Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. mars 2016 ÍBV og Grótta áttust við í gamla sal Íþróttamiðstöðvar Vestmanna- eyja í Olís-deild karla í síðustu viku. Leiknum lauk með 24:24 jafntefli en Eyjamenn vildu fá vítakast á síðustu sekúndunum. Á fyrstu mínútum leiksins mættu Gróttumenn af fullum krafti og skildu Eyjamenn eftir, en það vita allir hvað býr í liði ÍBV og komu þeir auðveldlega til baka og leiddu leikinn með tveimur mörkum í hálfleik. Í þeim síðari var mikið jafnræði í leiknum og liðin skipust á að hafa forystuna, ÍBV virtist þó alltaf vera skrefi á undan. Theodór Sigurbjörns- son kom ÍBV yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en Gróttumenn jöfnuðu þegar ellefu sekúndur voru eftir. Þá tóku Eyjamenn leikhlé og ætluðu að kreista fram eitt mark. Andri Heimir Friðriksson fékk færi þar sem virtist vera brotið á honum en ekkert var dæmt. Boltinn hrökk út til Nökkva Dan Elliðasonar sem skoraði af þrettán metra færi en tíminn virtist vera útrunninn þegar boltinn fór inn, grátlegt fyrir Eyjamenn. Í lokin brutust út mikil mótmæli ÍBV en ákvörðun dómaranna virðist hafa verið rétt, þrátt fyrir slaka framgöngu þeirra. ÍBV er því enn í 4. sæti deildar- innar og getur náð Aftureldingu að stigum með sigri gegn Akureyri í leik sem liðið á inni. Íþróttir U m S j Ó n : GUðmUndUr TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Fimmtudagur 17. mars Kl. 19:30 ÍBV - Valur Olís-deild karla Föstudagur 18. mars Kl. 21:00 Valur - ÍBV 3. flokkur karla Laugardagur 19. mars Kl. 13:30 ÍBV - Fram 2. flokkur karla Kl. 11:30 ÍBV - Fram 2 4. flokkur kvenna - eldri Kl. 13:00 ÍBV - Fram 2 4. flokkur karla Sunnudagur 20. mars Kl. 16:30 ÍBV - Valur Olís-deild karla Kl. 10:00 ÍBV - HK 3. flokkur karla Kl. 11:45 ÍBV 2 - HK 2 3. flokkur karla Kl. 13:30 ÍBV - FH 4. flokkur karla Mánudagur 21. mars Kl. 13:30 ÍBV - Grótta 2. flokkur karla Þriðjudagur 22. mars Kl. 17:00 HK - ÍBV 3. flokkur karla Miðvikudagur 23. mars Kl. 19:30 ÍBV - Víkingur Olís-deild karla Haukar 24 20 1 3 665:528 41 Valur 24 17 1 6 600:546 35 Afturelding 24 12 2 10 567:566 26 ÍBV 23 10 4 9 591:578 24 FH 24 11 1 12 600:631 23 Grótta 24 10 2 12 605:630 22 Fram 24 10 2 12 580:583 22 Akureyri 23 8 4 11 530:556 20 ÍR 24 7 2 15 612:654 16 Víkingur 24 2 5 17 539:617 9 Olísdeild karla Guðlaugssundið var haldið í sundlaug Vestmannaeyja síðast- liðinn laugardag, 12. mars, en það hefur verið haldið árlega til að minnast afreks Guðlaugs Friðþórs- sonar þegar Hellisey VE fórst 1984. Alls tóku 27 manns þátt en syntir eru sex kílómetrar, 120 ferðir fram og tilbaka. Magnús Kristinsson synti í 14. skiptið, á tímanum tvær klukkustundir og 53 mínútum, Helgi Einarsson synti í níunda skiptið og Sonja Andrésdóttir í fyrsta sinn. Kempurnar Bjarni Jónasson og Páll Zophaníasson skiptust á og synti Bjarni tvo km og Páll fjóra km á tímanum 3 klukkutímum og 59 mínútum. Þau Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Elías Jörundur Friðriksson, Ari Hafberg Friðfinns- son, Davíð Þór Hallgrímsson og Anna Hulda Ingadóttir syntu saman fyrir hönd sjúkraþjálfara. Og Þórunn Jörgensdóttir, Friðgeir Þorgeirsson, Guðrún