Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 5
5Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Starfsfólk óskast í nýtt og spennandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem hefur framleiðslu á niðursoðnum afurðum. Nánari upplýsingar veitir Aníta í s. 440-6720 milli kl 9 og 15. eða á anita@idunn-seafoods.is NÝTT OG SPENNANDI ERTU MEÐ? Tónlistarmaðurinn og gleðipinninn, Jón Jónsson mætti ásamt hljómsveit sinni til Eyja síðastliðinn laugardag og hélt glæsilega tónleika á Háaloftinu. Á tónleikunum naut Jón einnig fulltingis blásturshljóðfæraleikara sem settu einstaklega skemmti- legan brag á heildarmyndina. Mætingin var frábær og troðið var út að dyrum á Háaloftinu og stemmningin var góð, þó svo að skvaldrið í tónleika- gestum hafi mátt vera minna. Jón spilaði öll sín vinsælustu lög eins og Lately, Kiss in the morning, Sooner or later, Always gonna be there, Gefðu allt sem þú átt, Endurgjalds- laust og mörg fleiri lög. Fyrir hlé léku þeir lög í rólegri kantinum en eftir hlé var allt sett í botn og stemmningin náði svo hápunkti sínum í lokin, þegar þjóðhátíðarlagið frá því 2014, Ljúft að vera til var tekið. Tónleikagestir risu allir úr sætum og sungu með að eyjanna sið. Virkilega skemmtileg og vel heppnuð kvöldstund með Jóni og félögum. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson Troðið út að dyrum á tónleikum Jóns Jónssonar SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.