Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Qupperneq 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 Á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar í byrjun mánaðarins var slegið upp rokkmessu í Landakirkju af feitari gerðinni. Landabandið sá um tónlistina, prestur var séra Guðmundur Örn, Gísli Stefáns- son, tónlistarmaður og æsku- lýðsfulltrúi predikaði og ung- lingar í Æskulýðsfélaginu lásu upp úr ritningunni. Landabandið er þétt sveit, Gísli og Sæþór Vídó sjá um gítarspil og bakraddir, Kristinn plokkar bassann, Þórir fer fimum fingrum um hljómborðið og Biggi slær trommur af allt að því guðlegri næmni. Það var Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM & K í Vestmanna- eyjum sem stóð að messunni. Það skemmtilega var að þarna var eftir áralangt hlé mættur Ólafur Kristján Guðmundsson, einn albesti rokksöngvari seinni ára á Íslandi sem gerði garðinn frægan með Hoffman. Það var vel til fundið því fyrir um 20 árum síðan, í tíð Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur, var haldin rokkmessa. Voru það drengirnir í hljómsveitinni D7, leiddir af söngvaranum Ólafi sem þá fluttu rokkgospel af bestu gerð. Ólafur sýndi að hann hefur engu gleymt og kannski aldrei verið betri söngvari. Þegar best lét titruðu ljósakrónur en enginn skaði hlaust af. Hressileg kvöldstund þar sem boðskapur Krists var í fyrirúmi, en hann fór ekki alltaf með veggjum, frekar en rokkið. Áður hafa verið haldnar messur með tónlist U2, Elvis, Johnny Cash, Blúsbræðra og Pink Floyd en af nógu er að taka, t.d eru Bítlarnir og Stevie Wonder enn eftir. Það gera sér ekki allir grein fyrir fjölbreyttu starfi Tónlistarskól- ans. Á árlegum degi Tónlistar- skólanna í mars gefst tækifæri til að kíkja inn fyrir og sjá og heyra það sem þar fer fram. Á Degi tónlistarskólanna í ár var boðið til fjölbreyttrar veislu í Tónlistarskólanum sem hófst með leik Lúðrasveitar skólans í salnum á neðstu hæð. Þegar ofar dró mátti sjá nemendur leika á gítara, trommur píanó og fjórir kennarar brugðu bogum á fiðlur. Þar var líka rokksveit sem hjólaði í David Bowie eins og ekkert væri sjálf- sagðar. Já, það var gaman þessa stund í Tónlistarskólanum þar sem nemendum hefur fækkað nokkuð undanfarin ár en Stefán Sigurjóns- son, skólastjóri var ánægður með daginn og sagði að nokkrir hefðu skráð sig í skólann. Það er því sjálfsagt fyrir áhugasama að kíkja við hjá Stefáni og hans fólki og sjá hvað er í boði í tónlistarnámi. Tónlistarskóli Vestmannaeyja: Vel heppnaður Dagur tónlistarskólanna Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Rokkað feitt í Landakirkju með Óla Guðmunds í broddi fylkingar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.