Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 31. mars 2016 :: 43. árg. :: 13. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Landeyjahöfn er á allra vörum þessa dagana, eins og svo oft áður. Bæjarbúar bíða með eftirvæntingu eftir að höfnin opni. Þegar þetta er skrifað hefur höfnin verið lokuð í 129 daga og því verður að teljast nokkuð eðlilegt að fólki sé farið að lengja eftir að siglingar hefjist í Land- eyjahöfn. Belgíska dýpkunar- skipið Gallilei 2000 hefur verið að moka á fullu og starfsmenn Suðurverks hafa unnið dag og nótt við að moka sandi úr höfninni með stórvirkum vinnu- vélum síðustu daga. Vel hefur gengið að moka upp úr höfninni að sögn starfsmanna Suðurverks, en þeir moka með tveimur stórum gröfum, á tvo trukka sem flytja á fjórða tug tonna í ferð. Þeir flytja sandinn að fjörukambinum vestan við höfnina þar sem stór jarðýta tekur við. Önnur grafan er með 23 metra langan arm. Tækin ganga allan sólahringinn á tvískiptum vöktum, frá sjö til sjö. Samkvæmt veðurspá í gær var norðaustan átt og átti að lægja í gærkvöldi. Í dag er vaxandi austan- átt, 10 til 18 m/s síðdegis en 15 til 23 í kvöld. Ölduspá gerir ráð fyrir að ölduhæð fari yfir tvo metra í dag og haldist svo fram á sunnudag. Menn eru samt sem áður bjartsýnir á að það takist að opna höfnina í næstu viku. ,,Það gera allir sitt besta til að opna höfnina sem fyrst. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með þá hefur gengið vel að dýpka. Því miður bilaði Gallilei 2000 í gær, þriðjudag en gátu haldið áfram fram á kvöld með skítareddingu” sagði Páll Mavin Jónsson, formaður ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og formaður bæjar- ráðs, þegar Eyjafréttir tóku stöðuna í gær. „Áhöfnin hefur verið að gera við þessa bilun í morgun og vonast er til þess að það klárist síðar í dag, mið vikudag. Hvað varðar framhaldið er veðrið ekki að hjálpa okkur en þeir ættu að geta verið fram að hádegi á morgun, fimmtudag þó mögulega setji vindurinn strik í reikninginn fyrr.“ Páll sagði að aftur ætti að vera góð skilyrði á sunnudaginn. „Samkvæmt spá ætti að vera hægt að vinna fram á miðvikudag í næstu viku. Þrátt fyrir þessa bilun og veður er mánudagur- inn 4. apríl enn inni í myndinni sem hugsanlegur opnunardagur. Vil þó minna á að ýmislegt getur komið upp á eins og við þekkjum svo vel.“ Árið 2015 fór Herjólfur sína fyrstu ferð á árinu í Landeyjahöfn þann 1. maí en þá hafði Herjólfur ekki siglt í Landeyjahöfn síðan 30. nóvember 2014, og var því frátöfin rúmir fimm mánuðir. Nú er ekkert annað í boði fyrir okkur Eyjamenn, en að leggjast á bæn og vona að hægt verði að opna höfnina fljótlega í næstu viku og að frátafir verði sem minnstar það sem eftir lifir árs. Landeyjahöfn :: Unnið að dýpkun :: dælt á sjó og grafið úr landi: Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að höfnin verði opnuð 4. apríl :: Fyrst siglt 1. maí í fyrra :: Þá hafði höfnin verið lokuð frá 30. nóv. 2014 SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Nei, ráðherra! - Stefán Benedikt Vilhelmsson leikstjóri, hefur náð að skapa þéttan stemmningshóp þar sem grínboltanum er kastað á milli, oft á miklum hraða, þannig að áhorfandinn má á stundum hafa sig allan við að eyða ekki of miklum tíma í að hlæja af einum brandara svo hann missi hreinlega ekki af þeim næsta, segir Helena Pálsdóttir um vel heppnaða uppfærslu LV á farsanum, Nei ráðherra! í blaðinu í dag. Á myndinni eru Stefán leikstjóri og Viktor, tæknimaður með fleirum að frumsýningu lokinni. Barist um heima- leikjaréttinn Dagur einhverfra á laugarDaginn >> 5 frækin sigling eyjapeyja 1972 >> 15>> 8

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.