Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Side 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 Í mjög athyglisverðum fyrirlestri sem Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvar- innar, hélt í Akóges í síðustu viku um loðnuveiðar, vinnslu og sölu kom mjög margt athyglis- vert í ljós. Ekki síst sú harða samkeppni sem er um loðnuna í hafinu við Ísland. Og hún fer harðnandi með stöðugt vaxandi stofnum stórhvela sem hefur fjölgað úr innan við 2.000 dýr árið 1987 í um 12.000 dýr samkvæmt hvalatalningu sl. haust. Fjöldi hnúfubaka var metinn um 7.000 dýr og lang- reyða um 5.000 dýr. Langreyður er heldur stærri en hnúfubakur. Kemur þetta heim og saman við það sem loðnusjómenn segja, að aldrei hafi verið meira af hval á loðnumiðunum en í vetur. Eru þeir í harðir samkeppni við hvalinn sem gæti étið sem svarar veiðikvótanum þetta árið. Í fyrirlestri sínum vitnar Sindri m.a. í viðtal við dr. Gísla Víkingsson hvalasérfræðing hjá Hafrannsókna- stofnun á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar um hvalafjöldann og loðnuát hvalanna. Gísli segir að fjöldi dýra í hnúfubaksstofninum hér við land sé álitinn 14.000 til 15.000 dýr og byggir sú tala á sumartalningum. Í september og október í haust fór í fyrsta sinn fram hvalatalning í loðnuleit og var fjöldi hnúfubaka þá metinn um 12.000, sem er mun meira en gert hafði verið ráð fyrir á þessum árstíma. Þá upplýsir Gísli að geysileg fjölgun hefði átt sér stað í hnúfu- baksstofninum síðustu áratugi. Byrjað var að telja 1987 og þá var niðurstaðan sú að innan við tvö þúsund hnúfubakar væru við landið. Fjórtán árum síðar töldust dýrin vera 14.000 til 15.000 en þeim hefur ekki mikið fjölgað eftir það miðað við niðurstöður talninga. Athyglisvert er að á sama tíma og þessi mikli vöxtur átti sér stað í hnúfubaksstofninum fækkaði hrefnu mikið við landið. Gísli segir að samsvarandi vöxtur sé annars staðar, við Noregs- strendur, við austurströnd Banda- ríkjanna og eins við Ástralíu. Þetta segir hann athyglisvert í ljósi þess að snemma á 20. öldinni hafði hnúfubak fækkað mjög í kjölfar gegndarlausrar veiði og var hann til dæmis sjaldgæfur á hafsvæðinu við Ísland fram yfir 1980. Ljóst er að fiskur á borð við loðnu er verulegur hluti þeirrar fæðu sem hnúfubakurinn innbyrðir að vetrarlagi og telur Gísli að reikna megi með að hvert dýr éti 600 til 800 kg af loðnu á dag á meðan hún er aðalfæða þess. Það þýðir að ef gert er ráð fyrir að þau 12.000 dýr sem voru við landið í upphafi vetrar gæði sér öll á loðnunni þá éta þau um 9.000 tonn á dag. Það taki því 12.000 hnúfubaka 18 til 24 daga að éta allt það magn loðnu sem heimilt er að veiða við landið á yfirstandandi loðnuvertíð. Gísli leggur þó áherslu á að taka beri þessum tölur með fyrirvara þar sem ekki var um fullburða hvala- talningu að ræða í haust og ekki hægt að leggja tölulegt mat á óvissu niðurstaðnanna. Auk þess er hugsanlegt að stór hluti hvalanna sem hér voru þegar hausttalningin fór fram hafi ferðast á suðlægari slóðir skömmu síðar. Fjöldi hnúfubaka sem hefur vetursetu hér við land er því óviss og þar með loðnuát þeirra. Langreyðarstofninn við Ísland yfir sumartímann en talinn vera 20.000 til 25.000 og hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á fæðu hnúfubaks við Ísland á vetrarvertíð en erlendar rannsóknir sýna að hann sækir í loðnu og síld. Hann er frekur til matar, étur 1 