Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 Nú eru liðin 8 ár síðan þessi pistill var skrifaður að gefnu tilefni. Miðvikudagur 7. mars 2007 kl. 17:06: Kantorinn svarar sýslumanni: Rösum ekki um ráð fram “Mikil er trú þín,” stendur einhver- staðar. Ef Bakkafjara fer í gang er hægt að afskrifa jarðgöng næstu áratugina, því miður. Þeir sem taka ákvörðun um Bakkafjöruhöfn munu ekki ljá máls á jarðgöngum þó svo að það komi fljótlega í ljós að höfnin þar fyllist stanslaust af sandi og sigling þangað sé illfær nema í góðu og síðan stórhættuleg og frátafir miklar. Embættismenn og pólitíkusar viðurkenna ekki mistök sín. Þeir munu því sjá til þess að endalaust verði mokað fjármunum í Bakkafjörudæmið, þó vonlaust sé. Það sem þarf að gera, er eins og Karl Gauti segir, að stórbæta leiðina til Þorlákshafnar strax, hvort heldur það verði gert með einu stóru skipi og hraðskreiðu eða öðru skipi sem siglir á móti Herjólfi. Karl Gauti segir, eins og nánast allir hér í Eyjum, að jarðgöng sé fyrsti og besti kosturinn fyrir Vestmanna- eyjar til allrar framtíðar. Hvers vegna skal þá taka ákvörðun um einhvern annan og lakari kost og fresta þeim besta nánast til eilífðar. 10. mars 2016. Því miður hefur allt gengið nákvæmlega eftir, sem skrifað var í þessum litla pistli, sem var svar og andmæli við grein frá Karli Gauta sýslumanni. Nú, er umræðan komin nákvæm- lega aftur á byrjunarreit, nema hvað engin virðist nú voga sér eða þora að minnast á það augljósa, það er að afskrifa Landeyjahöfn og snúa sér í alvöru að gerð jarðgangna. Sá kostnaður sem farið hefur í hafnarmannvirkin eru smáaurar miðað við ávinninginn sem fæst við það að tengja eyjarnar með jarðgöngum við land. Mér blöskrar að þurfa að horfa upp á vandræða- ganginn í kringum þetta mál allt saman. Menn hrópa nú hver á annan og rífast um hvort hin fyrirhugaða nýja ferja verði nógu stór eða ekki og hvort hægt verði að sigla henni í Þorlákshöfn þegar þannig viðrar. Er því haldið fram af mörgum að með fyrirhugaðri ferju séum við á leið 30 ár aftur í tímann. Á meðan eru dýr skip að moka sandi úr höfninni sem kostar of fjár og ekkert gagn gerir. Minnir það óneitanlega á þá læknisaðferð sem notuð var á Kleppi fyrir 100 árum síðan gegn ákveðnum sjúkdómi. Þar voru sjúklingar látnir moka sama sandinum í botnlausa tunnu. Það gerðist þó að menn voru oft útskrifaðir frá þeim sandmokstri en ég sé ekki hvernig á að útskrifa þá sem standa í þessum eilífa sand- mokstri í Landeyjahöfn, nema henni verði lokað. Jarðgöng eru alltaf að verða auðveldari í framkvæmd og 18 km göng hér á milli eru ekki löng. Frá Seyðisfirði upp á Hérað eru tæpir 14 km og engin segir að það sé vandamál. Í okkar tilfelli má svo bæta við hagkvæmni þess að setja bæði vatns – og rafmagnsleiðslur í göngin, auk hitaveitustokks, sem gera má ráð fyrir í framtíðinni. P.s. Legg til að Sigurður Áss verði endanlega sagður frá þessu máli öllu. Vegna mikillar umræðu um fæðingarþjónustu í Vestmanna- eyjum er ástæða að gera grein fyrir stöðu mála. Samkvæmt leiðbein- ingum landlæknis er fæðingar- þjónusta í Vestmannaeyjum flokkuð sem lágáhættudeild (D1). Það felur í sér ljósmæðrastýrða fæðingar- þjónustu með aðgangi að heilsu- gæslulækni og flutningi á hærra þjónustustig ef nauðsyn krefur. Ljósmæðrastýrð fæðingarþjónusta þýðir að tekið er tillit til allra þátta á