allt var nú kallað. Eftir stendur ekki bara eitt glæsilegasta safn á landinu heldur rekstur sem skilar okkur 40 milljónum í tekjur umfram gjöld. Tekjur sem nýtast í velferðarþjónustu o.fl. Ákvörðun um Fiskiðjuna var mætt með hverskonar tortryggni og ásökunum um að þá yrði ekkert gert í öldrunarmálum. Brátt eignumst við þarna verðmæti sem okkur er sómi að og standa vonandi undir sér – og skilja jafnvel hagnaði – með sölu og leigutekjum. Á sama tíma er stefnt að framkvæmdum bæði í málefnum aldraðra og fatlaðra. Við sem tímabundið sitjum í þeim miklu ábyrgðastöðum sem eru svo langtum stærri en einstaklingarnir eigum og verðum að hafa trú á framtíðinni og haga ákvörðunum okkar samkvæmt því. Ef við höfum ekki trú á Vestmannaeyjum hverjir hafa það þá?,“ spurði Elliði. Hann segir nýja eigendur deila þessari bjartsýni með bæjarstjórn og að þeir ætli að koma húsunum í gagnið. „Skapa þannig framtíðar- verðmæti úr því sem einhverjir hafa eingöngu séð sem fortíðar hnignun. Hvað hinar þrjár hæðirnar í Fiskiðjunni varðar þá erum við í viðræðum við mjög stóran rekstraraðila um leigu á nánast allri neðstu hæðinni en öll önnur hæðin verður leigð til Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Við eigum enn eftir einhverja fermetra á þriðju hæðinni en höfum verið að vinna með frumkvöðlum að ákveðnum hugmyndum sem vonandi skýrast á næstu vikum. Það er rétt að nota þetta tækifæri og þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að þessari fasteignaþróun þarna í hjarta byggðarinnar og óska nýjum eigendum Vigtarhússins og fjórðu hæðar Fiskiðjunnar velferðar í þeirra framkvæmdum,“ sagði Elliði að endingu. Bæjarráð :: Fjórða hæð Fiskiðjunnar og Vigtarhúsið selt: Frábært að fá inn aðila með metnað fyrir þróun Vestmannaeyja :: Eignumst verðmæti sem okkur er sómi að, segir bæjarstjóri Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ljósmyndasýning – Stefán Haukur Jóhannesson Úkraína: Átök og andstæður :: Einarsstofa 19. mars kl. 13. Stefán Haukur kynnir sýninguna Sumar- stúlkan valin 9. júlí Gullberg skemmdi lyftupall Fyrir fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku lá erindi frá slökkviliðsstjóra vegna dælu í útkallsbifreið. Óskað er eftir fjármagni í kaup á nýrri dælu og nemur kostnaður 2,5 milljónum króna. Ráðið tók undir áhyggjur slökkviliðsstjóra og samþykkti að beina því til bæjar- ráðs að fjármagn sem fengist hefur frá EBÍ vegna arðgreiðslna verði notað til endurnýjunar á dælu í slökkvibifreið. Skipalyftan stækkar Fyrir síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráði lá erindi frá Skipalyft- unni ehf. þar sem óskað er eftir stækkun lóðar undir byggingu í svokallaðri hliðarfærslu norðan við núverandi húsnæði fyrirtækisins. Ráðið frestaði erindinu og óskaði eftir ítarlegri gögnum varðandi fyrir- hugaða uppbyggingu fyrirtækisins. Umrætt svæði er ekki skipulagt sem byggingarsvæði og þarf því að breyta deiliskipulagi ef af uppbygg- ingu verður. Ráðið fól framkvæmda- stjóra að ræða við bréfritara. Ný dæla Unnið er að endurbótum á Fiskiðjunni og búið að setja glugga í allt húsið. Í forgrunni má sjá Vigtarhúsið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.