B. Ragnars- dóttir, Svanfríður Jóhannsdóttir, María S. Sigurbjörnsdóttir og Alan Friðrik Allison skiptu sundinu á milli sín fyrir hönd Íþróttamið- stöðvar Vestmannaeyja. Sex manns syntu Guðlaugssund í Mosfellsbæ, þar á meðal Eyjastúlk- an Sigrún Halldórsdóttir, sem er fyrrverandi sundþjálfari hér í Eyjum. Hún var að synda Guð- laugssundið í ellefta skiptið. Einnig voru fjórir sem syntu þrjá km þar. Sund | tuttugu og sjö tóku þátt í Guðlaugssundinu: Magnús Kristinsson synti í fjórtánda skiptið SædÍS EVa BirGiSdÓTTir seva@eyjafrettir.is Kempurnar Bjarni Jónasson og Páll Zophaníasson skiptust á og synti Bjarni tvo km og Páll fjóra. Handbolti | Olísdeild karla :: ÍBV 24:24: Umdeilt atvik undir lokin Átta stelpur frá ÍBV eru í U-14 landsliðinu sem var valið á dögunum en um er að ræða æfingahóp sem Rakel Dögg Bragadóttir stýrir. Ekkert lið er með fleiri leikmenn í hópnum en ÍBV. Þar eru þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Birta Lóa Styrmisdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Helga Stella Jónsdóttir, Linda Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir. ÍBV er með besta lið landsins í þessum aldursflokki en það er mikill heiður fyrir stelpurnar að vera valdar í þetta verkefni. Handbolti | Átta stelpur í U-14 ÍBV og Valsmenn áttust við í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á dögunum í Lengjubikarnum og tapaði 2:0. ÍBV hafði gengið mjög illa í fyrstu þremur leikjunum og einungis tekist að vinna Huginn en tapað gegn Keflavík og Stjörnunni. ÍBV hefur ekki tekist að fylgja eftir sigrinum í Fótbolta.net mótinu í síðasta mánuði. Eyjamenn lágu í vörn stóran hluta leiksins en Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum framhjá Halldóri Páli Geirssyni í markinu. Það tókst þó þegar vel var liðið á síðari hálfleik þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði mark utan teigs. Eftir það var Hafsteinn Briem heppinn að vera enn inni á vellinum en hann gerði sig sekan um mjög ljótt brot, eftir að brotið var á honum. Hann lá í grasinu og sópaði löppunum undan Dana í liði Valsmanna. Stuttu síðar skoraði Daninn í Valsliðinu annað mark þeirra og gerði úti um leikinn. Eyjamenn geta þó huggað sig við það að eftir leik héldu þeir út til Spánar þar sem þeir munu dvelja í nokkurn tíma í æfingaferð. Knattspyrna | Lengjubikar karla :: Valur 2:0 ÍBV: Hafa unnið einn leik og tapað þremur ÍBV mætti Íslandsmeisturum síðasta árs úr Breiðabliki í Fífunni um helgina en liðin áttust við í Lengjubikar kvenna. Skemmst er frá því að segja að ÍBV tapaði leiknum með tveggja marka mun en heimakonur voru betri allan leikinn. Shaneka Gordon kom ÍBV yfir eftir fjögurra mínútna leik en það tók ekki langan tíma fyrir Blika að jafna, á áttundu mínútu skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir. Esther Rós Arnarsdóttir kom Blikum yfir á elleftu mínútu en hún spilaði með ÍBV síðasta sumar. Jóna Kristín Hauksdóttir innsiglaði síðan sigur Blika eftir klukkutíma. Knattspyrna | Lengjubikar kvenna :: Breiðablik 3:1 ÍBV: Kópavogs- konur betri allan leikinn Shaneka Gordon. Rakel Dögg Bragadóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.