tonn til 1,3 tonn á dag. „Full þörf er á að velta fyrir sér áhrifum þess ef langreyðurinn tekur upp á því að hafa vetursetu við Íslandsstrendur eins og þessi hvalategund hefur nú við Noregs- strendur. Þá er það spurningin hve stór hluti stofnsins mynda dvelja yfir veturinn hér við land og þá hvort hvalirnir myndu velja loðnu eða jafnvel síld til neyslu frekar en átuna,“ segir Gísli og hvetur til rannsókna á ört vaxandi stofnum stórhvela við Ísland og þeim áhrifum sem fjölgun hvalanna hefur á lífríkið í hafinu og þá ekki síst á loðnu- stofninn. Í tölum frá 2005 er áætlað að afrán og veiðar á loðnu við Ísland hafi verið samtals um 4,2 milljónir tonna. Af því magni átu okkar helstu nytjafiskar um 1,3 milljónir tonna eða 31%, eina til tvær milljónir tonna át hvalurinn, eða allt að 36%, sjófuglar 300 þúsund tonn eða 8% og veiðar voru 1050 þúsund tonn eða 25%. Á yfirstandandi loðnuvertíð mátti veiða rúm 150 þúsund tonn af loðnu sem er lítið miðað við hvað hvalurinn tekur til sín. Baráttan um loðnuna er því hörð. Loðnan :: Eru stórhvelin að éta okkur út á gaddinn :: Alltað 12.000 dýr á miðunum: Eru 18 til 24 daga að éta sem svarar öllum loðnukvótanum í ár :: Hnúfubakur étur 600 til 800 kg á dag :: Langreyður 1 til 1,3 tonn :: Átu 1 til 2 milljónir tonna 2005 Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Keppnin um loðnuna Tegund “Ársát” af loðnu (þús. tonn) Þorskur 900 Ýsa 80 Ufsi 100 Grálúða 220 Aðrar tegundir 100 Alls fiskar 1300 (31%) Hvalir 1000 – 2000 (36%) Sjófuglar 340 (8%) Veiðar 1050 (25%) Alls um 4,2 millj. tonnHrognavinnsla í Vinnslustöðinni. Kap VE við loðnuveiðar. Nokkrar staðreyndir um loðnuna: • Loðnan vex mjög hratt og er orðin níu til 14 sm. tveggja ára, þriggja ára er hún orðin 13 til 17 sm. og fjögurra ára er hún 15 til 19 sm. • Íslenska loðnan verður ekki eldri en fjögurra ára, nema með örfáum undantekning- um. • Karlloðnan hefur mun stærri raufarugga en kvenloðnan og er yfirleitt nokkuð stærri. • Um miðjan 7. áratuginn hófust veiðar á loðnu og nokkrum árum síðar var hún orðinn einn mesti nytjafiskur Íslendinga. • Fæða loðnunnar eru ýmisskonar svifdýr s.s. krabbaflær, ljósáta, pílormar, fiskaegg og seiði. • Talið er að stærsti hluti loðnunnar drepist að hrygningu lokinni, en þó mun eitthvað vera um að kvenloðna hrygni tvisvar en karlloðnan er ekki talin lifa af nema eina hrygningu. • Loðnuaflinn hefur sveiflast mjög frá því veiðar hófust um 1963, eða allt frá því að vera nánast enginn í að vera um og yfir ein milljón tonna. • Loðnuhrognin fara að langmestu leyti til Japans. Hrogn sem seld eru til annarra landa eru að mestu notuð til framleiðslu á kavíar. • Mjög fáar afurðir eru framleiddar úr loðnu aðrar en mjöl og lýsi. Þó eru framleiddar, auk heilfrystrar loðnu, nokkrar gerðir kavíars úr loðnuhrognum. En það er sú gerð kavíars sem hentar t.d. fyrir Gyðinga þar sem þeir mega ekki borða afurðir úr fiskum sem ekki eru með hreistur eins og t.d. grá- sleppu og styrju. Ljóst er að fiskur á borð við loðnu er veru- legur hluti þeirrar fæðu sem hnúfubakurinn innbyrðir að vetrarlagi og telur Gísli að reikna megi með að hvert dýr éti 600 til 800 kg af loðnu á dag á meðan hún er aðal- fæða þess. Það þýðir að ef gert er ráð fyrir að þau 12.000 dýr sem voru við landið í upphafi vetrar gæði sér öll á loðnunni þá éta þau um 9.000 tonn á dag. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.