Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Síða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 MIÐASALA í síma 852-1940 Frumsýning 23.mars kl. 20:00 2. sýning 24.mars kl. 20:00 3. sýning 25.mars kl. 20:00 4. sýning 26.mars kl. 20:00 UPPSELT Hönnunarmars er haldinn árlega í Reykjavík. Þar koma saman hönnuðir allsstaðar að til að kynna sínar vörur og verk. Einnig er þetta kaupstefna þar sem fólk frá fyrirtækjum alls staðar að koma til þess að uppgötva það nýjasta í hönnun. Eyjakonan, Emilía Borgþórs- dóttir var meðal þeirra sem tóku þátt í hönnunarmars að þessu sinni. Kynnti hún nýju vitalín- una. Vitar er ný lína kertastjaka úr renndum við sem sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vita sem norpa á annesjum landsins. Vitarnir eru í fimm mismunandi formum sem endurspegla fjölbreyttan byggingar- stíl íslenskra vita. Þeir koma í nokkrum stærðum og litum, hvítir, bláir, appelsínugulir og viðarlitaðir. „Vitar hafa alltaf veitt mér inn- blástur, þeir eru traustir en jafn- framt sveipaðir dulúð. Þeir vísa sjófarendum veginn og koma þeim öruggum heim. Það er fallegt og táknrænt að hafa ljós í vitanum,“ segir Emílía. „Vitar hafa sterkt aðdráttarafl og á ferðalagi fjölskyldunnar síðastliðið sumar fékk ég þá hugmynd að hanna kertastjaka úr formum þeirra. Ég byrjaði strax að skissa og við tók teikning í þrívíddar forriti til að meta betur form og hlutföll. Ég byrjaði í nóvember að renna þá úr við og hafa þeir tekið miklum breytingum frá tölvuteikningunum. Mér finnst mjög mikilvægt að gera frumgerðirnar sjálf þar sem hlutirnir breytast mikið þegar maður hefur þá í höndunum.“ Emilía fékk dygga aðstoð og kennslu hjá frænda sínum Valdóri Bóassyni og þegar hún var sátt við stjakana fékk hún félaga hans, Magnús Alfonsson til að renna út fleiri fyrir sig þar sem hún ætlaði að vera með þá á Hönnunarmars. Emilíu var boðið að vera með á samsýningu í Epal til að sýna fjölbreytta línu. „Ég tók vitana síðan og sprautu- lakkaði nokkra en sumir fengu að halda eigin áferð. Tilgangurinn var að ná meiri fjölbreytni enda hrifust margir af stjakanum úr gullregninu. Það lögðu margir leið sína í Epal á Hönnunarmars eins og síðustu ár og fengu vitarnir góðar undirtektir. Ég vinn nú að því að koma þeim í framleiðslu og vona ég að brátt geti áhugasamir fest kaup á þeim og tendrað ljós í þeim.“ Emilía Borgþórs tók þátt í Hönnunarmars :: Viti ný íslensk hönnun og smíði : Sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vita sem norpa á annesjum landsins :: Ætlar að koma þeim í framleiðslu og vonar að brátt geti áhugasamir fest kaup á vitunum og tendrað ljós í þeim Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Frænkurnar Emilía og Júlía Petra Andersen sýndu bekkinn sinn, B-reka í heimildarsýningu í Hannesarholti á Hönnunarmars. Þar voru sýndir smærri hlutir og heimildarmynd um rekavið og sýningu sem tveir hönnuðir stóðu fyrir á Djúpuvík á Ströndum síðasta sumar. Vitar er ný lína kertastjaka frá Emilíu, úr renndum við sem sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vita sem norpa á annesjum landsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.