Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is íþróttir: guðmundur tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: ómar garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Greining Íslandsbanka spáir 29% aukningu í fjölda ferðamanna til Íslands á árinu 2016. Til saman- burðar spáir World Tourism Organization að fjöldi ferðamanna á heimsvísu aukist um 4%. Gangi spáin eftir munu rúmlega 1,6 milljónir ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll á árinu. Mun þá fjöldi ferðamanna verða tæplega fimmfaldur fjöldi búsettra á Íslandi á árinu 2016. Að teknu tilliti til meðal dvalartíma ferðamanna jafngildir það að hér á landi séu tæplega 30 þúsund ferðamenn á degi hverjum allt árið. Ferðamenn sem hlutfall af íbúum landsins er með því hæsta í heiminum og í sumar er gert ráð fyrir að tæplega einn af hverjum fimm sem hér verður á landi verði ferðamaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var á hádegisverðarfundi í Eldheimum í síðustu viku. Þar voru mættir Eyjamaðurinn Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslands- banka. Þórdís Úlfarsdóttir, útibús- stjóri bankans í Eyjum stýrði fundinum og Páll Marvin Jónsson, formaður Ferðamálasamtakanna og bæjarráðs og Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Eldheima. Þeir segja að þrátt fyrir hátt hlutfall ferðamanna m.v. íbúa landsins sé það lágt miðað við stærð landsins. Á árinu 2016 verða á Íslandi um 16 ferðamenn á hvern ferkílómetra m.v. spána. Er hlutfallið undir meðaltali OECD landanna sem er 18 og talsvert undir hlutfalli ESB ríkjanna að meðaltali en það er 103. Annað athyglisvert sem kemur fram er að gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan muni afla tæplega 428 milljörðum króna í útflutnings- tekjur og að hlutur greinarinnar í heildarútflutningstekjum verði um 34% á árinu 2016. Rekja má um eitt af hverjum þremur störfum sem skapast hafa í hagkerfinu frá 2010 til 2015 til ferðaþjónustunnar. Áætlað er að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8% aukningu á framboði hótelher- bergja. Er það langt undir áætlaðri fjölgun ferðamanna á árinu. Um 22 þúsund fleiri gistinætur seldust í gegnum Airbnb í október á árinu 2015 en í sama mánuði árið áður. Nemur það um 225% vexti eða rúmlega þreföldun. Hlutfall bílaleigubíla af heildar fólksbílaflota árið 2006 var 2,4% en var 6,8% árið 2015. Gerum við ráð fyrir að þetta hlutfall verði allt að 8% árið 2016. Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli var í hámarki þ.e. í apríl og maí 2010 þá fækkaði ferðamönnum um 17,6% á ársgrundvelli. Páll Marvin og Kristín ræddu þróun ferðaþjónustu frá sjónarhóli Eyjamanna þar sem Landeyjahöfn er lykillinn. Tilkoma hennar hafi sýnt að ferðafólk vill koma til Eyja en það vilji ekki leggja á sig þriggja tíma siglingu frá Þorlákshöfn og flugið sé of dýrt. Ný ferja og lagfæringar á Landeyjahöfn sé það sem þarf ætli Vestmannaeyjar að fá sína sneið af kökunni. Velheppnaður hádegisverðarfundur Íslandsbanka um þróun ferðamála: Ferðaþjónustan skilar 428 milljörðum króna í útflutningstekjur :: Er um af 34% heildinni :: Landeyjahöfn lykill að því að Vestmannaeyjar fái sinn skerf ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fram fari íbúakönnun um aðgengi að Löngu og fer hún fram dagana 11. og 12. apríl nk. Til að nýta atkvæðarétt sinn eru tvær leiðir í boði. Annars vegar er hægt að kjósa á skrifstofu Um- hverfis - og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5, frá 09.00 til 12.00, báða dagana og hins vegar er um að ræða rafræna kosningu. Til þess að geta kosið rafrænt, þarf að útvega sér íslykil með því að fara inná vefsíðuna http://www.island.is/ islykill. Þar er hægt að panta lykilinn og fá allar upplýsingar. Löngu- ganga- kosning Eyjamaðurinn Hrafn Sævalds- son hefur verið ráðinn nýsköp- unar- og þróunarstjóri Þekk- ingarseturs Vestmannaeyja. Um nýtt starf er að ræða innan Þekkingarsetursins. Starfið var auglýst í byrjun marsmánaðar og sóttu tíu einstaklingar um starfið. Hrafn hóf störf síðastliðinn föstudag. Hrafn hefur undanfarið ár starfað sem sjálfstæður rekstrarráð- gjafi í Vestmannaeyjum. Á árunum 2013 til 2015 stýrði hann tíma- bundnu sérverkefni fyrir Vinnslu- stöðina og á árunum 2006 til 2012 starfaði hann sem ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunar- félagi Suðurlands með aðsetur í Vestmannaeyjum. Hrafn er búsettur í Vestmanna- eyjum ásamt fjölskyldu sinni; eiginkonu og barni. Hrafn er m.a. viðskiptafræðingur að mennt og stefnir á að ljúka meistaranámi í viðskiptum og stjórnun, MBA, frá Háskóla Íslandi vorið 2017 samhliða vinnu fyrir Þekkingarsetur Vestmannaeyja. Þann 29. febrúar sl. var undir- ritaður samningur milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Hrafn Sævaldsson ráðinn til Þekkingarseturs SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Hádegisfyrirlestur Róberts Guðfinnssonar athafnamanns sem frestað var í september sl. verður nú haldinn í Sagnheimum, byggða- safni 7. apríl nk. Í fyrirlestrinum mun Róbert fjalla um uppbygg- inguna á Siglufirði og aðkomu sína að henni. Frá hruni norsk-íslenska síldar- stofnsins árið 1967 hafði íbúum á Siglufirði fækkað. Tæknivæðing í sjávarútvegi og einhæft atvinnulíf leiddi af sér fækkun starfa og fá tækifæri voru fyrir ungt menntað fólk. Með nýsköpun í líftækni og fjárfestingu í ferðaiðnaði myndaðist nýr grunnur fyrir samfélagið. Breidd í atvinnulífinu með nýjum störfum gefur nýrri kynslóð tækifæri til að snúa vörn í sókn. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Sagnheima og Rótarýklúbbs Vestmannaeyja en klúbburinn fagnaði 60 ára afmæli sínu á síðasta ári. Sjá nánar í auglýsingu hér í blaðinu. Fréttatilkynning frá Sagnheimum: Róbert Guðfinns- son á hádegis- verðar- fundi Göngubrú var eitt sinn í Löngu. Góð mæting var á fund Íslandsbanka.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.