meðgöngu og fyrri fæðingarsögur skoðaðar. Ef einhver minnsti vafi kemur upp er konunni beint annað og lífi konu eða barns ekki stefnt í hættu. Af því gefnu er ljóst að þær konur sem ekki flokkast undir áhættuhóp, þ.e vegna meðgöngutengdra sjúkdóma, erfiðleika við fyrri fæðingar eða keisaraskurð, mega og geta fætt í sinni heimabyggð. Fæðingarþjónusta á landsvísu og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum hefur tekið miklum breytingum með auknum tækninýjungum og skertri þjónustu og hefur það orðið til þess, að verðandi foreldrar kjósa frekar að fara annað og þá flestir á hátæknisjúkrahús. Hér í Vestmanna- eyjum eru hvorki skurð- eða svæfingarlæknir til staðar og því ekki völ á mænurótardeyfingu eða keisaraskurði. Með tilkomu þessara breytinga fjölgar alltaf þeim konum sem fara á Landspítala-háskólasjúkrahús þar sem mikið álag og hraði er. Í dag sýna tölur að 25% fæðinga fara fram með gangsetningu og nálægt 50% fæðinga fara fram með mænurótardeyfingu. Langflestar konur vilja fæða barn eða börn sín á eins eðlilegan og náttúrulegan máta og hægt er. Umræðan hefur hins vegar orðið til þess að mikill hræðsluáróður aftrar konum frá því að velja að fæða í heimabyggð þar sem að ekki eru öll tiltæk úrræði til staðar. Í dag er staðan þannig að einungis þrjú börn fæddust í Vestmanna- eyjum árið 2015. Síðustu 15 árin hefur fæðingum fækkað verulega, eða úr allt að 80 fæðingum á ári. Það er einlæg von mín sem starfandi ljósmóður í Vestmanna- eyjum að konur ígrundi vel möguleikana sem þær hafa til þess að fæða barn sitt í heimabyggð. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Drífa Björnsdóttir ljósmóðir á HSU í Vestmannaeyjum Það hvarflar að okkur, sem fylgjumst með úr fjarlægð að ráðamenn í Vestamannaeyjum séu alveg grunlausir um hvílíkan auð þeir hafa innan veggja sinna stofnana. Við sem þekkjum vel til mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs villjum freista þess að hjálpa fólki að sjá ljósið! Fyrir þá sem ekki vita má segja að félagsmiðstöðvar séu einskonar menntasetur fyrir börn og unglinga. Menntunin sem fer fram í félags- miðstöðvum er þó ekki formleg eins og tíðkast í grunnskólum landsins þar sem unnið er eftir námskrám og ákveðnum stöðlum, heldur frekar nám sem á sér stað í formi þátttöku og reynslu, eins- konar tilviljanakennt eða óformlegt nám sem hlýst af beinni þátttöku einstaklinga í leik og starfi (Hrefna Þórarinsdóttir 2015). Skilgreining Henning Jacobsen (2000) rammar ágætlega inn tilgang og markmið félagsmiðstöðva. Hann segir að félagsmiðstöð sé einhvern veginn mitt á milli þess að vera staður unglinganna þar sem þeir geti komið í afþreyingu af ýmsu tagi sem og vettvangur félagslegra samskipta. Í starfinu skuli vera lögð áhersla á gildi forvarna, sköpunar- gleði og mismunandi tegundir náms. Í frístundastarfi gefast ótal tækifæri til að vinna með þætti sem efla og styrkja einstaklinginn sem félags- veru og virkan þjóðfélagsþegn. