Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 6. apríl 2016 :: 43. árg. :: 14. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Landeyjahöfn er mögulega það orð sem oftast er nefnt í Vest- mannaeyjum þessa dagana og jafnvel síðustu ár. Allir bæjarbúar bíða og vonast eftir því að hægt verði að sigla þangað sem fyrst. Sú gæti orðið raunin í þessari viku. Fleiri ferðir, lægri fargjöld, styttri siglingatími og fleiri ferðamenn er eitthvað sem við öll viljum fara að sjá hér í okkar samfélagi. Herjólfur hefur þegar þetta er skrifað siglt í Þorlákshöfn í 135 daga og vegna þess hafa Vestmannaeyjar misst að mestu af túristastraumnum sem hefur verið að tröllríða öllu landinu í vetur. Róðurinn hefur því verið ansi þungur hjá mörgum fyrirtækjum hér í bæ, sem byggja afkomu sínu að á ferðaþjónustu. Kostnaðurinn þegar siglt er í Þorlákshöfn er svo kafli út af fyrir sig. Ástandið í samgöngum í Eyjum er langt frá því að vera boðlegt. Og stóra spurningin sem brennur á öllum Eyjamönnum er, hvenær er stefnt að því að opna höfnina? Við spurðum Andrés Þ. Sigurðsson hjá Vestmannaeyjahöfn um gang mála, en hann hefur verið síðustu daga um borð í Gallilei 2000, sem er að dæla upp úr höfninni. ,,Eitt get ég sagt þér, að það er ekki mikið eftir. Ég myndi segja að við gætum farið að telja þetta í klukku- tímum. Það hefur verið fínasti gangur á þessu. Við vorum að til rúmlega sjö í gær, mánudag en þá þurftum við að hætta vegna ölduhæðar,“ sagði Andrés. „Það á eiginlega bara eftir að laga svæðið þar sem skipið snýr sér. Spáin næstu daga er ágætt og ef allt gengur upp ættum við að komast út mið- vikudagskvöld eða fimmtudags- morgun til þess að klára. Vonum bara að það gangi eftir. Ég þori nú ekki að koma með dagsetningu en ég vona svo heitt og innilega að allt gangi eftir og að höfnin gæti opnað fyrir helgi. Opnun á Landeyjahöfn er allavega rétt handan við hornið.“ Þegar við spurðum Andrés hversu mikið væri búið að dæla upp úr höfninni síðustu vikur, gat hann ekki svarað því nákvæmlega, en sagði að í gær hefðu þeir verið að dæla um það bil 8000 til 9000 rúmmetrum. ,,Afköstin á skipinu eru mjög góð og vel hefur gengið í alla staði þegar ölduhæð leyfir. Við vorum að koma með pramma að bryggju sem við höfum verið að nota, en það er einskonar ,,sweaper” sem er tæki sem sléttir botninn, það hefur aukið afköstin ennþá meira. Nú fer þetta að koma, vonandi geta Eyjamenn siglt í Landeyjahöfn um helgina.” Landeyjahöfn rétt handan við hornið :: Ekki mikið eftir :: Afköstin góð: Getum farið að telja þetta í klukkutímum :: Segir Andrés Þ. Sigurðsson :: Herjólfur hefur siglt 135 daga í Þorlákshöfn SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Notast hefur verið við þennan pramma í Landeyjahöfn síðustu daga, en þetta er einskonar „sweeper“ sem sléttir botninn og eykur afköstin til muna. Minntust látins félaga Einhugur gaf gjafir >> 12 öryggi sjóManna fraMar öllu >> 10 >> 16

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.