Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 Tónfundir Tónlistarskólans Haldnir í skólanum alla miðvikudaga kl. 17.30. Allir velkomnir Tónlistarskóli Vestmannaeyja Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 17. mars Kl. 10.00 Foreldramorgun. Kl. 17:00 Æfing fyrir fermingar- messu sunnudagsins. Kl. 19.00 Æfing Stúlknakórs Landakirkju. Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM & K við Vestmannabraut. Föstudagur 18. mars Kl. 16.00 Litlir lærisveinar. ATH breyttur tími. Laugardagur 19. mars Kl. 14:00 Útför Sigríðar Garðars- dóttur. Sunnudagur 20. mars Kl. 11.00 Fyrsta fermingarmessa vorsins á Pálmasunnudegi, þar sem 8 fermingarbörn staðfesta skírn sína. Á sama tíma verður barna- guðsþjónusta með miklum söng, sögu, leik og lofgjörð í safnaðar- heimilinu. Kl. 20.00 Æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum. Mánudagur 21. mars Kl. 17.00 Kirkjustarf fatlaðra. Grín, fjör og læti. Kl. 20.00 Tólf spora andlegt ferðalag. Framhaldshópur. Þriðjudagur 22. mars Kl. 10.00 Kaffistofan. Kl. 20.00 Samvera hjá Kvenfélagi Landakirkju. Miðvikudagur 23. mars Kl. 10.00 Bænahópur. Kl. 17.30 Kyrrðarbæn. Kl. 19.30 OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíulestur, síðasti kaflinn í Opinberunarbókinni. Laugardagur kl. 16:00 Krakkastund, allir krakkar á öllum aldri hjartanlega velkomin. Við syngjum dönsum, hlustum, biðjum og svo ætlar hann Salti Söngbók að kíkja í heimsókn og kenna okkur nýtt lag. Pálmasunnudagur kl. 13:00 Samkoma. Þóranna Sigurbergsdóttir prédikar. Lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Mánudagur kl. 20:00 Bænastund. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Buðu móður og systur abels til landsins Halli Bedda, Haraldur Bergvinsson og faðir hans Beddi, Bergvin Oddson á glófaxa VE voru þeir sem fóru af stað með söfnun fyrir abel Dharia, markvörð ÍBV sem er mjög alvarlega veikur. abel er frá Úganda og hefur verið til meðferðar hér á landi. Þeir feðgar ákváðu að létta honum róðurinn með því að bjóða móður hans og systur hingað til lands til þess að vera hjá honum í veikind- unum. Halli er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Haraldur Bergvinsson. Fæðingardagur: 22.08.72. Fæðingarstaður: Vestmanna- eyjum. Fjölskylda: Kona, þrír strákar, fjögur stjúpbörn og eitt stjúpbarna- barn, sem sagt ekta íslensk blönduð fjölskylda. Draumabíllinn: Hummer. Uppáhaldsmatur: Saltkjöt og baunir. Versti matur: Kindalifur. Uppáhalds vefsíða: eyjafrettir.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Alæta á tónlist. Aðaláhugamál: Fótbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: John Lennon. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni: Enski boltinn. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Strákarnir mínir, en svo vil ég fara að sjá Bergvin í hópnum. Íþróttafélögin eru ÍBV og Arsenal. Hvað finnst þér skemmtilegt að lesa: Íþróttasíður blaðanna. Hvað var til þess að þið fjár- mögnuðu ferðina fyrir móður og systur Abel: Við byrjuðum upphaflega með söfunina fyrir Abel. Svo þegar kom að því að ákveða hvað Glófaxi ætlaði að legggja til málanna kom upp sú hugmynd að koma móður hans og systur til hans. Eitthvað að lokum: Hvet alla til að skrá sig á árshátíð Hressó. Haraldur Bergvinsson er Eyjamaður vikunnar Ég vil byrja á því að þakka meistara- kokknum Hjalta Páls fyrir að hafa skorað á mig og kennt mér að gera crepes. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift sem allir í fjölskyldunni elska. 1 bolli hveiti 2 msk sósujafnari 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 1 egg 1 bolli malt 1/2 bolli grískt jógúrt 1/2 bolli majónes 1 lime, kreistur 1 tsk jalapeno pipar, hakkað 1 tsk smátt söxuð capers 1/2 tsk þurrkað oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 1/2 tsk þurrkað dill 1 tsk cayenne pipar 1 lítri olía til steikingar 0,5 kg skötuselur eða þorskhnakkar. Grænmeti, gular baunir, taco sósa, tortilla vefjur og allt það meðlæti sem þið vanalega borðið með vefjum. Aðferð: Til að gera deigið þá þarf að blanda saman í stóra skál hveiti, sósujafn- ara, lyftidufti, salti, eggi og malt. Síðan þarf að hræra þessu vel saman. Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita og settur í deigið, gott að hafa þá svipaða að stærð. Grísk jógúrt og majónesi blandað saman, kreista lime eða sítrónu og hræra á meðan. Blanda jalapeno, capers (ég set það í hvítlauks- pressu), oregano, cumin, dill og cayenne pipar. Það er mismunandi hvaða krydd ég nota en ég sleppi aldrei capers, cumin eða dill. Sósan er aðalatriðið og mælieiningar eru bara viðmið. Muna að smakka reglulega og aðlaga eftir smekk. Fiskurinn er tekinn úr deiginu og velt upp úr raspi. Mér finnst best að gera allan fiskinn klárann áður en ég byrja að steikja. Olía sett í pott og hituð. Fiskur djúpsteiktur þangað til að deigið/ raspið brúnast. Það er líka hægt að steikja fiskinn á pönnu. Ég ætla að leyfa gísla Matthíasi auðunssyni að vera með í kokka- elítu og svilasveit Ástþórs Jónssonar og skora því á gísla að vera næsti matgæðingur. Heyrst hefur að drengurinn kunni að elda en hann hefur alla tíð farið leynt með hæfi- leika sína. gísli, ef þér dettur ekkert í hug eða nennir ekki að gúggla þá get ég sent þér uppskrift af crepes-inu hans Hjalta. Fiski taco fjölskyldunnar Hilmar Jón Stefánsson er matgæðingur vikunnar Íbúð óskast Einstæður faðir óskar eftir 3-4ra herbergja íbúð til langtímaleigu. Reyklaus og reglusamur. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í s. 690-9465. ------------------------------------------- Húsasmiðjan fagnaði 90 ára afmæli um síðustu helgi með hagstæðum tilboðum og afmælistertu í verslunum fyrirtækisins um allt land. Í tilefni afmælisins verða kynntar ýmsar nýjungar sem koma til með að hjálpa neytendum að byggja upp betra verði með Húsasmiðjunni í framtíðinni. Sigurður Oddur Friðriksson, rekstrarstjóri og hans fólk í Eyjum tóku vel á móti viðskiptavinum sem fjölmenntu á afmælisdaginn. Húsa- smiðjan 90 ára Jóns Örvars van der Linden með Einari Hallgrímssyni og Sigurgeiri Sævaldssyni sem fékk sér sneið af afmæliskökunni. Sara Dís Hafþórsdóttir afgreiðir Erlu í Eymundsson sem keypti sér blóm á afmælisdaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.