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð megináhersla á að vinna með sjálfsmynd, umhyggju, félagsfærni, virkni og þátttöku. Í nútímaþjóð- félagi vega þessir þættir sífellt þyngra og einstaklingar sem hafa góð tök á þessum þáttum standa vel að vígi á fullorðinsárum. Frítíminn skipar stóran sess í lífi barna og unglinga og í gegnum viðfangsefni í frítímanum gefst börnum og unglingum tækifæri til að spegla skoðanir sínar og viðhorf í jafningjahópi á sínum forsendum. Starfsmenn skuli tryggja að starfið sé faglegt og taki mið af uppeldis- gildum frítímans. Og þá komum við að hlutverki starfsmanna í félagsmiðstöðvum. Hlutverk starfsmanna er miklu meira en bara að opna húsnæðið og spila borðtennis með unglingunum. Starfsmenn félagsmiðstöðva vinna að því að þjálfa samskipta- og félagsfærni einstaklinga sem sækja félagsmiðstöðina ásamt því að hvetja þá á jákvæðan hátt við mótun sjálfsmyndarinnar og hafa þannig jákvæð áhrif á hegðun þeirra og sálfræðilega velferð. Þrátt fyrir að starfið gangi út á að vera skjól- stæðingum sínum innan handar í félagsmiðstöðinni, leiðbeina þeim, örva og virkja, þá eru starfsmenn einnig fyrirmyndir sem unglingarnir líta upp til. Nú til dags er forvarnarstarf ein af undirstöðum félagsmiðstöðvastarfs hér á landi. Þátttaka í skipulögðu félagsstarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Með því að bjóða börnum og ungu fólki upp á jákvæð viðfangsefni í frítímanum með sterkum fyrirmyndum aukast líkur á því að þau kjósi heilbrigðan lífstíl og forðist áhættuhegðun. Markmið félagsmiðstöðvarstarfs- ins á ekki að vera það að fá sem flesta í húsið, heldur sinna vel þeim sem þangað koma. Öll þekkjum við til einhverra sem ekki ná að blómstra innan hins hefðbunda skólakerfis. Fyrir þessa einstaklinga geta félagsmiðstöðvar skipt sköpum. Þar eiga nefnilega allir að fá að blómstra á eigin forsendum. Þetta þýðir þó ekki að æskulýðs- starf sé einhvers konar andstæða við hið hefðbundna skólakerfi, þvert á móti vinna þessi tvö kerfi mjög vel saman sem hin tvö sjálfstæðu náms- og uppeldisvettvangar (Guðmundur Ari Sigurjónsson 2015). Til þess að í félagmiðstöðvum þrífist blómlegt starf þarf starfsfólk. Gott og faglegt starfsfólk undir sterkri og faglegri forystu. Ólíkt því sem margir halda þarfnast skipulagt tómstundastarf góðs undirbúnings og með því að draga úr rekstar- kostnaði félagsmiðstöðva án samráðs við fagaðila er ansi líklegt að þið standið frammi fyrir auknum kostnaði þegar unglingar dagsins í dag ljúka eða jafnvel ljúka ekki skólagöngu sinni. Stærri hópur fer með skerta sjálfsmynd eða lélega sjálfsmynd inn í framtíðina og það boðar ekki gott. Guðmundur H. Guðjónsson Drífa Björnsdóttir l jósmóðir á HSU í Vestmannaeyjum Bjarki Sigurjónsson Heiðrún Janusardóttir Höfundar sitja í stjórn Félags fagfólks í fr ít íma- þjónustu, www.fagfelag.is Að gefnu tilefni Fæðing í heimabyggð Vegna breytinga á rekstri Rauðagerðis, frístundahúss Úkraína: Átök og andstæður í Einarsstofu stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytis- stjóri opnar ljósmyndasýningu af ein- stökum ferðum sínum um stríðshrjáð svæði Úkraínu og víðar. sýningin opnar í Einarsstofu í safna- húsi laugardaginn 19. mars kl. 13. Við opnunina segir Stefán Haukur frá átökunum og byltingunni í Úkraínu og störfum sínum þar. tónlistarflutningur: Kitty Kovács og Balázs Stankowsky. Alzheimers KAffi Fyrsta Alzheimerskaffi Eyjamanna verður haldið í Kviku – félagsheimilinu við Heiðarveg á 3. hæð kl.15.00. Guðmunda steingrímsdóttir og Pálína skjaldardóttir kynna viðburðinn “Alzheimerskaffi”. Skemmtun, fræðsla og samvera. Aðgangseyrir 500 kr. Allir hjartanlega velkomnir Alzheimer – stuðningsfélag Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.